Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 41
DV Ættfræði föstudagur 11. maí 2007 41 Framvegis mun DV birta tilkynning- ar um stórafmæli, afmælisbörnum að kostnaðarlausu. Tilkynningarnar munu birtast á ættfræðiopnunni sem verður í helgarblaði DV á föstudög- um. Með stórafmælum er hér átt við 40 ára, 50 ára, 60 ára, 70 ára, 75 ára, 80 ára, 85 ára, 90 ára, 95 ára og 100 ára afmæli. Þær upplýsingar sem hægt er að koma á framfæri í slíkum tilkynn- ingum eru nafn afmælisbarnsins, fæðingardagur þess og ár, starfsheiti, heimilisfang, nafn maka, starfsheiti maka, nöfn barna (án fæðingardags, starfsheitis eða maka), nöfn foreldra afmælisbarnsins og tilkynning um gestamóttöku eða önnur áform varð- andi afmælisdaginn. Á hverjum föstudegi verða birtar slíkar tilkynningar um þá sem eiga afmæli á föstudeginum sem blaðið kemur út á til fimmtudags í vikunni á eftir. Þannig verða tilkynningarnar um afmæli á sjálfum útgáfudeginum og næstu viku fram í tímann. Senda skal afmælistilkynningar á netfangið kgk@dv.is. Tilkynningarn- ar verða að berast blaðinu eigi síðar en kl. 15 á miðvikudegi. Það er afar brýnt að þeim fylgi skýr andlitsmynd af afmælisbarninu. AfmælistilkynningAr á ættfræðisíðu MAÐUR VIKUNNAR Veisla í miðborginni Veislukompaníið er alhliða veislu- og fundaþjónusta, nýr og spennandi valkostur í miðborginni. Þú gengur að fyrsta flokks húsnæði með öllum tæknibúnaði, frábærum veitingum og þjónustu á besta stað í bænum. Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is GStarfsferill Garðar Thór fæddist í Reykjavík 2.5. 1974. Hann var í Álftamýrarskóla, lauk stúdentsprófi frá MH 1993, stundaði tónlistarnám frá tíu ára aldri, lærði á kornett hjá Jóni Sigurðs- syni í Tónlistarskólanum í Reykjavík, hóf söngnám sitt í Söngskólanum í Reykjavík 1993 hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og lauk þaðan prófum fjórum árum síðar. Eftir það stund- aði hann nám við Hochschule für darstellende Kunst und Musik í Vín- arborg, sótti einkatíma hjá André Or- lowitz í Kaupmannahöfn og stund- aði nám við óperudeild Konunglega tónlistarháskólans í Lundúnum. Garðar Thór hefur komið víða fram og haldið einsöngstónleika, sungið í söngleikjum, óratoríum og óperum hér heima, í Færeyjum, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Ung- verjalandi, Rússlandi, Þýskalandi, Ít- alíu, Írlandi, Bretlandi og í Ameríku. Fjölskylda Unnusta Garðars Thórs er Tinna Lind Gunnarsdóttir, f. 18.8. 1979, nemi við Listaháskóla Íslands. Hún er dóttir Gunnars Þórs Jónssonar, f. 1.5. 1952, rafvirkjameistara í Reykja- vík, og Sveinbjargar Pálsdóttur, f. 14.6. 1953, bankastarfsmanns. Systkini Garðars Thórs eru Sigrún Björk Cortes, f. 21.12. 1963, kennari, en maður hennar er Björgvin Þór- hallsson skólastjóri; Nanna Maria Cortes, f. 3.1. 1971, óperusöngkona, en maður hennar er Svein Erik Sag- braaten óperusöngvari; Aron Axel, f. 25.9.1985, söngnemi, en kona hans er Anna Veronika Bjarkadóttir dýra- læknanemi. Foreldrar Garðars Thórs eru Garðar Cortes, f. 22.9. 1940, óperu- söngvari og skólastjóri Söngskólans í Reykjavík, og kona hans, Krystyna Cortes, f. 31.7. 