Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 2
föstudagur 11. maí 20072 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Guðjón Ólafur Jónsson og Sæunn Stefánsdóttir notuðu bréfsefni Alþingis og létu
senda út 2.000 bréf á kostnað Alþingis, til að kynna opnun á kosningaskrifstofu Fram-
sóknar. Kostnaðurinn var 120 þúsund krónur. Skattgreiðendur þurfa að borga fyrir
kostnaðinn en ekki er heimilt að nota póstinn nema það tengist þingstörfum.
Létu ALþingi borgA
Tveir af þingmönnum Framsókn-
arflokksins, Guðjón Ólafur Jónsson
og Sæunn Stefánsdóttir, auglýstu
opnun kosningaskrifstofu sinnar
með því að senda boðsbréf til 2000
félagsmanna í Framsóknarflokkn-
um. Bréfið var ritað á bréfsefni Al-
þingis, fært í umslag Alþingis og
sent út á kostnað Alþingis.
Aðspurð telur Sæunn boðsend-
inguna fullkomlega eðlilega enda
rúmist hún innan heimilda þing-
manna til að kynna málefni sín
fyrir stuðningsmönnum sínum.
Ekkert óeðlilegt
„Efni bréfsins var meira en það
að kynna kosningaskrifstofu okkar.
Þingmenn hafa heimild til að vera
í sambandi við kjósendur og senda
bréf til stuðningsmanna sinna til
að kynna sínar áherslur. Ég álit
þetta vera hluta þeirrar heimildar
og ekki einsdæmi í þingsögunni,“
segir Sæunn. „Að mínu mati er
þetta fullkomlega eðlilegur liður í
því að vera í sambandi
við kjós-
end-
ur
og
inn-
an
heimildar þingmanna. Bréf-
ið var aðeins sent til okkar
stuðningsmanna í Reykja-
vík og að frumkvæði okk-
ar Guðjóns Ólafs. Í stað-
inn fyrir að senda tvö bréf
ákváðum við að sameinast
um þetta bréf.
Ekki rétt
Samkvæmt því bréfi
sem DV hefur undir hönd-
um þá er fólk aðeins
beðið um að taka þátt í
kosningabaráttu Fram-
sóknarflokksins. Ólíkt því
sem Sæunn segir í viðtali
þá er bréfið hluti af bar-
áttunni en ekki er minnst
á venjuleg þingstörf í því.
Samkvæmt þeim regl-
um sem gilda á Alþingi
fá þingmenn greiddan
póstkostnað en aðeins
ef það tengist þingstörf-
um þeirra. Sjálf segir Sæ-
unn ekkert að því að notast við
bréfsefni og póstþjónustu Al-
þingis á þennan hátt.
„Ég veit um fjölda slíkra
dæma hjá þingmönnum á
þessum vetri án þess að ég
sé þannig gerð að gefa upp
hverjir það eru,“ segir hún um
það sem hún segir viðtekin
vinnubrögð á Alþingi.
Rúmlega hundrað þúsund
Hvert bréf sem er sent í hús
kostar sextíu
krónur samkvæmt póst-
stimplinum á umslagi
því sem DV hefur undir
höndum. Því kostar það
hundrað og tuttugu þús-
und krónur að senda bréf-
in á tvö þúsund manns. Af
innihaldi umslagsins sem
DV hefur undir höndum er
ekki að sjá að það falli und-
ir almennar reglur Alþingis
um notkun bréfsefnis og út-
sendingu. Ef sú verður nið-
urstaðan að það sé í lagi að
senda slík bréf þá þurfa skatt-
greiðendur að greiða kostnað
kosningabréfs framsóknar-
mannanna, Guðjóns Ólafs og
Sæunnar.
Skrifstofustjóri Alþingis,
Helgi Benódusson, treysti sér ekki
til að meta hvort bréfið félli und-
ir þær skilgreiningar sem Alþingi
hefur sett varðandi notkun á póst-
þjónustu þingsins.
Ekki náðist í Guðjón Ólaf við
vinnslu fréttarinnar.
„ég veit um
fjölda slíkra
dæma hjá
þingmönnum
á þessum vetri
án þess að ég sé
þannig gerð að
gefa upp hverjir
það eru.“
Kosningabréf framsókn sendi út tvö
þúsund bréf til þess að auglýsa
kosningaskrifstofu sína en
bréfin eru merkt alþingi
og send út af þeim.
valuR GREttiSSon
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
Sæunn Stefánsdóttir sendi bréf á
kostnað alþingis til að auglýsa opnun
kosningaskrifstofu framsóknarflokksins.
Guðjón Ólafur Jónsson sendi bréf á
kostnað alþingis til að auglýsa opnun
kosningaskrifstofu framsóknarflokksins.
Ljóslaust á Ísafirði
Ísfirskir ljósastaurar hafa ekki
lýst að undanförnu. „Ég var að
koma akandi frá Patreksfirði
seint um kvöld í vikunni og tók
þá eftir því að ekki voru ljós á
staurum á Eyrinni,“ segir Halldór
Halldórsson bæjarstjóri. Hann
segir að ekki sé um sparnaðarað-
gerðir að ræða, staurarnir séu á
könnu Orkubús Vestfjarða.
