Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Qupperneq 12
Föstudagur 11. maí 200712 Helgarblað DV B jörn Karlsson, forstjóri Bruna- málastofnunar, er verkfræðing- ur frá Edinborg og Lundi og starfaði um ára- bil sem lektor og prófessor við háskóla erlendis. Staða brunamálastjóra var auglýst til umsóknar árið 2001 og Björn, sem kominn var með heimþrá, ákvað að sækja um hið snarasta – enda erfitt að ganga fram hjá brunaverkfræðingnum. Þá strax var ljóst og ákveðið að leggja ætti embættið niður. Umsækjandinn vissi það og síðan hefur það ver- ið partur af hans starfi að vinna að því að leggja niður djobbið sem hann sótti um í upphafi þótt verk- efnin haldi áfram og verði æ fjöl- breyttari. Embætti brunamálastjóra er víðtækara en margur skyldi ætla. Áður en Björn var skipaður sáu stjórnvöld fyrir sér skipulagsbreyt- ingar. Embættið sér um byggingar- mál að hluta til, sem dæmi að eld- varnarhurðir séu milli brunahólfa og brunavarnir í góðu lagi. Á þess- um tíma vildu stjórnvöld meina að stofnunin gæti sinnt enn meiri skyldum. Á hennar sviði ættu einn- ig að vera aðrir byggingarþætt- ir, eins og burðarþol, hljóðvist og fleira. Stefnt var að því að setja á stofn byggingarstofnun, sem auk þess að vera brunamálastofnun tæki að sér hlutverk stjórnsýslu byggingarmála á Íslandi. Á sama tíma og ríkið færir allt undir sinn hatt, lögin og ramm- ann, er framkvæmd eftirlits á hendi sveitarfélaganna. Þau reka slökkvi- liðin, eru með byggingafulltrúana og slökkviliðsstjórana. Gallar í frágangi? Þannig að þegar „gamla hjarta Reykjavíkur“ fuðrar upp er ábyrgð brunamálastjóra á reiki? „Nú vil ég ekki tjá mig mikið um brunann í miðbænum því við erum sem stendur að skrifa skýrslu um hann og niðurstöður liggja ekki enn fyrir. En skipting ábyrgðarinnar á að vera frekar skýr. Eigendur og for- ráðamenn eigna eiga að bera fulla ábyrgð á því að brunavarnir séu í fullu lagi í húsum. Síðan hafa sveit- arfélögin skyldur gagnvart ákveðn- um húsum, meðal annars veitinga- húsum og öðrum húsum sem þjóna almenningi. Ef skipt er um starfsemi í húsi þarf húseigandi að leita leyfis bygg- ingaryfirvalda og skila inn teikn- ingum. Þær þurfa meðal annars að sýna eldvarnarveggi á milli húsa. Síðan mætir eldvarnareftirlitið á svæðið og skoðar hvort ekki hafi verið farið eftir teikningunum. Þeg- ar þú skoðar teikningarnar af þess- um húsum kann ekkert að vanta upp á að eldvarnarveggir hafi verið teiknaðir inn. Hins vegar getur allt- af verið galli í framkvæmdinni, sem sést svo ekki þegar eldvarnareftirlit kemur að skoða.“ Ertu að segja að eftirlitið eigi að fá að rífa niður til þess að sjá frá- ganginn á bak við? „Þetta er vandinn. Við höfum ekki efni á því að láta eldvarna- eftirlitsmennina standa yfir þeim sem eiga að framkvæma verkið. Þannig að eftir stendur að ábyrgð- in er alltaf á hendi eiganda. Það er hans að velja sér gott fagfólk og vanda til verka þótt sveitarfé- lagið beri alltaf vissa ábyrgð. En þú spyrð um mína ábyrgð og hún er sú að samkvæmt lögum ber Brunamálastofnun að sjá um yfir- eftirlit með framkvæmd laganna, en sveitarfélögin sjá um sjálfa framkvæmdina. Stofnunin ber þannig ábyrgð á því að allt kerfið virki sem skyldi og við verðum því að skoða allt vinnulagið vel þeg- ar stórbrunar verða og sjá hvort við getum lært eitthvað eða breytt einhverju til að forða að svipað- DAUÐSFÖLLIN ERU FÆRRI HÉRLENDIS Eldsvoðar, sinubrunar, íkveikjur. Allt kveikir þetta í manni og fær ferkantaðasta mann til þess að huga að brunavörnum heima fyrir og slökkva á kertum í tæka tíð. En hver er hann þessi forstjóri Bruna- málastofnunar, sá sem er í daglegu tali kallaður brunamálastjóri? Á hann að hafa auga með brennuvörgum, eldsmati í bakhúsum eða spýtnabraki í formi gamalla húsa í miðborginni? Ber hann einhverja ábyrgð þegar eldsvoðar verða? Kristján Þorvaldsson leitaði svara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.