Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 59
Tim Roth í Hulkinn Breski leikarinn Tim Roth er nú í viðræðum við framleiðend- ur næstu Hulk-myndar um að leika illmennið í kvikmyndinni. Nú þegar hafa Edward Norton og Liv Tyler samþykkt að leika í myndinni og búist er fastlega við því að Tim Roth fylgi í kjölfarið. Tim mun þá leika Emil Blonsky�� málaliða sem viljandi lætur gammageisla skína á sig í þeim tilgangi að verða eins og Hulk. Gammageislarnir verða of mikl- ir og hann breytist í óargadýrið Abomination�� sem er tvöfalt öfl- ugri en Hulk. „Hann er virkilega spenntur fyr- ir því að spila hérna og vildi ólm- ur koma��“ segir Ómar Vilhelmsson framkvæmdastjóri Flass um finnska raftónlistarmanninn Darude sem spilar á próflokagleði Flass 104��5 um næstu helgi. „Við settum okkur í samband við hann rétt fyrir áramót og núna er loksins komið að þessu��“ segir Ómar en Darude mun spila í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi laugardaginn 19. maí. Flaggskip danstónlistar Darude�� sem heitir réttu nafni Ville Virtanen og er frá finnska smá- bænum Eura�� er þekktastur fyrir að hafa gert lagið Sandstorm sem kom út árið 1999. Sandstorm náði ótrú- legum vinsældum á sínum tíma og var á toppi allra dansvinsældalista um lengri tíma. Lagið kom fyrst út sem smáskífa bæði á geisladisk og vínyl. Sandstorm hefur selst í tveim- ur milljónum eintaka og var mest selda 12 tommu vínylplatan árið 2000. Sandstorm er án efa eitt ef ekki þekktasta danslag síðari tíma. Sandstorm er þó ekki það eina sem Darude hefur gert. Lög eins og Feel The Beat�� Out of Control og Ecstasy hafa öll gert það gott. Fjórða breiðskífa kappans er væntanleg á árinu og heitir hún Label This! Óvæntir gestir „Við erum með glænýtt hljóðkerfi sem við setjum upp í Smáranum og það er ekkert til sparað��“ en haldnir verða tvennir tónleikar. „Þetta verða annars vegar tónleikar fyrir 13 til 16 ára frá sjö til tíu og hins vegar fyrir 16 ára og eldri frá miðnætti til fjögur um nóttina��“ segir Ómar um próf- lokagleði Flass. Ásamt Darude koma fram þeir Addi Exos�� Plugg‘d og grín- arinn Steindi Jr. „Þeir munu sjá um að skila Smáranum funheit- um í hendurnar á Darude en svo er einnig von á óvæntum gestum��“ og segir Ómar að fólk verði að mæta á svæði til að finna út hverjir það eru. Miðasala hefst í Skór.is í Kringlunni og er verð 2500 krónur. „Fólk getur skráð sig í Flass-klúbbinn og þá fær það miðann á 2000��“ segir Ómar að lokum en hægt er að skrá sig í klúbb- inn þegar miðinn er keyptur í Skór.is. asgeir@dv.is Leikstjórinn George Lucas er um þessar mundir að undirbúa tökur á kvikmyndinni Indiana Jones 4�� en hún verður tekin upp í sumar. Í að- alhlutverkum myndarinnar verða Harrison Ford�� Kate Blanchett og Shia LaBoeuf. Sá síðastnefndi mun fara með hlutverk sonar Indiana�� sem þýðir að móðir hans er vænt- anlega persónan Marion Raven- wood úr kvikmyndinni Raiders of the Lost Ark. Í