Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 40
Atlaga gegn Hannibal og Jóni Baldvin Nú eru nákvæmlega fjörutíu ár frá deilunum milli Hannibalista og kommúnista í Alþýðubandalaginu í aðdraganda alþingiskosninganna í júní 1967. Prófkjör voru þá ekki kom- in til sögunnar og því allir framboðs- listar ákveðnir af uppstillinganefnd- um. Uppstillinganefndin í Reykjavík náði ekki saman um lista og bar mikið á milli. Meirihluti uppstillinganefnd- ar setti því saman málamiðlunarlista sem stóð til að yrði samþykktur á al- mennum félagsfundi. Þegar á fundinn kom höfðu félagar úr gamla Sósíalista- félaginu smalað á hann og samþykktu þeir með yfirgnæfandi meirihluta framboðslista sem minnihluti upp- stillingarnefndar gerði nú tillögu um. Sá framboðslisti var engin málamiðl- un heldur einstefna og pólitískt sam- særi. Þar vakti mesta athygli, að syni Hannibals, Jóni Baldvin, sem hafði verið settur í fjórða sætið á málamiðl- unarlistanum, var nú úthýst, sem og öðrum frjálslyndum sem ekki voru í náðinni hjá gömlu kommunum. Kosningabandalagið Alþýðubandalag Sem verkalýðssinni og forseti Al- þýðusambands Íslands, en brottrek- inn úr Alþýðuflokki, hafði Hannibal stofnað til kosningabandalags við Sósíalistaflokkinn – sameiningarflokk alþýðu, 1956. Kosningabandalagið var nefnt Alþýðubandalag og var Hanni- bal formaður þess á meðan á samstarf- inu stóð eða til 1968. Þetta samstarf var upphaflega nokkurs konar andsvar við „Hræðslubandalagi“ Alþýðuflokks og Framsóknarflokks og helgaðist ekki síst af því að Hannibal hafði verið her- námsandstæðingur og NATO-and- stæðingur. En þegar haft er í huga að Hannibal var alla tíð mjög eindreginn andstæðingur kommúnista, má furðu sæta að samstarfið hafi gengið þokka- lega í rúman áratug. En nú var hansk- anum kastað og komið að uppgjöri. Deilur Hannibals og gömlu komm- anna í Alþýðubandalaginu 1967, minna okkur á tvennt öðru fremur: Annars vegar endalausa flokkaklofn- inga í sápuóperustíl á vinstri vængn- um allt frá stofnun Kommúnistaflokks- ins 1930, og hins vegar á einstakan og ótrúlegan stjórnmálaferil Hannibals Valdimarssonar. Kommúnistaflokkurinn 1930 Reyndar var klofningur Alþýðu- flokksins við stofnun Kommúnista- flokks Íslands, 1930, ekki hefðbundinn flokkaklofningur heldur endapunktur á langri þróun sem enginn mann- legur máttur gat spornað við. Skipt- ing verkalýðssinna og vinstri manna í kommúnista og lýðræðissinnaða jafn- aðarmenn, var djúpstæð, hugmynda- fræðileg og alþjóðleg, og hlaut að eiga sér stað hér á landi sem annars stað- ar. En öðru máli gegndi um það þeg- ar kratar tóku að rápa á milli þessarra flokka. Héðinn 1938 Klofningur Alþýðuflokksins 1938, er Héðinn Valdimarsson og félagar hans gengu til liðs við kommúnista við stofnun Sósíalistaflokksins – sam- einingarflokks alþýðu, var dramatískt uppgjör sem lék marga grátt, Alþýðu- flokkinn, formann hans og ýmsa sem þá kvöddu flokkinn. Formaður flokks- ins, Jón Baldvinsson, lést í kjölfarið og flokkurinn missti þá mikilvæg ítök sín í verklýðshreyfingunni. Í formannstíð Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar næstu fjórtán árin, missti flokkurinn sambandið við grasrót- ina og varð í síauknu mæli að lokaðri kerfisstofnun, fámennrar klíku. Þetta skrifast að hluta til á reikning flokks- forystunnar en er auk þess skiljanlegt í ljósi þeirrar staðreyndar að Alþýðu- flokkurinn átti langvarandi aðild að sósíalískum miðstýringa- og hafta- stjórnum á árunum 1934-39 og 1944- 50 sem eðli málsins