1948, píanóleikari. Ætt Krystyna er dóttir Wladyslaws Blasiak, myndhöggvara í Kings Lang- ley á Englandi, sem var pólskur í föð- urætt en ítalskur í móðurætt, son- ur Adams og Zofiu Blasiak. Móðir Krystynu er Beryl Blasiak listmálari, dóttir Ethelar og Williams Chand- lers, garðyrkjumanns í Kings Langley á Englandi. Garðar Cortes er sonur Axels Cortes, feldskera í Reykjavík Em- anuelssonar Cortes, yfirprentara í Reykjavík Péturssonar Cortes, kop- arsmiðs í Stokkhólmi. Móðir Axels var Björg Jóhannesdóttir Zoega, tré- smiðs í Reykjavík Jóhannessonar Zoega, útgerðarmanns í Reykjavík, bróður Tómasar, afa Geirs Hallgríms- sonar forsætisráðherra. Jóhannes var sonur Jóhannesar Zoega, glerskera í Reykjavík Jóhannessonar Zoega, fangavarðar í Reykjavík, frá Sles- vík, af ættinni Zuecca, höfðingjaætt gyðinga á eyjunni Giudecca í Fen- eyjum. Móðir Jóhannesar útgerð- armanns var Ingigerður Ingimund- ardóttir, systir Helgu, langömmu Haralds, föður Matthíasar Johann- essen skálds og fyrrv. Morgunblaðs- ritstjóra. Helga var einnig langamma Franz, föður Hans G. Andersen sendiherra. Móðir Bjargar var Guð- rún Jónsdóttir, b. í Starkaðarhúsum í Flóa Ingimundarsonar, b. í Norð- urkoti í Grímsnesi Jónssonar. Móðir Ingimundar var Guðrún Snorradótt- ir, b. í Kakkarhjáleigu í Stokkseyrar- hreppi Knútssonar, og konu hans, Þóru Bergsdóttur, b. í Brattsholti Sturlaugssonar, ættföður Bergsætt- arinnar. Móðir Guðrúnar var Sig- ríður Sigurðardóttir, skipasmiðs á Hjallalandi á Álftanesi Sigurðssonar, og k.h., Guðrúnar Jónsdóttur, silfur- smiðs á Bíldsfelli Sigurðssonar, ætt- föður Bíldsfellsættar, föður Þorvarð- ar, langafa Ingimundar, afa Jóhönnu Sigurðardóttur alþm. Móðir Garðars eldri var Kristj- ana Jónsdóttir, trésmiðs í Reykjavík Magnússonar, b. á Lágum í Ölfusi Jónssonar. Móðir Magnúsar var Guð- rún, systir Magnúsar, b. á Litla-Landi í Ölfusi, langafa Ellerts Schram, fyrrv. forseta ÍSÍ. Magnús var einnig langafi Magnúsar H. Magnússonar, fyrrv. ráðherra, föður Páls útvarps- stjóra. Guðrún var dóttir Magnúsar, b.á Hrauni í Ölfusi, bróður Jórunnar, langömmu Salvarar, móður Hannes- ar Hólmsteins Gissurarsonar próf- essors. Jórunn var einnig langamma Steindórs, hjá Bílastöð Steindórs, afa Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Magnús var sonur Magnúsar, b. í Þorlákshöfn Beinteinssonar, lrm.á Breiðabólstað í Ölfusi Ingimundar- sonar, b. í Hólum í Stokkseyrarhreppi Bergssonar, bróður Þóru í Kakkar- hjáleigu. Móðir Guðrúnar var Guð- rún Halldórsdóttir, b. á Lágum í Ölf- usi Böðvarssonar, bróður Arnheiðar, móður Böðvars Magnússonar á Laugarvatni, afa Eddu Guðmunds- dóttur, konu Steingríms Hermanns- sonar, fyrrv. forsætisráðherra. Móðir Halldórs var Guðrún Halldórsdótt- ir, b. á Reyðarvatni Guðmundsson- ar, og Ingibjargar Halldórsdóttur, b. í Þorlákshöfn Jónssonar. Móðir Ingi- bjargar var Guðbjörg Sigurðardótt- ir, systir Jóns, afa Jóns forseta. Systir Guðbjargar var Salvör, amma Tóm- asar Sæmundssonar Fjölnismanns. Móðir Guðrúnar var Sigríður Eiríks- dóttir, b. á Litla-landi Ólafssonar, og Helgu Jónsdóttir, b. á Vindási á Landi Bjarnasonarættföður Víkingslækja- rættar Halldórssonar. Móðir Kristjönu var Kristj- ana Friðjónsdóttir, b. á Laugum í Hvammssveit Sæmundssonar. Móðir Friðjóns var Guðrún Guð- mundsdóttir, skipasmiðs á Hóli í Hvammssveit Ormssonar, b. ættföð- ur Ormsættarinnar Sigurðssonar, langafa Snæbjarnar í Hergilsey, afa Snæbjarnar Jónassonar vegamála- stjóra. Móðir Guðrúnar var Margrét, systir Finns, afa Ásmundar Sveins- sonar myndhöggvara. Margrét var dóttir Sveins, b. í Neðri-Hundadal í Miðdölum Finnssonar og Guðrún- ar Guðmundsdóttur, systur Þórdís- ar, langömmu Ragnheiðar, móður Snorra Hjartarsonar skálds. Garðar Thór Cortes stórsöngv- ari hefur heldur betur verið að slá í gegn í Bretlandi eins og al- þjóð veit. Tónlistardiskur hans sem kom út á vegum Believer og Universal þann 16. apríl var í tvær vikur í fysta sæti á lista yfir klassíska tónlistardiska í Bretlandi. Þá hefur Garðar fengið frábærar viðtökur á tón- leikum í Bretlandi og fengið mikla og lofsamlega umfjöllun í stórblöðum og tónlistartíma- ritum. Garðar Thór Cortes óperusöngvari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.