Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 14
föstudagur 11. maí 200714 Fréttir DV
Strangar reglur eru gildandi um
veitingu dvalarleyfis til erlendra rík-
isborgara frá löndum utan Evrópu-
sambandsins. Fjölmargir íslenskir
ríkisborgarar sem giftir eru konum af
erlendum uppruna hafa lent í mikl-
um erfiðleikum og DV hefur greint
frá málum einstaklinga sem hafa ekki
getað búið á Íslandi vegna strangra
innflytjendalaga.
Böðvar Ingi Böðvarsson og
Courtney Harris frá Bandaríkjun-
um hafa í hyggju að gifta sig í sumar.
Böðvar hefur að undanförnu unn-
ið að umsókn um dvalarleyfi fyrir
Courtney, en þau hugðust búa hér
á landi eftir brúðkaup sitt í sumar.
Böðvar verður tuttugu og fjögurra ára
seinna í sumar, en Courtney er tut-
tugu og tveggja ára gömul.
DV birti á miðvikudag viðtal við
Kára Tulinius en eiginkona hans,
Sonja Buckingham fékk synjun um
dvalarleyfi hér landi, vegna 24 ára
reglunnar, svokölluðu. Kári og Son-
ja neyddust til þess að flytja af landi
brott, þrátt fyrir að hafa í upphafi
fengið svör um að henni yrði úthlut-
að dvalarleyfi á Íslandi. Eftir mik-
inn seinagang í kerfinu barst hinni
enskumælandi Sonju bréf sem var
skrifað á íslensku frá Útlendinga-
stofnun, þar sem sagði að umsókn
hennar um dvalarleyfi hefði verið
synjað. Kári segist hafa hætt við að
fara með mál sitt í fjölmiðla, eftir að
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra
vændi tvo menn í svipaðri stöðu um
að vera glæpamenn.
Böðvar segir að sér hafi brugðið
mikið við að lesa frétt DV, enda eru
aðstæður hans og Courtney mjög lík-
ar þeim sem Kári greindi frá. „Við vor-
um búin að gera ráð fyrir því að búa
hér á landi um óákveðinn tíma, ég
var búinn að lesa reglugerðir á vef Út-
lendingastofnunar og ferlið að sækja
um dvalarleyfi var hafið. Við töldum
það nokkuð sjálfsagt að eftir að við
giftum okkur, myndum við fá að búa
hér á landi, án nokkurra vandkvæða.
Síðan las ég bara um það í DV á mið-
vikudaginn að það sé einhver 24 ára
regla í gildi sem ég hef aldrei heyrt
um,“ segir hann.
Ósýnilegar reglur
Böðvar segir fréttina hafa breytt
öllum framtíðaráformum þeirra.
„Ég kannaði þessar reglur um veit-
ingu dvalarleyfis nánar og þær voru
aðeins mjög lítill viðauki í risastórri
reglugerð. Þetta breytir okkar lífi al-
gjörlega. Hún vildi koma hingað,
kynnast landi og þjóð og reyna að
læra tungumálið. Við vorum búin að
binda miklar vonir við að hún fengi
dvalarleyfi hér á landi og því eru þetta
mikil vonbrigði. Ég get ekki betur séð
en að hún eigi engan kost á því að fá
dvalarleyfi og við verðum því að flytj-
ast til Bandaríkjanna í haust.“
Lög um dvalarleyfisveitingu fyr-
ir nánustu aðstandendur íslenskra
ríkisborgara, sem eru af erlendu
bergi brotnir, kveða á um að til þess
að fá dvalarleyfi hér á landi þurfi
maki að hafa náð tuttugu og fjög-
urra ára aldri. Lögin voru upphaf-
lega sett með þeim formerkjum að
sporna gegn nauðungarbrúðkaup-
um erlendra kvenna hér á landi. Í
lögum segir að reynist rökstudd-
ur grunur um að stofnað hafi verið
til hjúskapar í þeim tilgangi að afla
dvalarleyfis og ekki sýnt fram á ann-
að með óyggjandi hætti, er umsókn
um dvalarleyfi synjað. Sama gildir ef
rökstuddur grunur er um að ekki hafi
verið stofnað til hjúskapar með vilja
beggja aðila.
