Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Side 36
Föstudagur 11. maí 200736 Sport DV Einn allra mikilvægasti leikurinn í ensku úr- valsdeildinni á þessu tímabili verður á sunnu- daginn á Bramall Lane þegar Sheffield United mætir Wigan Athletic. Bæði lið vita það að til að tryggja sæti sitt í deildinni á næsta tímabili verða þau að ná sigri. Áætlað er að fall niður í ensku 1. deildina kosti hvert félag milli 30 og 50 milljónir punda og því skiptir öllu máli að halda sér í efstu deild. Auk þessara tveggja félaga á West Ham Un- ited á hættu að falla úr deildinni á sunnudag. Hamrarnir eru með örlögin í sínum höndum þar sem ljóst er að með því að ná stigi í lokaum- ferðinni þá bjarga þeir sér frá falli. Þeir eiga þó alls ekki auðveldan leik fyrir höndum, heim- sækja Manchester United á Old Trafford. Eft- ir leikinn fær United í hendurnar sjálfan Eng- landsmeistarabikarinn. Þrjú lið falla úr ensku úrvalsdeildinni eins og venja er. Watford og Charlton Athletic eru þegar fallin en þriðja liðið verður Sheffield Un- ited, Wigan eða West Ham. Sheffield og West Ham eru með 38 stig en Wigan 35. Hrap Wigan Ef Sheffield sigrar eða gerir jafntefli bjargar liðið sér og Wigan fer niður. Þrjú stig til Wigan- manna bjarga þeim frá falli og þá þarf Sheffield að treysta á að West Ham tapi á Old Trafford. West Ham ætti þó möguleika á að bjarga sér ef liðið tapar naumlega á Old Trafford og Sheffi- eld tapar með fjögurra marka mun eða meira á heimavelli en það getur ekki talist mjög líklegt. Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, hlýtur að klóra sér í hausnum og hugsa um hvernig lið hans getur verið í þessari stöðu fyrir loka- umferðina. Tímabilið leit lengi mjög vel út fyrir Wigan en svo hefur allt gengið á afturfótunum og liðið aðeins krækt í þrjú stig af 24 möguleg- um. Tap fyrir Middlesbrough um síðustu helgi henti Wigan niður í fallsæti í fyrsta sinn á tíma- bilinu. Jewell lítur björtum augum á leikinn á sunnudag. „Ef við vinnum þá höldum við okk- ur uppi, ef við töpum förum við niður. Það er ekki hægt að hafa þetta einfaldara. Ég þarf ekki að treysta á úrslit úr öðrum leikjum og þannig vill knattspyrnustjóri hafa þetta. Við erum með örlögin í okkar höndum. Við horfumst í augu við þessa áskorun. Þetta hefur verið ævintýri og ég hef notið þess, það sama verður uppi á teningnum um helgina,“ sagði Jewell. Ef Warnock og félagar falla á prófinu verða þeir að treysta á að Manchester United sé með hugann við bikarúrslitaleikinn eftir viku og tapi stigum gegn West Ham. Hamrarnir vongóðir West Ham vann hreint frábæran 3-1 sigur gegn Bolton síðasta laugardag en það var sjötti sigurleikur liðsins í átta leikjum. Félagið á nú góða von um að bjarga sér frá falli eftir að staða þess virtist algjörlega ómöguleg fyrir nokkrum vikum. Önnur félög sem eru í botnbaráttunni ásamt West Ham hafa krafist þess að stjórn úr- valsdeildarinnar taki stig af West Ham vegna ólöglegra kaupa á argentínsku landsliðsmönn- unum Carlos Tevez og Javier Mascherano. Leikmenn verða þó ekki með hugann við það á sunnudaginn. Það eina sem er óráðið á hinum enda töfl- unnar er baráttan um sæti í UEFA bikarnum. Everton hefur þegar tryggt sér eitt þessara sæta og þarf litlar áhyggjur að hafa fyrir leik sinn gegn Chelsea. Tottenham sem komst í átta liða úrslit UEFA bikarsins á þessu tímabili ætti að taka aftur þátt í keppninni næsta vetur en liðið á leik gegn Manchester City. Bolton var í lykilstöðu stærstan hluta tíma- bilsins en er skyndilega komið upp við vegg og verður að vinna Aston Villa til að sleppa við tvöfalt áfall á stuttum tíma. Sam Allardyce sagði upp sem knattspyrnustjóri liðsins og nú gæti því mistekist að komast í Evrópukeppni. Það verður hægara sagt en gert fyrir Bolton að vinna Villa sem er í fínu formi um þessar mundir. Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading, hefur sagt að hans lið sé ekki tilbúið fyrir Evr- ópukeppni eftir hreint magnaðan árangur á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Hann segist ekki vilja skemma ævintýrið með því að leikmenn missi einbeitinguna í ensku deildinni. SPENNAN ER Í KJALLARANUM Lokaumferðin í ensku úrvals- deildinni verður á sunnudaginn. Á meðan spennan á toppi deildarinn- ar er búin er andrúmsloftið í botnbaráttunni rafmagnað. Tvö lið eru þegar fallin en þrjú lið eru í hættu fyrir lokaumferðina LEIKIR LOKAUMFERÐARINNAR Á SUNNUDAG: (allir leikir hefjast kl. 14:00) Blackburn - reading Bolton - aston Villa Chelsea - Everton Liverpool - Charlton man. utd. - West Ham middlesbrough - Fulham Portsmouth - arsenal sheff utd. - Wigan tottenham - man City Watford - Newcastle KJALLARINN Í ENSKU ÚRVALS- DEILDINNI FYRIR LOKAUMFERÐINA sæti - Lið - stig - (markatala) 16. sheff. utd. 38 (-22) 17. West Ham 38 (-25) 18. Wigan 35 (-23) 19. Charlton 33 (-26) 20. Watford 27 (-30) Eggert og Tevez mennirnir tveir hjá West Ham sem mest hefur verið rætt um. Eggert magnússon og sóknarmaðurinn frábæri Carlos tevez. Spennan í algleymingi Neil Warnock hrópar skipanir til sinna manna. Á niðurleið síðustu vikur hafa verið mjög erfiðar fyrir Paul Jewell og félaga í Wigan. Úrslitaleikur rimma sheffield united og Wigan verður í meira lagi athyglisverð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.