Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 49
DV Helgarblað föstudagur 11. maí 2007 49 Sakamál Margir telja að fjöldamorðin í Virgina Tech-skólanum í Bandaríkj- unum séu þau verstu sem framin hafa verið í bandarískum skóla. Sú er þó ekki raunin. Verstu fjöldamorðin áttu sér stað árið 1927 í Bath í Mich- igan-fylki. Þar var að verki Andr- ew Kehoe, en hann var fjárhalds- maður skólans. Hann ku hafa verið veikur á geði og ekki bætti úr skák að fasteignaskattar höfðu hækkað og býli hans var á leið undir hamar- inn. Þann 18. maí hóf hann daginn með því að berja Nellie eiginkonu sína í hel. Hann henti líki hennar í hjólbörur ásamt silfri þeirra hjóna og bar síðan eld að býlinu. Á með- an slökkvilið bæjarfélagsins barðist við eldinn keyrði hann sem leið lá að nýja skólanum. Og tendraði rakið að dínamíti sem hann hafði áður kom- ið þar fyrir. Að sögn vitna lyftist skólabygg- ingin af grunni sínum, veggirnir þrýstust út og þakið hrundi. Líkam- ar barnanna þeyttust út um glugg- ana og í kjölfarið fylltist loftið af sársaukaópum barna. En Kehoe lét ekki þar við sitja heldur sprengdi bíl sinn í loft upp með þeim afleiðing- um að hann fórst sjálfur auk ann- ars manns. Fljótlega dreif að fjölda fólks, björgunarfólk og harmi slegna foreldra í leit að börnum sínum. Íbú- ar fylkisins voru slegnir, en harm- leikurinn var ekki fréttaefni mjög lengi. Heildarfjöldi látinna í þessum harmleik var fjörutíu og fimm og eru þá Kehoe-hjónin meðtalin. Mestu fjöldamorð sem framin hafa verið í skóla í Bandaríkjunum: Harmleikurinn í Bath Það var á allra vitorði í smábæn- um Hagenbüchach í Suður-Þýska- landi að Andreas Eckstein væri ökuníðingur þó hann væri ungur að árum og ekki kominn með bíl- próf. Lögreglan þurfti fyrst að hafa afskipti að honum tólf ára göml- um á ólöglegri skellinöðru. Móðir hans gerði ekkert til að hjálpa syni sínum af rangri braut. Hún sér eft- ir því í dag og eru mæðginin höt- uð í heimabænum í kjölfar slyssins hræðilega. Andreas Eckstein lét ekki aðeins lögregluna taka sig fyrir hraðakst- ur á skellinöðrum heldur var hann einnig duglegur við að stela bílum ættingja sinna og bruna á þeim um sveitarvegina í nágrenni við heima- bæ sinn. Fjórtan ára varð hann til dæmis uppvís að því að keyra bíl ömmu sinnar á 110 kílómetra hraða í gegnum þorp þar sem há- markshraðinn er fimmtíu kílómetr- ar á klukkustund. Líkt og áður lét lögreglan duga að fylgja piltinum heim. Örlagarík nótt Það var um klukkan hálf fimm á laugardagsnótt fyrir þremur árum síðan að lögreglan barði að dyrum hjá Petru Eckstein, móður Andreas. Hún sá það samstundis á svip lög- regluþjónanna að þar fóru boðber- ar válegra tíðinda. Hún tók einnig eftir því þegar hún opnaði hurðina og sá út á bílaplan að bíllinn henn- ar var ekki þar sem hún skildi við hann. Lögreglan tjáði henni að fjórir drengir á aldrinum fjórtan til fimmtán ára hefðu dáið í umferð- arslysi um nóttina. Þeir hefðu verið farþegar í bílnum hennar. Ökumað- urinn hefði hins vegar lifað af. Þeir báðu hana um að koma með sér á sjúkrahúsið þar sem hann lá til að staðfesta að það væri sonur hennar. Hálftíma síðar stóð hún við sjúkra- beð meðvitundarlauss sonar síns. Lyklarnir lágu á glámbekk Fjórum vikum eftir slysið var Andreas loks í standi