Alvarlegur galli
Böðvar Ingi gagnrýnir lögin um
veitingu dvalarleyfis fyrir erlenda
maka íslenskra ríkisborgara. „Þetta
er hrikalegur galli í kerfinu. Hing-
að til lands getur hver sem er kom-
ið frá Evrópuríkjum og fengið vinnu,
en konan mín má ekki koma hingað
til þess að búa með mér,“ segir hann.
Courtney getur dvalist hér á landi í
níutíu daga, eins og lög kveða á um.
Eftir þann tíma stefnir allt í að henni
verð gert að yfirgefa landið.
„Þetta er mjög óþægilegt, þessar
reglur seinka því líka að konan mín
geti fengið íslenskan ríkisborgararétt
og ef við ætluðum að eignast barn
hér á landi, þá væri það mjög mikið
vandamál, vegna þess að hún er ekki
með ríkisborgararétt.“
Böðvar segir þau muna leita allra
leiða til þess að fá dvalarleyfi fyrir
Courtney, en viðurkennir að hann
sé vonlítill um árangur. „Mín reynsla
er sú, að það sem stendur svart á
hvítu er það sem gildir. Það er rosa-
lega svekkjandi að líf manns breyt-
ist vegna laga sem voru sett með allt
öðrum formerkjum.“
Gengið út frá því
að kerfið sé misnotað
Í frétt DV á mánudag var sagt frá
því að stórmál sé fyrir vini og ætt-
ingja utan Evrópusambandsins að
heimsækja Ísland. Ari Jóhannes-
son og Merry Jóhannesson frá In-
dónesíu hafa verið gift frá árinu
2000. Merry hefur ekki enþá fengið
íslenskan ríkisborgararétt og sagði
frá því hvernig það hefði verið stór-
mál fyrir vini hennar frá Indónesíu
að fá rétt leyfi til að koma í mánað-
ar heimsókn hingað til lands. „Til
þess að sækja um leyfið þurfti hún
að fljúga til Jakarta í þrjá klukkutíma
og fara í danska sendiráðið þar í eig-
in persónu. Þar sem kreditkortið var
ekki með nema um sjötíu þúsunda
króna úttektarheimild þurfti ég að
senda afrit af reikningsstöðu minni
í bankanum til þess að sýna fram á
að við gætum séð fyrir henni á með-
an á heimsókn stæði,“ sagði Ari.
Ísland lokar
á útlendinga
Íslendingar hafa orðið að flytja til útlanda til að geta búið með mökum sínum sem eru yngri en 24 ára. Þeirra
á meðal er Kári Tulinius sem flutti til Bandaríkjanna þegar konu hans var synjað um dvalarleyfi. Böðvar Ingi
Böðvarsson segir fréttaflutning DV af hrakförum Kára hafa breytt áformum hans og konu sinnar Courtney
Harris, hún er yngri en 24 ára og fær því ekki dvalarleyfi hér á landi.
Kári Tulinius og
Sonja Buckingham
Neyddust til þess að flytja
til Bandaríkjanna.
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
Mánudagur 7. Maí 2007 dagblaðið vísir 55. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235
ÍSLAND LOKAÐ
FYRIR FÓLK
UTAN EVRÓPU
fréttir fréttir
-- Ari Jóhannesson er giftur Merry Jóhannesson frá Indónesíu.
Útlendingastofnun benti Ara á að eiginkona hans yrði að búa á Íslandi í
þrjú ár til að hún gæti fengið ríkisborgararétt. Þeim datt ekki í hug eftir
þær upplýsingar að sækja ríkisborgararétt hjá allsherjarnefnd Alþingis, en
ætla að gera það nú. Ari segir Ísland sérstaklega lokað land og stórmál er
að fá heimild fyrir ættingja eiginkonunnar vilji þeir koma í heimsókn
hingað. Sjá bls. 6,7 og baksíðu.
>> Allsherjarnefnd
kannaði ekki meðmælin
með umsókn tengadótt-
ur umhverfisráðherra.
Stórmál að fá ættingja og vini utan EvrópuSambandSinS í hEimSókn til landSinS:
Pr
en
ta
ð
í m
or
gu
n
vantar 100
hjúkrunar-
fræðinga
rokka í
færeyjum
>>Óttar Proppé
mun spila á
rokkhátið í
Færeyjum, hátið
sem er mikils metin.