nýlegu viðtali við Roger Friedman hjá sjónvarpsstöð- inni Fox�� sagðist George Lucas vera með mörg járn í eldinum um þessar mundir�� meðal annars tvær leiknar kvikmyndir sem byggja á persón- um úr Star Wars. Myndirnar verða framleiddar fyrir sjónvarp og verða væntanlega aðeins klukkutími að lengd hver�� en segir Lucas að að- alhetjurnar verði ekki þær sömu og áður. „Það koma engir úr Sky- walker-fjölskyldunni við sögu núna. En það verða án nokkurs vafa per- sónur í aðalhlutverkum sem fólk kannast við úr Star Wars-myndun- um��“ segir Lucas. Leikstjórinn knái sagði líka í viðtalinu að Sean Conn- ery hefði enn ekki samþykkt að leika í Indiana Jones 4�� þrátt fyrir að per- sóna hans sé í handritinu. „Steven Spielberg heldur að við getum hald- ið öllu í kringum myndina leyndu�� en ég sagði honum að það væri ekki hægt nú til dags��“ sagði Lucas að lokum. Luke Skywalker Skywalker- fjölskyldan verður ekki í aðalhlutverki í komandi Star Wars-kvikmyndum. George Lucas Er í óða önn að undirbúa Indiana Jones 4 um þessar mundir. Enginn He-Man Brad Pitt þvertekur fyrir þær sögusagnir að hann sé að fara leika hinn sögulega He- Man. Talsmað- ur Pitts segir að sögusagnirnar séu „algjörlega ósannar“. Fyrir stuttu birtust þær fréttir að Pitt ætti í við- ræðum við framleiðendur Super- man Returns um að gæða níunda áratugs hetjuna aftur lífi á hvíta tjaldinu. Sá seinasti sem lék He- Man á hvíta tjaldinu var enginn annar en sænska hasarmynda- hetjan Dolph Lundgren. Finnski raftónlistar- maðurinn Darude sem gerði allt vit- laust árið 1999 með laginu Sandstorm spilar á Íslandi næstu helgi Darude í Smáranum Ómar Vilhelmsson framkvæmdastjóri Flass Heldur prófloka- gleði í Smáranum laugardaginn 19. maí. Leikstjórinn George Lucas segist ætla að gera tvær Stars Wars-myndir til viðbótar: Tvær nýjar Star Wars Darude Maðurinn sem gerði hinn ódauðlega danssmell Sandstorm. !óíbí.rk054 Gildir á allar sýningar í Borgarbíó merktar með rauðu MIÐASALA Í BORGARBÍÓ Á SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu STÆRSTA ORRUSTAN ER INNRI BARÁTTAN IT´S A BOY GIRL THING kl. 8 - 10 SPIDERMAN 3 kl. 5.20 - 8 - 10.40 NEXT kl. 6 B.I. 10 ÁRA B.I. 14 ÁRA IT´S A BOY GIRL THING kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 SPIDERMAN 3 kl. 5 - 8 - 11 SPIDERMAN 3 SÝND Í LÚXUS kl. 5 - 8 - 11 NEXT kl. 5.45 PATHFINDER kl. 8 - 10.15 HILLS HAVE EYES 2 kl. 10.30 PERFECT STRANGER kl. 5.30 - 8 TMNT kl. 3.40 ÚTI ER ÆVINTÝRI ÍSLENSKT TAL kl. 3.45 B.I. 10 ÁRA B.I. 14 ÁRA B.I. 16 ÁRA B.I. 18 ÁRA B.I. 16 ÁRA B.I. 7 ÁRA IT´S A BOY GIRL THING kl. 5.50 - 8 - 10.10 SPIDERMAN 3 kl. 5.30 - 8.30 - 11.20 PATHFINDER kl. 8 INLAND EMPIRE kl. 5.45 - 9 HILLS HAVE EYES 2 kl. 10.15 ÚTI ER ÆVINTÝRI ÍSLENSKT TAL kl. 6 B.I. 10 ÁRA B.I. 16 ÁRA B.I. 16 ÁRA B.I. 18 ÁRA Hann reynir að komast úr nærbuxunum hennar... ...ekki í þær! Með Samaire Armstrong úr O.C.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.