samkvæmt spilla flokkum sínum og stjórnarherrum. Hannibal 1954–56 Öllum að óvörum tókst Hanni- bal Valdimarssyni að fella Stefán Jó- hann sem formann á flokksþingi Al- þýðuflokksins 1952. En Hannibal tókst ekki að skapa þann Alþýðuflokk sem hann dreymdi um. Tveimur árum síðar var Hannibal síðan felldur í for- mannskosningu og í kjölfarið bolað úr flokknum. Sú ákvörðun og stofnun Alþýðubandalagsins í kjölfarið, 1956, er því í rauninni þriðji klofningur Al- þýðuflokksins. Og síðan Vilmundur og síðan Jóhanna Hvað sem á endanum verður svo sagt um samskipti Hannibals og Al- þýðuflokksins, 1954–1956, er þó eitt ljóst: Alþýðuflokkurinn hélt áfram að klofna og Hannibal hélt áfram að kljúfa flokka. Vilmundur Gylfason klauf Alþýðuflokkinn er hann stofnaði Bandalag jafnaðarmanna 1983 þó þrír af þingmönnum Bandalagsins snéru heim til föðurhúsanna 1986. Þá klauf Jóhanna Sigurðardóttir Alþýðuflokk- innn með Þjóðvaka 1994. „Litli flokkurinn með langa nafnið“ En aftur að Hannibal og Alþýðu- bandalaginu 1967. Jón Baldvin grein- ir frá því í endurminningum sínum, Tilhugalífi, að þá bræður, Hannibal og Finnboga Rút (tengdaföður Styrm- is Gunnarssonar) hafi dreymt um að breyta hinu lausbeislaða framboðs- bandalagi sem kennt var við alþýðu í frjálslyndan jafnaðarmannaflokk sem síðar meir myndi sameinast Al- þýðuflokknum. En þetta gekk ekki eftir. Gömlu kommarnir í Sósíalista- félagi Reykjavíkur höfðu engu gleymt og voru ekki alveg á því að láta læðast með sig sofandi yfir í krataflokk. Þessa vegna rumskuðu þeir á Tónabíófund- inum. Eftirmálarnir urðu þeir að Hanni- bal hætti við framboð á Vestfjörðum og fór fram með sérlista Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík þar sem hann náði kjöri og fékk 3520 atkvæði. Í kjölfarið gekk hann úr Alþýðubandalaginu, og stofnaði, ásamt fleirum, Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna sem buðu fram í kosningunum 1971 og klufu þar með Alþýðubandalagið. Þegar stutt var í kosningar kom Hannibal þjóðinni enn á óvart eins og honum var einum lagið. Fjórum árum áður hafði hann hætt við fram- boð á Vestfjörðum og farið fram í Reykjavík en nú hætti hann skyndilega við Reykjavíkurframboð og fór fram á Vestfjörðum. Samtök frjálslyndra og vinstri manna urðu sigurvegarar í kosningunum 1971, fengu fimm þing- menn kjörna, felldu Viðreisnarstjórn- ina og komust í oddaaðstöðu við ríkis- stjórnarmyndun. Hanniböl! – Flokkakljúfar sjálfrar náttúrunnar! Hannibal var nú orðinn formað- ur síns þriðja stjórnmálaflokks og sat keikur með öll pólitísku trompspilin á hendi. En engu að síður áttu svo hann og Björn Jónsson eftir að leggja sitt að mörkum í því að kljúfa Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna og sprengja fyrri vinstristjórn Ólafs Jóhannessonar. Ástæðan var fyrst og fremst sú að þeir voru afhuga vinstri stjórn og vildu fremur ganga til samstarfs við Alþýðu- flokkinn og Sjálfstæðisflokkinn og framlengja þannig Viðreisnarstjórn. Um þetta leyti var nýtt þvottaefni auglýst sem „efnakljúfar sjálfrar nátt- úrunnar“. Útvarpsstjórar Matthildar, Davíð Oddsson, Hrafn Gunnlaugs- son og Þórarinn Eldjárn voru fljót- ir að snúa út úr þessari auglýsingu og breyta henni í Hanniböl, - flokkakljúfa sjálfrar náttúrunnar. Hannibal var einstakur afreks- og ævintýramaður í íslenskum stjórn- málum. Hann varð formaður þriggja stjórnmálaflokka en skorti herslu- muninn til að ná tökum á þessum flokkum sínum. Það er eitthvað skáld- legt við stjórnmálaferil hans, - eitthvað sem minnir á forlögin í Íslendingasög- unum. Þegar hann kom loks heim í Al- þýðuflokkinn að leiðarlokum, minnti hann á Steinar í Hlíðum undir Stein- hlíðum í Paradísarheimt, sem lagst hafði í löng ferðalög í leit að fyrirheitna landinu til þess eins að koma heim í lokin, sáttur við guð og menn. föstudagur 11. maí 200740 Ættfræði DV Merkir Íslendingar: ættfræði U m s j ó n : K j a r t a n G u n n a r K j a r t a n s s o n N e t f a n g k g k @ s i m n e t . i s Í fréttum var þetta helst... 