Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Page 35
Berserkir og framtíðin Stuðningsmenn Víkings, Berserk- ir, virðast njóta þess að horfa á Milos spila fótbolta. Nánast frá degi eitt hafa þeir sungið lög honum til heiðurs og segir Milos þá vera bestu stuðnings- menn landsins. „Þeir eru frábærir, þeir eltu okk- ur þegar við vorum í fyrstu deildinni til Akureyrar og Ólafsvíkur og fleiri staða. Þeir eru góðir og ábyggilega þeir bestu á landinu, þannig já, það er mjög skemmtilegt samband á milli okkar.“ Milos samdi nýlega til ársloka 2009 sem verður að teljast langur samn- ingur hjá útlendingi á Íslandi. Flest- ir erlendir leikmenn sem hafa kom- ið hingað til lands semja eingöngu til loka tímabilsins þó að landslagið sé að breytast í þessum málum. „Þegar Víkingur vildi semja við mig þá sagði ég nánast strax já. Ef ég fer fyrir þann tíma þá fær félagið eitt- hvað fyrir mig. Ég vil gleðja alla, mig sjálfan, félagið og liðið sem kaupir mig ef ég fer til annars liðs. En mér líkar vel í Víkingi, andrúmsloftið þar er skemmtilegt, allir eru vinir, leik- menn, þjálfarar og stjórnin og all- ir vinna að sama markmiði. Þetta er eins og ein stór fjölskylda. Það er fínt. Ég ákvað að vera áfram í Víkingi þrátt fyrir að önnur lið væru á eftir mér. Þau höfðu samband en ég ákvað að vera hér því hér er ég ánægður.“ En hvað ber framtíðin í skauti sér hjá Milos? „Ég vil bara spila fótbolta og einn- ig taka góðar ákvarðanir. Ég vil spila í atvinnumennsku, kannski fara til Svíþjóðar, Danmerkur eða eitthvert í Skandinavíu. Ég nálgast hátind ferilsins, er 27 ára og er því að nálgast aldur sem er sagður sá besti fyrir varnarmann. En ég er ánægður hér á landi og finnst að fótboltinn hérlendis batni með hverju ári. Ég vona að Íslendingar geri það gott í Evrópukeppnum í ár. Ísland er lítið land en samt er fullt af strákum héðan að spila erlendis. Á Englandi, Svíþjóð og meira að segja á Spáni. Eiður Smári er í Barcelona sem er trúlega besta lið í heimi. Ís- lendingar eiga því fullt af góðum leik- mönnum.“ benni@dv.is DV Sport Föstudagur 11. maí 2007 35 Margrét Lára Viðarsdóttir, leik- maður Vals, er ein besta knattspyrnu- kona Íslands fyrr og síðar. Hún mun standa í ströngu í sumar með Vals- stúlkum sem hafa Íslandsmeistara- titil til að verja. Á miðvikudaginn undirrituðu Margrét Lára og Óskar Magnússon, forstjóri TM, tveggja ára samstarfs- samning á sviði markaðs- og kynn- ingarmála. Á sama tíma var einnig undirritaður samningur Margrétar Láru, TM, vefsíðunnar fotbolti.net og fleiri aðila um skipulagt átak til að stórefla íslenska knattspyrnu. Margrét Lára mun í sumar ferð- ast vítt og breitt um landi og heim- sækja íþróttafélög í landinu. Þar mun hún halda fyrirlestra um fótbolta við stelpur í yngri flokkum félaganna og fara með þeim í gegnum æfingar í samvinnu við félögin. Samkvæmt samningnum verður TM heimilt að nota nafn og ímynd Margrétar Láru til kynningar á fyrir- tækinu, bæði í auglýsingum sem og í öðru markaðsstarfi þess. „Þetta átak felst í því að efla kvenna- fótboltann og styrkja hann. Ég fer út á land og verð með fyrirlestur og auka- æfingu. Sýni þeim hvernig er hægt að æfa aukalega, því mér finnst það mjög mikilvægt að leikmenn æfi aukalega. En það eru svo margir sem vita ekki hvernig þeir eiga að gera það. Fyrirlesturinn heitir Góð leið að árangri. Þar fer ég yfir hvað sé hægt að gera til að æfa sig, markmið og metn- að og allan þann pakka,“ sagði Mar- grét Lára. „Ég ætla að reyna að fara á fimmt- án til tuttugu staði. Svo sé ég bara til hvort ég hafi tíma í meira. Mér finnst rosalega mikilvægt að gera þetta og stelpur utan af landi fá oft minni at- hygli. Ég vil efla það enn frekar. Ég er sjálf utan af landi og þekki þetta. Þannig að ég held að þetta komi bara öllum til góðs,“ sagði Margrét Lára sem er fædd og uppalin í Vestmanna- eyjum. En hefur annasöm stelpa í fremstu röð í fótboltanum hér heima tíma í þetta verkefni? „Já, þetta allavega verður mín vinna. Það er bara mik- ill heiður fyrir mig að geta stundað svona vinnu. Það myndi örugglega hver sem er vilja það.“ Margrét Lára sagði að vel væri hægt að bæta kvennaknattspyrnuna hér á landi. „Hún er á mikilli upp- leið en það má bæta. Það sem mér finnst er að stelpur vita oft ekki hvað er í boði fyrir þær. Þær eru kannski að æfa og stefna kannski á meistara- flokk. En það er svo margt þarna úti sem þær geta náð líka alveg eins og strákarnir og það er það sem ég vil vekja áhuga þeirra á.“ Óskar Magnússon sagðist hlakka til að starfa með Margréti Láru að þessu verkefni. „Margrét Lára er framúrskarandi knattspyrnukona og verður öflugur fulltrúi kvenna í knatt- spyrnu. Okkur langar til að sýna vilja okkar í verki og efla kvennaknatt- spyrnu og hún er mjög gott dæmi um það hvernig má standa að mál- um þar.“ En hvað varð til þess að þetta verkefni varð fyrir valinu? „Fyrirtæki eru oft að styðja við bakið á þjóð- þrifamálum og við hjá TM höfum reynt að gera kannski eitthvað annað en allir aðrir eru að gera. Það virðist vera nóg um stuðning við hina hefð- bundnu karlaknattspyrnu. Það verð- ur því gaman að fikra okkur inn á þessa slóð,“ sagði Óskar. dagur@dv.is Snjall spilari milos býr yfir góðri sendingargetu. Hér er hann þegar farinn að huga að næsta leik. Fyrir framan Berserki milos er ákaflega sáttur við stuðningsmenn Víkinga sem kalla sig Berserki. Knattspyrnukonan knáa Margrét Lára Viðarsdóttir mun í sumar þeysa um landið í átaki til að efla kvennaknattspyrnu í landinu. Margrét Lára mun halda fyrirlestra og fara í gegnum æfingar með stelpum í yngri flokkum félaga. Margrét á ferð og flugi Markamaskína margrét Lára er hér með bikarinn sem Valur vann á miðvikudaginn í meistarakeppni Ksí þar sem hún skoraði fimm mörk í 8–1 sigri á Breiðabliki. Óskar og Margrét sjást hér við undirritun samningsins sem fór fram á Ingólfstorgi á miðvikudaginn. Í örmum þjálfarans milos segir magnús gylfason snjallan þjálfara sem hafi kennt sér margt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.