Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 19
DV Helgarblað Föstudagur 11. maí 2007 19
VILJA ÍSLAND Í EVRÓPUSAMBANDIÐ
búnaðarframleiðslu en einnig gæt-
ir aukinnar eftirspurnar á sjálfum
matvörumarkaðnum. Fyrir land-
búnaðinn verður staðan að telj-
ast mjög jákvæð sem stendur og
sænskir bændur hafa miklar og já-
kvæðar væntingar um framtíðina.
Þeir eru bjartsýnir og margir leggja
nú í fjárfestingar og eru byrjaðir að
skipuleggja aukin umsvif.“
Aðspurður um fjárfestingar
sænskra bænda í öðrum löndum
Evrópusambandsins svarar Peter
að þeir hafi ekki gert mikið af því til
þessa. Hollenskir og danskir bænd-
ur og búvöruframleiðendur séu
iðnari við slíkt.
Vaxandi útflutningur
og aukið verðmæti
Skyldi útflutningur á landbún-
aðarafurðum hafa aukist síðan Sví-
ar gengu í Evrópusambandið árið
1995?
„Útflutningurinn er miklu meiri
nú en þá,“ segir Peter. Sérstaklega
er þó útflutningsverðmætið meira
en það var. Þetta byggist á því að
miklu meira er nú flutt út af full-
unnum búvörum. Útflutningurinn
hefur með öðrum orðum aukist
hröðum skrefum og miklu hrað-
ar en innflutningur á landbúnað-
arvörum. Í útflutningnum hefur
mesta aukningin verið í ýmsum
fullunnum kornvörum. Gott dæmi
um þetta er til dæmis útflutningur á
Absolut-vodka eins og áður segir en
það er framleitt er úr hveiti. Nefna
má margt fleira, allt yfir í tex-mex
kryddmylsnu og kryddblöndur. Það
er síður að útflutningur á unnum
kjöt- og mjólkurvörum hafi aukist.
90 milljarðar í styrki
Peter segir að innflutningur á
kjöti, eggjum og mjólkurvörum hafi
aukist mikið með aðildinni að ESB.
„Sænskir bændur njóta mik-
illa styrkja frá Evrópusambandinu.
Þessir styrkir nema um 90 milljörð-
um íslenskra króna á ári. Þetta er
nokkru meira en sem nemur nettó-
tekjum bændanna. Án styrkjanna
væri landbúnaðurinn rekinn með
halla. Styrkirnir eru af mismunandi
toga; almennir styrkir og svæðis-
bundnir eins og til norður Svíþjóð-
ar þar sem framleiðslukostnaður-
inn er meiri og framleiðnin minni.“
Markmið og starfsemi sænsku
bændasamtakanna hefur tekið
breytingum með aðildinni að Evr-
ópusambandinu. „Við þurfum að
fylgja því eftir að við erum orðinn
hluti af alþjóðlegum og hnattrænum
markaði. Við einbeitum okkur nú að
einstökum fyrirtækjum í landbún-
aði og reynum að styðja þau. Þetta á
til dæmis við um vaxandi ferðaþjón-
ustu á snærum bænda.“
Peter Lundberg segir að viðhorf
Svía hafa verið all neikvæð í garð
Evrópusambandsins. Nýlegri kann-
anir sýni þó vaxandi ánægju og þeir
séu nú fleiri sem eru ánægðir en
óánægðir með veruna innan sam-
bandsins.
Vill Ísland í ESB
Getur Peter Lundberg miðlað
af reynslu sænskra bænda af Evr-
ópusambandinu, ráðlagt íslensk-
um og jafnvel norskum bændum
eitthvað?
„Ég mundi mjög gjarnan vilja
sjá Íslendinga og Norðmenn ganga
í Evrópusambandið. Þannig gæt-
um við þróað og samhæft sam-
vinnu landanna enn frekar innan
sambandsins. Það bendir allt til
þess að norskur og íslenskur land-
búnaður geti átt góða framtíð inn-
an Evrópusambandsins. Það er
nefnilega þannig að framtíð land-
búnaðar í einstökum aðildarlönd-
um ræðst að mestu innan hvers
þjóðríkis en ekki af Evrópusam-
bandinu. Aukin samkeppni er hins
vegar óhjákvæmileg gangi Ísland í
ESB. Maður verður að læra að búa
við samkeppnina. Reyndar velt-
ur hún ekki aðeins á aðildinni að
Evrópusambandinu því stig af stigi
verða verndartollarnir lækkaðir í
alþjóðlegum samningaviðræðum.
