Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 39
DV Helgarblað Föstudagur 11. maí 2007 39 Væg en Víðtæk truflun þannig að hún verður sljó af þessum lyfjum, en það er oftast háð skömmt- um lyfjanna, sem maður reynir þá að lækka, eða jafnvel skipta um lyf,“ seg- ir Einar. „Flestir sem ég hef verið að meðhöndla finnst þeir hafa fundið sig aftur eða segja „nú er gamli/gamla ég kominn aftur“. Fólkinu finnst það vera aftur orðið eins og það var þeg- ar það var upp á sitt besta. Lyfin sem notuð eru við geðhvörfum II eru al- mennt ekki slævandi. Geðhvörf II eru ekki banvænn sjúkdómur, en tíðni sjálfsvíga hjá þeim hópi er þó vænt- anlega hærri en gengur og gerist. Það gerist líklegast þá helst þegar fólk fer í það ástand sem við getum kallað „vonda uppsveiflu“. Það er þegar all- ar neikvæðu þunglyndishugsanirnar eru þarna ennþá, en hugurinn verð- ur ör, hugsanirnar hraðar, margar ráðagerðir spretta upp og þá er eng- in, eða minni, fyrirstaða að svipta sig lífi. Af þeim sökum meðal annars eru lyfin mikilvæg. Í jákvæðri uppsveiflu á fólk það til að kaupa eitthvað sem það hefur alls ekki efni á, margir fá beinlínis kaupæði og fólk safnar oft skuldum í slíku ástandi. Fólk með geðhvörf I kaupir oft dýrari hluti en fólk með geðhvörf II, eins og hús og bíla, en líklega er algengast að konur kaupi föt og karlar græjur.“ En virka þau lyf sem eru á mark- aðnum nógu vel á geðhvörfin? „Mörg þeirra gera það, en ástæð- an fyrir því að íslenskir læknar eru sagðir nýjungagjarnir þegar kemur að lyfjum er einfaldlega sú að við erum ekki með lyf sem skila nógu góðum árangri,“ svarar Einar. „Þess vegna erum við sífellt að prófa ný lyf og það má teljast jákvætt. Ég hef séð andstæðuna, þar sem menn hanga í gömlu lyfjunum hvort sem þau virka eða ekki. Það er hald- ið í þau vegna þess að þau hafa „oft“ virkað, oft með mjög erfiðum aukaverkunum fyrir sjúklingana. Stundum eru aukaverkanirnar jafn mikið eða meira vandamál en það sem lyfið átti að lækna. En stað- reyndin er sú að við erum ekki að ná nægilegum árangri nema með hluta af okkar sjúklingum með þeim lyfjum sem við höfum í dag og þess vegna eru íslenskir læknar oft fljótir að prófa ný lyf. Mín nið- urstaða hefur orðið sú varðandi geðhvörf II að ég nota eitt, tvö eða þrjú lyf, eftir því hvernig viðkom- andi batnar. Langflestir þurfa að minnsta kosti tvö lyf, oftast í mjög lágum skömmtum, og þá eru yfir- leitt engar aukaverkanir.“ Bípólar viðbrögð við Danske Bank Þegar Einar er spurður hvort hann geti dregið upp mynd af manneskju með geðhvörf II svar- ar hann: „Það er margt hægt að nefna fyrir utan þær geðsveiflur sem sjúk- dómurinn er kenndur við. Þessum sjúkdómi fylgir til dæmis nokkuð oft væg paranoja eða aðsóknar- hugmyndir. Fólk missir sjaldnast jarðsambandið á þann hátt að það haldi að erlendar leyniþjónustur fylgist með því, en það upplifir hins vegar stundum að aðrir séu á móti því og séu að vinna gegn því. Það er til dæmis fróðlegt að velta fyrir sér viðbrögðum við greiningu Dans- ke Bank á íslenska efnahagslífinu. Þar komu fram dæmigerð bípól- ar persónuleika viðbrögð: Dans- ke Bank var á móti okkur - það var paranojan. Ástæðan var sú að Danir öfunda okkur. Við erum svo merkileg þjóð að aðrir hljóta að öf- unda okkur, sem er stórmennsku- hugsun. Greining Danske Bank á danska efnahagslífinu var heldur ekki góð og hverja öfunduðu Dan- ir þá? Er ef til vill um „sjálfsöfund“ að ræða? Svona getur þeim liðið sem er í uppsveiflu. Viðkomandi upplifir sig svo merkilegan að þeg- ar aðrir reyna að leiðbeina hon- um og segja honum hvernig hann hegðar sér, flokkar hann það und- ir öfundsýki þeirra. Í uppsveiflunni er erfitt fyrir fólk að hugsa skýrt og skoða málin nánar: Hvað er við- komandi að gagnrýna, hvað var hann að segja um mig og hvað get ég lært af því? Sá sem er með skert mótlætisþol fer hins vegar gjarnan í að skjóta sendiboðann, hann tel- ur sig vita að fólk sé að vinna gegn honum, fólki er ekki treystandi. Í niðursveiflunni snýst þetta oftast alveg við. Þá upplifir hinn veiki að allir nema hann séu að standa sig vel.