>> Ekki mögulegt að komast hjá
sumarlokunum, segir landlæknir.
fólk
DV Sport fylgir með
>>Arsenal tryggði Manchester United
sigur í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu þegar liðið gerði jafntefli
við Chelsea en Manchester United
vann nágranna sína í Manchester City
deginum áður. FH vann Keflavík í
Meistarabikar KSÍ og gáfu þar með
tónin fyrir Landsbankadeildina sem
hefst um næstu helgi.
Björgvin Hólmgeirsson
DV Sport
mánudagur 7. maí 2007 11
Sport
Mánudagur 7. Maí 2007
sport@dv.is
manchester united varð í gær enskur meistari eftir að chelsea gerði 1-1 jafntefli við arsenal.
þetta er 16. titill manchester united og sá níundi undir stjórn alex ferguson. bls 14.
FH varð í gær meistari meistaranna
Björgvin eftirsóttur
titillinn til
manchester
NBAAllt um leiki næturinnar í NBA
Móðir jónínu
var meðmælandi
Kári Tulinius og bandarísk eiginkona
hans, Sonja Buckingham neydd-
ust til þess að flytjast frá Íslandi til
Bandaríkjanna árið 2005, vegna þess
að Sonju var synjað um dvalarleyfi
hér á landi, þar sem hún féll undir
24 ára regluna svokölluðu, sem sam-
þykkt var á Alþingi árið 2004. Kári
segist vera bitur og reiður yfir því að
hafa þurft að flytja úr landi og segir
að sér hafi liðið eins og hann hefði
verið löðrungaður í andlitið eftir að
hafa fylgst með fréttaflutningi af flýti-
meðferð Luciu Celeste Molina Sierra
um íslenskan ríkisborgararétt.
Rangar upplýsingar hjá Útlend-
ingastofnun
Kári og Sonja kynntust þegar
hann var í skiptinámi í bandarísk-
um háskóla. „Í apríl árið 2004 fór ég
út til Bandaríkjanna til þess að dvelja
þar í tvo mánuði, þegar ég kom heim
höfðu þessi útlendingalög verið
samþykkt. Ég heyrði ekki af reglunni
fyrr en við komum aftur til Íslands,
þar sem við hugðumst búa í framtíð-
inni.“
Hann segir þau hafa sett sig í sam-
band við Útlendingastofnun, vegna
nýju laganna, en þeim var sagt að
það væri ekkert vandamál fyrir Sonju
að fá dvalarleyfi hér á Íslandi. „Við
sóttum því um dvalarleyfi fyrir hana
og þremur mánuðum síðar, í desem-
ber árið 2004 fékk Sonja bréf sem var
aðeins skrifað á íslensku, þar sem
sagði að umsókn hennar hefði verið
synjað og að hún hefði tvær vikur til
þess að koma sér úr landi.“
Synjunin um dvalarleyfið kom
þeim mjög á óvart, en Sonja náði að
framlengja dvöl sína hér á landi með
tímabundnu dvalarleyfi sem náms-
maður. Sumarið 2005 fluttu þau loks
til Bandaríkjanna, þar sem þau búa
nú um stundir.
„Tæpu ári eftir að við fluttum til
Bandaríkjanna, þá kom kona heim til
foreldra minna, hún kynnti sig ekki
en sagðist vera frá Útlendingastofn-
un. Hún var að spyrja þau hvort Son-
ja byggi ennþá hér á landi. Mér leið
eins og ég væri kominn inn í skáld-
sögu, svona atburðarás passaði ekki
við íslenskan veruleika.