til að segja frá hvað hafði gerst. Hann segist hafa verið í partíi með vinum sín- um þegar sumir þeirra hafi hugs- að sér til hreyfings og sagst ætla að taka leigubíl í aðra veislu. Það þótti Andreas bruðl á peningum og bauðst þess í stað til að skutla strákunum. Þeir þyrftu hins veg- ar að bíða á meðan hann næði í bíl mömmu sinnar. Hann vissi fyrir víst að það yrði ekki mikið mál að stela bílnum enda geymdi hún alltaf lykl- ana á eldhúsbekknum þrátt fyrir að hann hefði margsinnis orðið upp- vís að því að stela honum. Þegar hann kom tilbaka í partíið á bílnum reyndu margir að tala drengina ofan af því að setjast uppí hjá Andreas, en án árangurs. Tíu mínútum síðar hafði hann keyrt bílnum á stórt tré með þeim afleiðingum að allir far- þegarnir dóu samstundis. Reiði bæjarbúa Andreas fékk tæplega tveggja ára dóm fyrir að hafa valdið dauða drengjanna fjögurra. Eins mun hann ekki fá ökuréttindi fyrr en tví- tugur og verður að inna af hendi hundrað tíma í samfélagsþjónustu. Móðir hans var dæmd í eins árs fangelsi og gert að greiða sekt upp á tæpar tvöhundruð þúsund íslensk- ar krónur. Dómarinn vildi meina að hún væri samsek syni sínum vitandi af þessu hegðunarvandamáli hans. Eftir afplánun dómsins féll dóm- ur götunnar og hann varð harðari að sögn móðurinnar. En þau mæðginin voru úthrópuð sem morðingjar. Ostasmyglarinn Mexíkómaður var stöðvaður við landamæri Mexíkó og Bandaríkj- anna. Með notkun gegnumlýsingartækis sáu landamæraverðir sextán pakka falda í sérútbúnu rými í bifreið hans. Þeir ályktuðu að um eiturlyf væri að ræða, en mikil var undrun þeirra þegar í ljós kom að smyglvarningurinn var fjörutíu kíló af osti! Farsímar skerða heilastarf- semina Ungur Norðmaður á nú möguleika á titlinum Heim- skasti fangi ársins. Forsagan er sú að honum tókst ásamt félaga sínum að flýja úr norsku fangelsi fyrir fjórtán mánuð- um síðan. Á meðan á þessu illa fengna frelsi stóð mundi hann að hann hafði gleymt farsím- anum í klefanum sínum. Hvað var til ráða? Jú, fara í fangels- ið og fá símann afhentan! Eitt andartak, er hann krafðist símans, rofaði til í heilabúinu og niðurstaðan var sú að þetta væri sennilega ekki mjög gáfu- legt. En þá var það of seint. Keðjusagar- sjálfsmorð- ingi Óhugnað- ur beið lögregl- unnar í Köln í Þýskalandi er hún kom í íbúð þar í kjölfar neyðarhringingar. Í íbúðinni fann lögreglan höfuðlaust lík tuttugu og fjögurra ára manns. Faðir mannsins hafði hringt í neyðarlínuna, en samtalið hafði rofnað í miðri setningu. Ástæðan var sú að ungi mað- urinn hafði drepið föður sinn á meðan á símtalinu stóð og síðan framið sjálfsmorð með því að saga af sér höfuðið með keðjusög. Lögreglan er engu nær um ástæður þessa fjöl- skylduharmleiks. Fjórtan ára var Andreas Eckstein stöðvaður af lögreglu á 110 km hraða á stolnum bíl. Hann stundaði hraðakstur á skellinöðrunni sinni og líka á bíl móður sinnar. Þrátt fyrir beiðni lögreglu tók hún ekki á vandanum og gerði bara illt verra. Andreas stal bílnum eina nóttina með hræðilegum afleiðingum. Hraðakstur endaði með dauða fjögurra vina Barnaskólinn í Bath skólinn lyftist af grunninum við sprenginguna. Ford Fiesta Bíll Petru Eckstein sem sonur hennar stal var af þessari tegund Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.