Sem kunnugt er hefur mat-
vöruverðið lækkað umtalsvert í
Svíþjóð í kjölfar inngöngunnar í
Evrópusambandið árið 1995. Peter
segir að það megi rekja til aukinn-
ar samkeppni og innflutnings en
einnig til umtalsverðra breytinga
á sjálfri matvöruversluninni. „Það
voru fáar stórar verslunarkeðj-
ur sem réðu ríkjum í Svíþjóð t.d.
ICA og CoOp. Aðildin að Evrópu-
sambandinu hefur leitt til þess að
keðjurnar hafa runnið saman. Inn-
kaupin eru gerð í stærri einingum
á norrænum og jafnvel evrópsk-
um markaði. Að okkar viti má rekja
aukna samkeppni í innflutningi til
sterkari stöðu matvöruverslunar-
innar en áður var.“
Rétta jafnvægið
Forvitnilegt væri að fá svar Pet-
ers Lundberg við því hvað orðið
hefði um sænskan landbúnað ef
Svíar hefðu ákveðið að ganga ekki í
Evrópusambandið árið 1995.
„Því er ekki auðvelt að svara.
Þeir höfðu búið við og þurft að að-
lagast auknu frelsi frá framleiðslu-
stýringunni innanlands. Sænskur
landbúnaður hefur vissulega notið
styrkja og fengið tíma til aðlögun-
ar innan ESB. En hann er nú betur í
stakk búinn til þess að mæta hnatt-
rænni samkeppni en ella hefði ver-
ið. Meðal allra þjóða er pólitískur
vilji til þess að vernda landbúnað
á stöðum þar sem skilyrði eru sér-
stæð eða jafnvel erfið til búvöru-
framleiðslu, eins og í norður Sví-
þjóð. Þarna verður að finna hið
rétta jafnvægi; að vera opinn fyr-
ir innflutningi á búvörum frá öðr-
um löndum og frjálsri verlsun en
samtímis að finna leiðir til þess að
styðja við landbúnað sem ekki hef-
ur möguleika á að keppa á mark-
aði á sömu forsendum og hinir,
þar sem kostnaðurinn er of mikill,“
segir Peter Lundberg, sérfræðing-
ur í landbúnaðarpólitík hjá sænsku
bændasamtökunum, Lantbrukarn-
as riksförbund.
Líkt og á Íslandi fækkar mjólkurframleiðendum í Svíþjóð. Framleiðslan
hefur þó ekki dregist verulega saman því búin stækka:
ÁR FjöLdi Búa
2000 12.675
2005 8.548
2007 7.000 *
mjólkurframleiðslan hefur dregist lítillega saman á undanförnum árum með auk-
inni samkeppni. aukinni neyslu er mætt með innflutningi. *Áætlun.
sænskir svínabændur glíma við harða samkeppni innan Evrópusambandsins.
svínabúum fækkar, en þau stækka.
ÁR FjöLdi Búa FjöLdi SLÁtuRgRÍSa
2000 3.221 1.083.777
2005 1.781 1.085.304
aukin tiLtRú Bænda Á FRamtÍðina
sænsku bændasamtökin, Lantbrukarnas riksförbund, spurðu bændur eftirfar-
andi spurningar: „gætir þú mælt með því við unga manneskju að gerast bóndi
og hefja búskap í þinni grein?“
í öllum greinum voru svörin jákvæðari árið 2006 en árið áður, en það sýnir vænt-
anlega aukna trú sænskra bænda á framtíðina. 62 til 74 prósent aðspurðra sögðu
„já“ árið 2006, mismunandi eftir greinum. Árið áður voru „já“ svörin á bilinu 43 til
66 prósent.
Skuldir sænskra bænda
hafa vaxið mjög á und-
anförnum árum (ísl. kr.)
milljarðar
króna
1999 870
2000 930
2001 1000
2002 1070
2003 1100
2004 1170
2005 1220
2006 1300
Sauðfé af nýsjálensku kyni markmið og starfsemi sænsku bændasamtakanna hefur tekið breytingum með aðildinni að
Evrópusambandinu.