Svikin af ríkinu
Áform hjónanna voru að búa á Ís-
landi og segir Kári að sér finnist sárt
til þess hugsa að hafa ekki getað tek-
ið ákvörðun um búsetu sína sjálfur. Í
dag eru þau bæði orðin eldri en tut-
tugu og fjögurra ára gömul, en hafa
ekki í hyggju að snúa heim á næst-
unni. „Í sannleika sagt, þá er ég enn-
þá bitur og reiður yfir þessu máli og
mér leið eins og ég hefði verið svik-
inn af ríkinu. Ég er íslenskur ríkis-
borgari og ég hélt að það væri ein-
hvers virði. Þessi lög voru sett með
þeim formerkjum að þau áttu að
hindra nauðungarhjónabönd og það
er ekki gaman að verða fyrir barð-
inu á þannig lögum. Það má líkja því
við að vera tekinn fyrir glæfraakstur
þegar maður labbar yfir gangbraut á
rauðu ljósi.“
Eftir að hafa ítrekað fengið rang-
ar upplýsingar frá Útlendingastofn-
un ákváðu hjónin að þau myndu ekki
reyna meira. „Okkur var sagt í upphafi
að við myndum ekki lenda í þessari
tuttugu og fjögurra ára reglu og hefði
manni látið sér detta í hug að eitthvað
þessu líkt myndi gerast þá hefðum við
auðvitað strax fengið okkur lögmann.
Okkur fannst bara svo sjálfsagt að við
gætum búið hér á landi.“
Reiður yfir óréttlætinu
Á sama tíma og Sonju var synj-
að um dvalarleyfi á Íslandi var mál
Said Hassans sem vísað hafði ver-
ið úr landi í hámælum. „Þegar mál-
ið var tekið upp á Alþingi svaraði
Björn Bjarnason þannig að hann
rægði þessa tvo menn, sakaði þá um
að vera glæpamenn. Það hélt okkur
frá því að fara í fjölmiðla með málið
á sínum tíma. Ég sé mjög mikið eftir
því í dag.“
Hann segir að eftir meðferðina
sem Sonja fékk hér á landi, hafi ekki
hvarflað að þeim að reyna sækja um
undanþágu fyrir ríkisborgararétt fyr-
ir hana.
Þau hafa fylgst náið með frétta-
flutningi af máli tengdadóttur Jónínu
Bjartmarz, sem fékk ríkisborgararétt
eftir fimmtán mánaða dvöl hér á
landi. „Þegar ég heyrði þessar fréttir,
þá var eins og ég hefði verið löðrung-
aður í andlitið. Ég fæ hnút í magann
yfir þessu óréttlæti.
miðvikudagur 9. maí 20072 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Kári Tulinius Sonja Buckingham
Luciu Celeste Molina
Sierra
Fæ hnút í magann
yFir óréttlætinu
VaLgeiR ÖRn RagnaRSSon
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
„Mér leið eins og ég
væri kominn inn í skáld-
sögu, svona atburða-
rás passaði ekki við ís-
lenskan veruleika.“
Kári Tulinius og Sonja Buckingham „Okkur var sagt í upphafi að við myndum ekki
lenda í þessari tuttugu og fjögurra ára reglu og hefði manni látið sér detta í hug að
eitthvað þessu líkt myndi gerast þá hefðum við auðvitað strax fengið okkur lögmann.“
Stjórnin fallin
Ríkisstjórnin er fallin sam-
kvæmt skoðanankönnun Capac-
ent sem birt var í gær. Samkvæmt
könnuninnni hefur Sjálfstæð-
isflokkur 38,4 prósenta fylgi og
Framsóknarflokkurinn 9,8 pró-
sent, samtals 48,2 prósent at-
kvæða.
Samfylkingin sækir í sig veðrið
og fær 27,1 prósent, Vinstri-græn-
ir mælast með sextán prósent og
Frjálslyndi flokkurinn með 5,3
prósent. Enn rekur Íslandshreyf-
ingin lestina með 2,9 prósent, en
hefur þó bætt við sig tæpu einu
prósenti frá því í fyrradag.
Fimmtíu of hratt
Fimmtíu og einn ökumað-
ur var tekinn fyrir hraðakstur í
umdæmi lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu um síðustu helgi.
Þetta voru tíu konur og fjörutíu og
einn karlmaður en allir úr þessum
hópi eiga sekt yfir höfði sér. Að
auki mega nokkrir búast við öku-
leyfissviptingu.
Konurnar eru á aldrinum 23 til
56 ára en hjá körlunum voru tveir
aldurshópar áberandi. Fjórtán eru
á þrítugsaldri og ellefu eru yngri
en 20 ára. Í hópi yngstu ökumann-
anna eru fimm piltar sem eru 18
og 19 ára og sex eru 17 ára. Einn
þessara 17 ára pilta var tekinn í Ár-
túnsbrekku en bíll hans mældist á
135 km hraða.