Skúli Skúlason hjá Orkubúi
Vestfjarða segist ekki hafa tekið
eftir þessu, en ætlar að ganga
strax í að athuga málið. „Mér
finnst merkilegt að fólk hringi
fyrst í blöðin áður en það hringir
í okkur,“ segir hann.
Eiríkur fæðist
Ærin Botna sem aðsetur hefur
í Fjölskyldu- og húsdýragarð-
inum í Laugardal varð fyrst áa
þar á bæ til að bera þetta árið.
Fyrir eru allar huðnur garðsins
bornar nema ein og því komnir
9 kiðlingar og tvö lömb, lamba-
drottning og lambakóngur.
Lambakóngurinn er mórauður
botnóttur á litinn og hefur hlot-
ið nafnið Eiríkur enda borinn
nokkrum klukkustundum áður
en Eiríkur Hauksson stígur á svið
í Helsinki. Gimbrin sem er svart-
botnótt heitir Arnveig.
Greiddu út 100
milljónir króna
Landgræðslufélag Biskups-
tungna fékk hæsta styrkinn
sem veittur var úr Pokasjóði
verslunarinnar í gær. Alls fékk
félagið 7,5 milljónir króna til
uppgræðslu rofabarða og end-
urheimtar landgæða í Biskups-
tungum.
Pokasjóður úthlutaði rúm-
lega 100 milljónum króna í
gær. Sú upphæð skiptist á milli
122 verkefna á sviði umhverf-
ismála, mannúðarmála lista,
menningar, íþrótta og útivistar.
Um 900 umsóknir bárust.
Stuttur kveikur
á Árna Johnsen
„Það er ansi stuttur kveikur-
inn á honum Árna, það er ekki
hægt að segja annað,“ segir Sig-
rún Helga Sigurðardóttir. Starfs-
menn Glitnis í Reykjanesbæ hafa
frábeðið sig frekari kynningar-
fundum stjórnmálaflokka eftir
að Árni Johnsen, annar maður á
lista Sjálfstæðisflokks í Suður-
kjördæmi, missti stjórn á skapi
sínu á fundinum sem haldinn
var síðastliðinn mánudag.
„Ég veit ekki til þess að það
hafi nokkurn tímann fokið í mig,“
segir Árni um málið. Hann segir
að vissulega nálgist fólk málin af
nokkrum þunga í kosningabar-
áttunni.
Jónas Garðarsson dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti:
Ætli ég fari ekki bara í steininn
Hæstiréttur staðfesti þriggja ára
fangelsisdóm yfir Jónasi Garðarssyni,
fyrrverandi formanni Sjómannafé-
lags Reykjavíkur, fyrir manndráp af
gáleysi. Jónas þarf að greiða 2,6 millj-
ónir króna í sakarkostnað. Dómur í
máli hans féll í gær.
Þar með staðfesti Hæstiréttur
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar
sem Jónas var dæmdur fyrir að sigla
skemmtibáti í strand við Skarfasker
á Viðeyjarsundi, í septemberbyrj-
un 2005, með þeim afleiðingum að
Friðrik Hermannsson og Matthildur
Harðardóttir létu lífið. Kona Jónasar
var með í för ásamt syni þeirra. Þau
voru bæði hætt komin þegar bátur-
inn sökk.
Jónas hefur ávallt haldið fram sak-
leysi sínu og vildi meina að Matthild-
ur hefði stýrt bátnum en ekki hann.
Hvorki Héraðsdómur Reykjavíkur né
Hæstiréttur féllst á sögu hans þegar
kveðnir voru upp dómar. Jónas var
undir áhrifum áfengis þetta kvöld
þegar slysið átti sér stað.
„Þetta kom mér verulega óvart,“
segir Jónas Garðarsson en hann
mætti ekki sjálfur í Hæstarétt til
þess að hlýða á dóminn. Loftið var
spennuþrungið, skyldmenni Frið-
riks og Matthildar voru í réttinum.
„Ég er búinn að fá læknisskoðun
sem staðfesti framburð minn, sem
er að ég var ekki við stýrið,“ segir
Jónas sem heldur enn fram sakleysi
sínu þrátt fyrir að hann sé dæmdur í
þriggja ára fangelsi óskilorðsbundið.
Hann segir það koma sér spánskt fyr-
ir sjónir að þeim framburði hafi ver-
ið hafnað en tveir læknar staðfestu
þetta mat.
Aðspurður hvað taki næst við seg-
ir Jónas: „Ég hef ekki hugmynd um
hvað ég geri núna, ætli ég fari ekki
bara í steininn,“ segir hann að lok-
um. Þar með er ríflega árslöngum
réttarhöldum lokið. valur@dv.is
Jónas Garðarsson Hæstiréttur íslands staðfesti úrskurð héraðsdóms um að Jónas
hefði orðið tveimur manneskjum að bana vegna gáleysis.
dv mynd Gva