Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Síða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Síða 57
Skilur gullið frá draslinu Bandarísku ólíkindatólin í hljómsveitinni Rage Against The Machine er komnir aftur eftir sjö ára fjarveru. Sögusagnir um að hljóm- sveitin sé á leið í hljóðver á nýjan leik eru komnar á kreik. Endurkoma þeirra á Coachella hátíðinni í síðasta mánuði þótti mögn- uð. Fjórir tónleikar hafa þegar verið skipulagðir og er sveitin sögð vera á leið í tónleikaferð um heim- inn. Bandaríska sveitin Rage Against The Machine er komin aftur sam- an. Hljómsveitin fór mikinn all- an tíunda áratug síðustu aldar, gaf út breiðskífur á borð við Evil Empire, Battle of Los Angeles og seldu milljónir platna um all- an heim. Árið 2000 lagði þessi róttæka sveit upp laupana og stofnuðu meðlimir sveitarinn- ar að Zack de la Rocha undan- skyldum, hina bitlausu sveit Audioslave, sem nú hefur liðið undir lok. Eftir mörg árangurslaus boð um að koma saman aftur, samþykkti Rage Against The Machine loks að koma fram á Coachella tónleikahátíðinni sem fram fór í síðasta mánuði í Kaliforníu. Meðlimir sveitarinn- ar létu hafa það eftir sér í viðtali að ein af ástæðunum fyrir end- urkomunni væri síðasta til- raun þeirra til þess að fella stjórn George W. Bush forseta. Grátið og faðmast Viðmælandi DV lýsti endurkomu tón- leikum Rage Against The Machine sem tilfinningaþrungnu kvöldi, áhorfendur hafi sýnt allar til- finningar, grátið, hlegið og faðmast. Tónleikarnir þóttu heppnast vel og mátti sjá á andlitum sveitarmanna að þeir nutu þess að spila saman, en sögur um ósætti á milli de la Rocha og Tom Morello, gítarleikara hafa lengi verið uppi. „Rétta þarf yfir ríkisstjórn Bandaríkjanna, hengja þá og skjóta þá. Þá þarf að meðhöndla á sama hátt og stríðsforingja nasista,“ sagði de la Rocha við mikinn fögnuð tónleika- gesta. Ný plata í vændum? Tónleikarnir á Coachella hátíðinni áttu upphaflega að vera einu tónleik- ar í endurkomu sveit- arinnar. Nú hafa fjórir tónleik- ar verið skipu- lagðir á næst- unni og hávær orðrómur er uppi um að stórt heimstón- leikaferðalag sé í vændum. Tom Morello hefur einnig gefið í skyn að hljómsveitin kunni að vera á leið í hljóðver á næstu mánuðum. „Endurkoma okkar er ekki bundin í fortíðarþrá, tónlist og boðskapur okkar hafa sjaldan verið jafn mikið í anda líð- andi stundar og einmitt nú.“ valgeir@dv.is SÍÐASTA TILRAUNIN TIL ÞESS AÐ FELLA BUSH DV Helgarblað föstudagur 11. maí 2007 51

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.