10. maí 1967 Alþýðubandalagið klofnar fyrir kosningar Jón Sigurðsson á Gautlöndum f. 11. maí 1828, d. 26. júní 1889. Jón á Gautlöndum var líklega mesti bændahöfðingi Þingeyinga, fyrr og síðar. Hann fæddist á Gaut- löndum, sonur Sigurðar Jónsson- ar, bónda þar, og þriðju konu hans, Kristjönu Aradóttur húsfreyju. Þrálát kjaftasaga meðal ættfræðinga seg- ir að Ari hafi verið launsonur Skúla fógeta, hvað sem kann að vera hæft í því. Jón tók ungur við búsforráð- um á Gautlöndum og fór þar fyrir búi ásamt móður sinni. Hann þótti snemma framtaksamur bóndi, var mikill félagsmálamaður og naut alla tíð óskoraðs trausts Þingeyinga. Hann var hreppstjóri Skútustaða- hrepps 1857 - 1861 og 1864 - 1872 og síðar oddviti til æviloka, sýslunefnd- armaður og settur sýslumaður í tvö ár, var alþingismaður Þingeyinga 1858 - 1885 og þingmaður Eyfirðinga 1886 - 1889. Líklega hefur þó veiga- mesti þátturinn í félagsstörfum hans verið fólginn í formennsku fyrsta kaupfélagsins, Kaupfélags Þingey- inga. Jón var ekki nema sextíu og eins árs er hann lést og var þá á leið til þings. Hann var mörgum harm- dauði og mikið um hann skrif- að enda vinsæll með afbrigðum. Þrír synir Jóns urðu alþingismenn og tveir þeirra ráðherrar, Kristján Jónsson háyfirdómari sem var ann- ar ráðherra Íslands 1911 - 1912, og Pétur Jónsson, formaður Kaupfé- lags Þingeyinga og stjórnarformað- ur SÍS en hann var atvinnuráðherra 1920 - 1922. Jón var afi Steingríms Steinþórssonar forsætisráðherra og Haraldar Guðmundssonar atvinnu- málaráðherra. Þá var hann lang- afi Jóns Sigurðssonar, fyrrv. iðnað- ar- og viðskiptaráðherra og síðar aðalbankastjóra Norræna fjárfest- ingabankans og Málfríðar Sigurð- ardóttur, fyrrv. Alþingismanns, og langalangafi Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests og fyrrv. alþingis- manns. Kona Jóns var Sólveig, dóttir Jóns, ættföður Reykjahlíðarættar Þor- steinssonar, en sú ætt hefur lengi verið talin fjölmennasta ráðherraætt landsins. Ættfræði DV Kjartan gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is. Sérframboð Hannibalista í Reykjavík Það er nú orðið fullljóst að Alþýðubandalagið í Reykjavík mun ganga klofið til Alþingiskosninganna sem fram fara í næsta mánuði. Hannibal Valdimarsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, og stuðningsmenn hans, una ekki þeim framboðslista flokksins í Reykjavík sem samþykktur var á miklum átakafundi í Tónabíói í síðasta mánuði. Í samráði við félaga sína í Alþýðubandalaginu á Vestfjörðum, hefur Hannibal ákveðið að hverfa úr efsta sæti listans fyrir vestan í því skyni að leiða klofningslistann í Reykjavík Hannibal og Gylfi Hér heilsast gamlir vopnabræður eftir að Hannibal hafði sprengt Ólafíu, 1974. síðan urðu synir þeirra vopnabræður í sama flokki, Jón Baldvin Hannibalsson og Vilmundur gylfason. Hannibal Valdimarsson Líklega á enginn eftir að slá það met hans að verða formaður þriggja stjórnmálaflokka og kljúfa þá alla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.