Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 23
21
Kristján Jónasson
HRYGGÞÓFARANNSÓKNIR MEÐ SKUGGAEFNI
Bakþreyta, þursabit og þjótak eru sjúk-
dómseinkenni, sem oft gefa tilefni til
röntgenmyndatöku á mjóbaki. Algengasta
orsök þessara sjúkdómseinkenna er hrörn-
unarsjúkdómur í hryggþófum í mjóbaki.
Aðeins í u.þ.b. 20% tilfellanna er getið á-
verka í sjúkrasögu.5
Þessi sjúkdómur veldur mestum einkenr.-
um hjá fólki á besta aldri, 30—50 ára og
gerir það oft óvinnufært um lengri eða
skemmri tima. Sjúkdómurinn hefur því
ekki aðeins alvarlegar afleiðingar fyrir
sjúklingana heldur og fyrir þjóðfélagið.
Vegna þessa sjúkdóms tapast árlega mikil
verðmæti í glötuðum vinnudögum.
Hrörnunarbreytingarnar byrja í hrygg-
þófakjarnanum, sem þornar, springur og
fúnar. Fúinn í kjarnanum veldur því að
trefjabaugurinn þolir ekki eðlilegt álag.
Hann springur, fúnar og eyðist á sama hátt
og kjarninn. Hryggþófinn getur þá bungað
aftur í hrygggöng og þrýst á mænu og
taugarætur. Verði brestur í trefjabaugnum
pressast kjarnahlutar út úr þófanum, oftast
aftur í hrygggöng, undir eða í gegnum aft-
ara langband. Þessi fylgikvilli hryggþófa-
hrörnunar kallast hryggþófahlaup (pro-
lapsus disci intervertebrales).
Sjúkdómseinkenni eru stundum svo skýr
að röntgenrannsókna gerist nánast ekki
þörf. í öðrum tilfellum er greiningin erfið
og geta þá röntgenrannsóknir komið að
miklu gagni.
Nákvæmnin við kliniska greiningu á
hryggþófahlaupi er talin vera um 80%.
Klinisk hæðarstaðsetning á hryggþófa-
hlaupinu er erfið og þar er nákvæmnin
ekki talin nema 65—70%.2
Bakmyndir af sjúklingum með hrygg-
þófahrörnun í mjóbaki sýna í 50% tilfell-
anna lækkaða hryggþófa, stundum með
beinasporamyndun á liðbolsbrúnunum í
kringum þófann. Þegar sjúkdómurinn hef-
ur staðið lengi þykkna endaplöturnar, sem
liggja að hinum hrörnaða hryggþófa.
Hryggþófahlaup er ekki hægt að greina
á yfirlitsmyndum. Röntgenmyndin getur
verið alveg eðlileg en hún getur einnig sýnt
einn eða fleiri lækkaða hryggþófa og þann-
ig vakið grun um hryggþófahrörnun.
Með skuggaefni er hægt að sýna fram á
hryggþófahlaup. Það má gera óbeint með
því að sprauta skuggaefninu í mænusekk-
inn, en einnig má sprauta því beint í hrygg-
þófakjarnann. Fyrri rannsóknaraðferðin
kallast myelografia en sú síðari discografia
eða nucleografia.
Myelografian er mikið notuð til þess að
sýna fram á dældir í mænusekk og rótar-
vasa. Líkurnar á því að slíkar dældir orsak-
ist af hryggþófahlaupi eru miklar, einkum
ef dældin er staðsett í sömu hæð og hrygg-
þófi. Rótarvasar eru oft stuttir og þá vant-
ar stundum alveg. Taugarnar geta því orð-
ið fyrir þrýstingi frá hryggþófahlaupi án
þess að það greinist á myelografiu. Séu
notuð olíuleysanleg skuggaefni er ná-
kvæmni myelografiunnar við greiningu á
hryggþófahlaupi talin vera 60—80%. Mye-
lografia gefur engar upplýsingar um hrörn-
unarbreytingar í hryggþófanum.
Discografian er bein rannsóknaraðferð,
sem gefur mynd af hryggþófanum og sýnir
hrörnunarbreytingar á hinum ýmsu stig-
um. Myndirnar gefa hins vegar ekki upp-
lýsingar um hvort ákveðin einkenni, sem
leitað er skýringar á, stafi frá hryggþófa-
hlaupi, eða hvort hryggþófahlaup, sem
greint er á röntgenmynd, þrýsti á taugarót.
Slíkar upplýsingar gætu hins vegar fengist
ef gerð væri myelografia og discografia
samtímis á sama sjúklingi.
Innspýting á skuggaefni í hryggþófa
framkallar sársauka. Sársaukatilfinningin
er talin hafa greiningargildi. Framkalli
innspýting samskonar rótarverki og sjúk-