Karpa um lóð í
Vatnsmýrinni
„Ég er mjög hissa á þessu,“
segir Jón Gunnar Ottósson, for-
stjóri Náttúrufræðistofnunar Ís-
lands, um þá ákvörðun Vilhjálms
Vilhjálmssonar borgarstjóra og
Þorgerðar Katrínar Gunnars-
dóttur menntamálaráðherra að
úthluta Listaháskóla Íslands lóð í
Vatnsmýrinni.
„Þetta er ósköp einfalt. Á
deiliskipulagi sem samþykkt var
þann 28. september 1999 stend-
ur að lóðin sé ætluð undir Nátt-
úrufræðistofnun. Ef menn ætla
að breyta þessu þá þarf málið að
fara í nýjan skipulagsferil,“ segir
Jón Gunnar.
Borgarstjóri sagði í gær að
Náttúrufræðistofnun hafi engin
fyrirheit um lóðina og að ráðstöf-
unin væri gerð í fullu samráði við
Háskóla Íslands. Vinstri-græn
segja málið vera hneyksli.
Björk Vilhelmsdóttir
Ekki haldinn fundur í þrettán mánuði
„Fundur sem verða átti í nefnd-
inni í júní í fyrra var afboðaður og
síðan hefur ekki verið haldinn fund-
ur og því þrettán mánuðir frá síð-
asta fundi. Ég held að nefndarmenn
ættu allavega að koma saman til að
loka starfinu áður en skipunartím-
inn rennur út,“ segir Björk Vilhelms-
dóttir um starf fjölskyldunefndar
ríkisstjórnarinnar og bætir við að
væntingar hafi verið gerðar til nefnd-
arstarfsins.
„Ég vinn náið með Björk í borg-
inni og hún hefur ekki haft áhyggjur
af þessu síðustu vikur og mánuði.
Mér finnst það sérstök tímasetning
að óska eftir fundi nú fjórum dög-
um fyrir kosningar til að fara yfir
stefnu Samfylkingarinnar í málefn-
um barna og unglinga,“ segir Björn
Ingi Hrafnsson, formaður nefndar-
innar. Hann segist hafa skýrt Björk
frá því að hann hafi rætt við for-
sætisráðherra og að áætlað sé að
nefndin haldi áfram störfum eft-
ir kosningar verði Geir H. Haarde
forsætisráðherra eftir kosningar.
Ástæður fyrir því að ekki hafi ver-
ið haldinn fundur í þrettán mánuði
segir Björn Ingi vera breyttar að-
stæður frá því að nefndin var skip-
uð. Nýr maður sé kominn í forsæt-
isráðherrastólinn og hann sjálfur
ekki lengur aðstoðarmaður í for-
sætisráðuneytinu heldur kominn í
borgarstjórn.
Björk segir Samfylkinguna hafa
gert aðgerðaráætlun í sextíu liðum
um hvernig bæta megi hag barna
landsins. Henni finnst lítið hafa ver-
ið fjallað um í nefndinni annað en
skólabúninga og þar hafi ekki einu
sinni verið gefin ákveðin lína heldur
skólum og foreldrafélögum frjálst
að ákveða hvernig vilji er til að hátta
þeim málum. Björk segir undarlegt
eftir allar stóryrtu yfirlýsingarnar
um tímamótavinnu sem fjölskyldu-
nefndin átti að skila að starf hennar
hafi nánast lognast út af. hrs@dv.is
Björk Vilhelmsdóttir Björk vill koma hugmyndum sínum og Samfylkingarinnar á
framfæri við fjölskyldunefndina. Formaður nefndarinnar undrast tímasetningu Bjarkar.
Sakaðir um
fölsun
Formaður Framsóknarfélags
Vestmannaeyja, Sigurður E. Vil-
helmsson, sakar bæjarstjórnina
um að breyta fundargerð bæjar-
stjórnar eftir að hún var samþykkt.
Á eyjum.net kemur fram að deilan
snúist um að bærinn hafi gengið
í ábyrgð fyrir Áhugafélagið Húsið
fyrir rúma milljón króna. Sá liður
fundargerðarinnar var flokkaður
sem trúnaðarmál og segir Sigurð-
ur að henni hafi verið breytt áður
en hún var birt.