Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 77

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 77
75 undir vissum kringumstæðum verið erfið aðgreiningar. Nocardia myndar þó sjaldan coloniur í vefjum og þráðendarnir eru ekki kylfulaga(7). Einn sjúklingurinn fullnægði ekki þeim kröfum, sem gera verður til sjúkdómsgrein- ingar, en er þó innlimaður í hópinn, vegna ákveðinna kliniskra einkenna, samfara fistilmyndun frá abscess inn í munnhol. Öll voru börnin upphaflega meðhöndluð með parenteral penicillini í 2—4 vikur. Þrjú þeirra fengu áberandi eosinophiliu í lok þessarar meðferðar og varð að skipta yfir á önnur lyf hjá tveim þeirra, vegna útbrota, kláða og annarra ofnæmissvarana. Sýklalyfjameðferð var alls gefin í 6—3 vikur. Actinomyces israeli er yfirleitt næmur fyrir sýklalyfjum sem verka á Gram-já- kvæðar bakteríur. Þar er penicillin fremst í flokki og ekki er vitað til þess að penicill- inþolnir stofnar hafi enn komið fram. Vegna mikillar fibrosismyndunar og illvígra sýklahreiðra, eru öflugir lyfjaskammtar nauðsynlegir. Flestir mæla með 2—20 millj. ein. af daglegum penicillin skömmtum fyr- ir fullorðna í minnst 4—6 vikur og ef með þarf, allt upp í 6 mánuði í útbreiddri actinomycosis, eða þar til öll merki um virka bólgu eru horfin.. Flestir gefa peni- cillinið í æð eða í vöðva fyrstu 2—4 vik- urnar. Nýlegar rannsóknir á lincomycin og clindamycin meðferð í anaerobe-sýkingum lofa góðu og eiga þessi auðþolnu lyf senni- lega rétt á sér í actinomycosis, þegar paren- teral meðferð sleppir, vegna hæfni sinnar til að brjóta sér leið inn í ígerðir(7 12). E.t.v. má eingöngu notast við þessi lyf, ef um nýlegar sýkingar er að ræða, jafnvel í thoracal actinomycosis, en þá er meðferð haldið áfram í 6 mánuði(i:i). Vert er að leggja enn einu sinni áherslu á það, að actinomyces israeli er bakteria, en ekki sveppur og meðferð með sveppalyfjum, eins og amphotericin B, nær vitanlega engri átt og getur jafnvel skaðað(1:L). Horfurnar við actinomycosis fara fyrst og fremst eftir staðsetningu og útbreiðslu laesiona og einnig eftir beitingu meðferðar. Fyrir daga penicillins dóu allflestir þess- ara sjúklinga, nema þar sem sýkingin var mjög afmörkuð. Auk sýklalyfja þarf þó oftast að beita skurðhnífnum til að hleypa út ígerðum og fjarlægja sýkta vefi. Nú orðið má reikna með að um 90% sjúklinga fái fullan bata(810), þótt flestir beri ör eftir fistla og skurðaðgerðir. Öllum þessum börnum farnaðist vel, enda þótt stúlkan, sem lýst var í fyrstu sögunni, sýndi nokkra T takka inversionir í 1/2 ár og vægar fibrotiskar breytingar peri- cardialt í vinstra lunga í 2 ár eftir út- skrift. (Mynd 8). Hún kenndi sér hins veg- ar einskis meins og stundaði hlaup og aðr- ar íþróttir sem fyrr. Mynd VIII: — (Sj. I, — 2 árum eftir inn- lögn: Eðlileg hjartastærð. Áberandi minnk- un á parenchymal breytingum). Fig. VIII: — Case I, — 2 years after ad- mission: Heart size normal. Remarkable decrease in parenchymal changes. LOKAORÐ Hér hefur verið lýst 4 börnum með actinomycosis og sitthvað rifjað upp í sam- bandi við sjúkdóminn. Þessi tilfelli minna okkur á, að ígulmygla er síður en svo horfin af sjónarsviðinu á íslandi og ætti sennilega að greinast mun oftar, þar sem sjúkdómurinn er talinn vera 10—30 sinn- um algengari hjá fullorðnum, en börnum. Cervicofacial formið er tiltölulega ein- kennandi, og sársaukalaus fyrirferðaraukn- ing með rauðleitri yfirliggjandi húð, sem ekki hefur svarað venjulegri smáskammta- sýklalyfjameðferð, ætti ávallt að vekja grun um sjúkdóminn. Verra er með ab- dominal og einkum thoracal actinomycosis, þar sem hvorki klinisk né röntgenologisk einkenni eru dæmigerð fyrir sjúkdóminn, og þekkt eru. tilfelli af lungnaactinomy- cosis, sem árum saman hafa verið ó-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.