Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 31
DV Sport Föstudagur 11. maí 2007 31 Spá DV fyrir LanDSbankaDeiLD karLa Landsbankadeild karla í knattspyrnu hefst á laugardaginn með leik ÍA og FH á Akranesi. Þrír leikir fara fram á sunnudeginum en umferðinni lýkur á mánudaginn þegar KR fær Keflavík í heimasókn. Mikil spenna er fyrir mótið en aðeins eitt lið fellur að þessu sinni. 5. sæti fylkir KomniR: Freyr guðlaugsson frá Þór, david Hannah frá grindavík, Kristján Valdimarsson frá grindavík, Halldór Hilmisson frá Þrótti, mads Beierholm frá sönderjyske, Víðir Leifsson frá Fram, Valur Fannar gíslason frá Val. FARniR: ragnar sigurðsson í gautaborg, Björn Viðar Ásbjörrnsson í Víking, sævar Þór gíslason til selfoss, Jón Björgvin Her- mannsson í Víking, Eyjólfur Héðinsson í gaIs, Bjarni Þórður Halldórsson í Víking, Jens Elvar sævarsson til danmerkur. DV spáir því að Fylkir sigli lygnan sjó um miðja deild. „Mér er slétt sama um hvað menn spá okkur, það skiptir bara engu máli. Okkar stefna er bara að vinna næsta leik, ef við vinnum nógu marga leiki þá vinnum við mótið,“ segir Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkismanna, sem er að fara inn í sitt annað tímabil með liðið. Fylkir hefur misst sterka leikmenn frá því í fyrra en fengið fína leikmenn í þeirra stað. Liðið er vel spilandi og með reynslubolta í sínum röðum. Leifur býst ekki við umtalsverðum breytingum í spilamennsk- unni vegna þess að aðeins eitt lið mun falla í ár. „Ég er ekki sammála því að menn fari allt í einu að spila frábæran fótbolta. Menn spila bara þann fótbolta sem er lagt er upp með og það verður engin breyting á því frá því í fyrra.“ 6. sæti fram KomniR: reynir Leósson frá trelleborg, Igor Pesic frá ía, theodór Óskarsson frá HK, Hannes Þór Halldórsson frá stjörnunni, daníel Einarsson frá íH, Óðinn Árnason frá grindavík, gunnar Líndal frá Þór, andri Lindberg Karvelsson frá ía, Hjálmar Þórarinsson frá Hearts, Patrik redo frá trelleborg, alexander steen frá trelleborg. FARniR: gunnar sigurðsson hættur, Frank Posch í stjörnuna, Víðir Leifsson í Fylki, Helgi sigurðsson í Val, Heiðar geir Júlíusson í Hammarby, Ingólfur Þórarinsson til selfoss, arnljótur davíðsson hættur, Chris Vorenkamp í Ými. Safamýrarpiltar eru komnir aftur í deild þeirra bestu eftir stutta dvöl í 1. deildinni. Verið er að byggja upp nýtt lið og er það Ólafur Þórðarson sem er tekinn við stjórnartaumunum. Það var slæmt fyrir Fram að missa Helga Sigurðsson en í staðinn fékk félagið Hjálmar Þórarinsson sem leikið hefur vel á undirbúningstímabilinu. „Mér lýst vel á sumarið en ég vona að ég nái fyrsta leik þar sem ég hef verið í meiðslum að undanförnu. Annars hef ég allt gott að segja um þetta nýja félag mitt og það er góð stemning í klúbbnum,“ segir Reynir Leósson sem er nýr í herbúðum Fram. Hann segir félagið stefna hátt á komandi árum. „Það tekur sinn tíma að byggja upp liðið aftur en stefnan er sett á að komast eins hátt og mögulegt er á komandi tímum.“ 7. sæti breiðablik KomniR: guðjón Pétur Lýðsson frá Haukum, Nenad Petrovic frá serbíu, Prince rajcomar frá Hollandi. FARniR: marel Baldvinsson til molde, Petr Podzemsky til tékklands, ragnar Heimir gunnarsson í Fjölni, Viktor unnar Illugason í reading, Þorsteinn V. Einarsson í ír. DV spáir Breiðabliki sjöunda sæti. Breiðablik bjargaði sér frá falli í síðustu umferð í fyrra en endaði samt í fimmta sæti deildarinnar. Ólafur Kristjánsson segir að Blikar ætli að gera bet- ur í sumar. „Sætið sér alveg um sig sjálft en við ætlum að fá fleiri stig og fá færri mörk á okkur en liðið fékk á sig í fyrri umferðinni í fyrra. Ég er mjög sáttur við hópinn. Það eru nánast eng- in meiðsli og menn eru í fínu formi. Blandan í hópnum er mjög fín, það eru reyndari jaxlar og útlendingar á fínum aldri. Svo eru mjög ungir og efnilegir strákar sem annað hvort eru að banka á dyrnar eða komnir með sæti í liðinu. Þannig að það er bara flott blanda,“ sagði Ólafur. 