Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2007, Blaðsíða 42
Þ eim fækkar í sí- fellu sem sem keyra um á Tra- bant bílum hér á landi. Enn eru þó nokkrir eigend- ur Trabant bíla sem halda tryggð sinni við þessa bílategund og segjast hæstánægðir með bílinn. DV hafði upp á nokkrum stoltum Trabant eigendum og innti þá svars við þeirri spurningu hví þeir keyri bílinn enn í dag. Trabantinn barst til Íslands á tímum kaldastríðsins en hann var einkum algengur í Austur-Evrópu undir stjórn kommúnista fyrir fall járntjaldsins. Mörgum þykir bíllinn skondinn enda gerðu framleiðend- ur sitt besta við að lágmarka allan kostnað við gerð bílsins. Eigendur bílanna þekkja það af eigin raun og oft á tíðum fara aksturseiginleikar bílsins eftir veðri og vindum. Fékk Trabant 15 ára fyrir hundrað evrur Jón Baldur Bogason er tvítugur Reykvíkingur sem fékk áhuga á Tra- bant bílum strax á unga aldri. Hann hefur átt bílinn í fimm ár, en bíllinn er frá árinu 1987 og er af gerðinni Trabant P601delux. „Þegar ég var lítill átti amma upptrekktan Trabant sem ég lék mér með. Þá hugsaði ég með mér að ég ætti einhvern tímann eftir að eiga svona farartæki,“ segir Jón Baldur. „Síðan þegar ég var 15 ára rakst ég á bílinn á þýskri bílasölu á netinu og sá að hann var hræódýr. Frænka mín sem bjó þar sá um að kaupa bílinn fyrir mig. Fyrri eigandi var einhver þýsk kona sem vildi ekki selja bílinn nema hún væri sannfærð um að bíll- inn fengi gott heimili. Sjálf þurfti hún nauðug að selja bílinn því hún var að flytja til Sviss. Þegar hún var fullviss um að hann fengi gott heimili seldi hún frænku minni bílinn og pabbi sá um að flytja hann heim fyrir mig. Fyrir bílinn borgaði ég hundrað evr- ur,“ segir Jón Baldur. Bíllinn verið í fjölskyldunni í 20 ár Annar Trabanteigandi er Oddur Kristjánsson, 48 ára gamall Reykvík- ingur. „Pabbi og bróðir minn keyptu Trabantinn fyrir 20 árum en nokkr- um árum síðar komst hann í mína eigu og hefur staðið sig að ótrúlega vel,“ segir Oddur. „Yfirleitt fer hann í gegnum skoðun án þess að ég þurfi að gera mikið fyrir hann. Í fyrstu var ég ekkert allt of ánægður með hann, fannst hann stífur í stýri og óttalega erfiður í akstri. Svo vandist ég því og þykir fínt að keyra hann í dag. Ég fer bara yfir bílinn svona einu sinni á ári og oftast er bara eitthvað smá- legt sem þarf að gera við. Þetta er allt svo einfalt í bílnum og það er svo lítið sem getur bilað,“ segir Oddur Kristj- ánsson. „Bíllinn minn er bara keyrður 70 þúsund kílómetra og hann hefur lent í svona smálegum árekstrum, en engu stóru tjóni. Það er svolítið einkennandi fyrir bílinn að hann fer alltaf í sama formið aftur og réttir sig sjálfur. Að vísu lenti ég einu sinni í því að það var bakkað á hann og hann skekktist lítillega. Því þurfti ég að fara með hann í gegnum tryggingarnar. Þar var eiginlega hlegið að mér því fólk hélt ég væri að grínast með að koma með þennan bíl í tjónaskoð- un. En mér var hins vegar full alvara og fékk þetta bætt,“ segir Oddur kím- inn. Bíllinn vekur alls staðar athygli „Það er svolítið gaman að segja frá því að bíllinn vekur eftirtekt hvar sem hann er, bæði hjá útlendingum og Íslendingum,“ segir Oddur. „Mað- ur getur hvergi farið huldu höfði, en á móti gleður Trabantinn marga. Eitt sinn var ég að keyra á Sæbrautinni og þá keyrir rúta þar fram hjá. Bíll- inn vakti svo mikla athygli að allir í rútunni tróðu sér í aftasta gluggann til að skoða gripinn. Stundum er fólk líka að taka myndir af honum niðri í bæ.“ Oddur segist alltaf hafa áhuga á Trabant bílum og reyni að fylgjast með þeim á götunni ef hann sér þá. Hins vegar hafi hann ekki séð Tra- bant á götunum í eitt ár og sífellt sjái hann fleiri bíla sem búið er að leggja. Þrjóska til að halda bílnum gangandi Halldór Gíslason keypti sinn Tra- bant station P601 árið 1987, þriggja mánaða gamlan sem tjónabíl og gerði við hann. „Ég keyrði bílinn til 1990 en þá fór strákurinn minn á hann og keyrði hann í tíu ár í gegnum mennta- og háskólaárin. Eftir það fór hann út í nám og hætti að nota hann. Þá setti ég hann í geymslu á Klettum og þar var hann til ársins 2005. Þá byrjaði ég að gera við hann aftur, en allir burð- arbitar og slíkt voru ónýtir í honum. Föstudagur 11. maí 200742 Helgarblað DV Þrautseigur bíll Margir af yngri kynslóðinni þekkja ekki hinn fornfræga Trabant bíl þó hann hafi verið nokkuð algengur hér seint á kaldastríðsár- unum. Bíllinn á sér þó nokkra aðdáendur hér á landi sem allir segjast vera ánægðir með þennan austur-þýska fólksbíl. fyrir þrjóska eigendur Oddur Kristjánsson Fjölskyldan hefur átt trabantinn í tuttugu ár og bíllinn gengur eins og klukka. Halldór Gíslason Er stoltur trabant eigandi. Jón Baldur hefur lagt nokkuð í endurbætur á sínum trabanti. Á honum stendur slowrider sem er vísun í lágan hámarkshraða bílsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.