“ Flótti hefur bjargað fleiri mannslífum en nokkur hetjudáð En er í alvöru talað ekki eðlilegt að maður sé ekki alltaf hress? Hvað með þegar fólk hefur einfaldlega svo miklar fjárhagsáhyggjur að þær eru að buga fólk? „Já, það er gott að þú nefnir fjárhagsáhyggjur. Þær eru ótrúlega slítandi fyrir sálina og liggja raun- verulega eins og mara á mörg- um. Því samviskusamara sem fólk er, því verr þolir það þær. Það að skulda er miklu erfiðara fyrir sam- viskusaman einstakling en hina.“ Og er þá ekki bara eðlilegt að maður vilji loka að sér einn dag í viku, slökkva á símum og lesa reyf- ara?! „Jú, það getur verið mjög eðli- legt, enda hefur flótti bjargað miklu fleiri mannslífum en nokk- ur hetjudáð. Hið almenna viðmið er líðan viðkomandi; hversu mik- ið manneskjan þjáist. Í þessum hópi fólks með geðhvörf II er lang- stærsti hópurinn að standa sig vel í samfélaginu en líður ekki nógu vel. Mér finnst eðli ástandsins skipta máli, ekki síður en hversu lengi viðkomandi hefur verið í því. Meðferðin veltur líka á því.“ Leggja sjálfa sig í einelti Einar segir að nokkuð auð- velt sé að greina sjúkdóminn og oft blasi hann við þegar fólk leitar læknis. „Stundum veit viðkomandi af því að sveiflurnar eru of mikl- ar til að teljast eðlilegar. Sum- ir sveiflast oft í viku og líður illa með það. Væntanlega eru í þess- um hópum einstaklingar sem þjást það lítið að þeim finnst þeir ekki þurfa hjálp og finnst þeir ekki hafa vandamál og dettur það í raun ekki í hug. Þeir sem verst eru staddir eru yfirleitt komnir í áfengi eða önnur vímuefni. Flest- ir þeirra sem eru með geðhvörf eru með lágt sjálfsmat. Þeir eru margir að vinna sigra en geta ekki notið þeirra. Viðhorfið er: „Það getur ekki verið merkilegt úr því ég gat þetta.“ Þeir leggja sjálfa sig í einelti, þeir hrósa sér sjaldan eða aldrei, þótt aðrir hrósi þeim. Þeir vantreysta jafnvel hrósi sem þeir fá. Þetta getur auðvitað snúist við í uppsveiflu.“ annakristine@dv.is „Við eigum væntanlega öll misjafna daga, en spurning- in er hversu mikil vanlíðanin er. Þegar fólk vaknar dap- urt eða kvíðið eftir að hafa átt góðan dag er það mögu- lega með geðhvörf. Eftir uppsveiflu getur fallið verið bratt. Manneskja sem er kát og glöð einn daginn en segir ekki orð þann næsta er mjög líklega með geðhvörf II. Þetta er væg en víðtæk truflun í flestum tilfellum.“ Það er nokkuð sérkennilegt hvað fólki finnst gaman að tala um sjúkdóma. Það keppist hver um annan þveran að segjast vera með þennan eða hinn sjúkdóminn og þeim sem finna hvergi til finnst þeir oft vera út undan á kaffihúsunum. Lítum á nokkra sjúkdóma sem hafa lent inni á vinsældalistum í sjúkdómatali: ÓynDi Hver man ekki eftir Prozac? önnur hver manneskja þjáðist af kvíða og þunglyndi, fór á Prozac og sólin brosti á ný. Nú segjumst við vera með bipolar eða hreinlega að við þjáumst af óyndi. Langflottast er þó að slá um sig með latneska heitinu dystymia... Hvað varð um BakFLæðið? Hvað varð um alla bakflæðissjúklingana? Það voru bókstaflega allir með bakflæði fyrir nokkrum árum og borðuðu Nexium-töflur eins og smarties. Hystería ekki Lengur tiL Einu sinni var sagt hikstalaust að fólk væri bara „hysterískt“ eða „móðursjúkt“. Það er ekki sagt lengur. í fyrra var enginn með vírus, en nú eru mjög margir með vírus. Hvað þýðir það? ristruFLanir rísa Hátt ristruflarnir rísa ennþá hátt á listanum yfir umtalaða sjúkdóma. Hver hefur ekki fengið tvö til þrjú bréf á dag þar sem boðið er upp á Viagra á góðu verði? (sýnist á netpóstinum að konur fái fleiri slík bréf en karlmenn). Það þykir mjög flott að vera með ristruflanir og helst að segja frá því opinberlega. Ég er með æ Bí ess! Vefjagigt er líka í tísku og þá er betra að segjast vera með „fibrómíalgíu“, hljóm- ar betur. svo er felmturröskun alveg inni á listanum ennþá sem og síþreyta – eða „burn out syndrome“. Og órólegi ristillinn, hann er ekki á leiðinni út. Það er hins vegar eitthvað svo óaðlaðandi við orðið „ristill“ að við ættum heldur að nota am- eríska nafnið, Irritable Bowel syndrome, skammstafað IBs: „Hæ, heldurðu að ég sé ekki með IBs!“ Flottast auðvitað að segja þetta alveg á amerískunni, Æ Bí Ess. aðrir sjúkdómar sem komu sterkir inn á listann í fyrra en virðast vera að fjara út núna eru athyglisbrestur og ofvirkni hjá fullorðnum og svo spennuhöfuðverkur. Tískusjúkdómsgreiningar einar guðmunDsson geðLæknir Hefur haft til meðferðar hundruð manns sem væntanlega eru haldin geðhvörfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.