8. sæti víkingur KomniR: Bjarni Þórður Halldórsson í láni frá Fylki, Björn Viðar Ásbjörnsson frá Fylki, Egill atla- son tekur fram skóna að nýju, gunnar Kristjánsson frá Kr, Hermann albertsson frá FH, Jón Björgvin Hermannsson frá Fylki, sinisa Kekic frá Þrótti, Pétur örn svansson frá Leikni. FARniR: daníel Hjaltason í Val, davíð Þór rúnars- son í Fjölni, Einar guðnason (óvíst hvert hann fer), gunnar steinn Ásgeirsson lánaður til aftureldingar, Höskuldur Eiríksson í Viking (Noregi), rannver sigurjónsson í Fjölni, rodney Perry í Völsung, Viktor Bjarki arnarson í Lille- ström. DV spáir Víkingum áttunda sæti. Víkingar hafa misst þrjá leikmenn sem spiluðu stórt hlutverk í liðinu á síðustu leiktíð. Markvörðurinn Ingvar Kale verður frá í allt sumar vegna meiðsla, Viktor Bjarki Arnarsson er farinn til Lilleström og Hös- kuldur Eiríksson er farinn til Viking í Noregi. „Bjarni og Kekic eru komnir í staðinn og fleiri sterkir leikmenn. Mér finnst við hafa einbeitt okkur að því að bæta þá veikleika sem voru í lið- inu í fyrra og fengið leikmenn í stað þeirra sem fóru. Ég tel okkur vera betur undirbúna heldur en í fyrra,“ sagði Magnús, þjálfari Víkings. 9. sæti ía KomniR: tinni Kári Jóhannesson frá ír, Jón Þór Hauksson tekur fram skóna að nýju. FARniR: arnar gunnlaugsson í FH, Bjarki Freyr guð- mundsson í Keflavík, Bjarki gunnlaugsson í FH, Hafþór Ægir Vilhjálmsson í Val, Hjörtur Hjartarson í Þrótt r., Igor Pesic í Fram, Pálmi Haraldsson er hættur. DV spáir ÍA níunda sæti. Skagamenn hafa misst sjö leikmenn frá síðustu leiktíð. Guðjón Þórðar- son tók við liðinu eftir síðasta tímabil og hann hefur aðeins fengið tvo leikmenn til liðsins. „Við erum á réttri leið, erum búnir að æfa vel í vetur og erum í ágætis formi. Það er alltaf hægt að gera betur. Það er mikið af ungum strákum og það ekki vitað hvernig þeir eiga eftir að bregðast við þeirri pressu og hamagangi sem fylgir því að vera í efstu deild. Við verðum bara að sjá hvernig þeir plumma sig og við verðum að hlúa að þeim og passa upp á þá,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA. 10. sæti Hk KomniR: Kristján ari Halldórsson frá ír, almir Cosic frá Leikni Fáskrúðsfirði, rúnar Páll sigmundsson frá stjörnunni, Þorlákur Hilmarsson frá Fylki, Calum Bett frá stjörnunni, Oliver Jaeger frá sviss. FARniR: Farnir: sigurður sæberg hættur, theodór Óskarsson í Fram, Helgi Pétur magnússon í ía, Ómar Ingi guðmundsson í aftureld- ingu. Kópavogsbær státar af tveimur liðum í efstu deild í ár en HK er þar í fyrsta sinn í sögunni. Í öllum spám sem birtar hafa verið er HK-ingum spáð stuttri dvöl í Landsbankadeildinni. „Þetta er það sem við bjuggumst við og er alveg eðlileg spá. Þetta verður frábært sumar fyrir klúbbinn og við ætlum að gera okkar besta og sjá hvert það skilar okkur,“ segir markvörðurinn Gunn- leifur Gunnleifsson, fyrirliði HK. Aðalsmerki HK í gegnum tíðina hefur verið samheldni enda er kjarni liðsins skipaður uppöldum leikmönnum. „Við ætlum að halda samheldninni í sumar. Það er skemmtilegt tímabil framundan og við ætl- um að njóta þess að spila í þessari deild,“ segir Gunnleifur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.