Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 24
22 lingur hefur haft, eða eykur þá, séu þeir fyrir hendi, er ályktað að verkirnir stafi frá hryggþófanum sem sprautað var í. Upphafsmaður þessarar rannsóknarað- ferðar var Knut Lindblom, fyrrum prófess- or við röntgendeild Karolinska sjúkrahúss- ins. Hann lýsti fyrstu discografiunni 1948. í lýsingunni segir hann m.a.: „Innspýting á skuggaefni í hryggþófa sýnir fram á rifur og gefur upplýsingar um hvort einkenni sjúklingsins stafi frá hryggþófanum.“ í þessari lýsingu telur hann aðferðina hafa mikið gildi. Höfuðástæðuna fyrir því, að þessi aðferð náði ekki útbreiðslu á Norðurlöndum, taldi prófessor Lindblom síðar vera þá, að hún væri tæknilega erfið. Hann taldi þó sjálfur að með sjónvarpsskyggningu yrði hún auð- veldari og næði meiri útbreiðslu. Hann taldi einnig að sársaukatilfinning sú, sem sjúklingarnir finna, þegar sprautað er í hryiggþófa, gæti gefið villandi upplýsingar. Rótarverkir gætu komið þó að sprautað væri í annan hryggþófa en þann, sem ein- kennum veldur. Ekki væri heldur öruggt að innspýting í þann sama hryggþófa gæfi rótarverki. Við discografiuna notaði Lindblom tvö- falda nál. Ytri nálin var stutt, 0,8 mm í ytra þvermál. Henni var stungið inn í mið- línu eins og mænustungunál, en ekki ætlað að fara inn í hryggþófann. Innri nálin var ástungunál. Hún var aðeins 0,6 mm í ytra þvermál. Henni var stungið inn í hrygg- þófann að aftan. Upphaflega aðferð Lindbloms hefur ver- ið endurbætt í því augnamiði að komast hjá að stinga gegnum mænusekk. Þetta er aug- ljóslega mjög æskilegt. Sjúklingarnir sleppa við höfuðverk, sem er algengur eftir mænustungu. Ekki er hætta á að skugga- efni blandist mænuvökvanum og blóðkúlu- myndun verður ekki fyrir aftan hryggþóf- ann. í stað þess að stinga í miðlínu er stung- ið 2 cm. lateralt við miðlínu3 eða 8 cm lateralt við miðlínu.8 Discografian hefur verið talin hafa í för með sér fylgikvilla. Prófessor Wellauer í Zúrich nefnir blóðkúlumyndun aftan við hryggþófann og telur það geta valdið þrýst- ingi á mænu. Þessi hætta er einkum fyrir hendi ef stungið er á hryggþófum í hálslið- um. Hann nefnir einnig aukna rótarverki sem dæmi um beina fylgikvilla discografiu. Hann vitnar í höfunda sem telja að disco- grafiurnar geti valdið hrörnunarbreyting- um í heilbrigðum hryggþófum.11 Aðrir höfundar, einkum bandarískir, svo sem Collins og Bauer, telja sannað, að discografiurnar valdi ekki hrörnunarbreyt- ingum og fylgikvillar við discografiu á hryggþófum í mjóbaki séu mjög sjaldgæf- ir.2 1 Discografian hefur frá upphafi verið um- deild rannsóknaraðferð. Sé hún gerð með hliðarástungu má fullyrða að hætta á fylgi- kvillum sé hverfandi lítil. Hún er tímafrek- ari en myelografia með vatnsleysanlegu skuggaefni, geislaskammtur á lækni og sjúkling er hærri og óþægindi fyrir sjúk- linginn eru meiri, a.m.k. meðan á rannsókn stendur. Myelografia með vatnsleysanlegu skuggaefni gefur betri hugmynd um hversu dældaðir rótarvasar og mænusekkur eru af völdum hryggþófahlaups og annarra fyrirferðaraukninga, en discografian er hins vegar eina rannsóknin, sem sýnir hrörnunarbreytingar í hryggþófunum á hinum ýmsu stigum. Hún sýnir hvort rifur eru í trefjabaug og hvort kjarnahlutar hafi pressast út úr hryggþófanum og þá hvert. Hin siðari ár hefur ný meðferð við hrygg- þófahrörnun og hryggþófahlaupi rutt sér til rúms á mörgum sjúkrahúsum, einkum vestanhafs. Gerð er discografia á 3 neðstu hryggþófunum í mjóbaki og ef myndirnar gefa tilefni til er strax á eftir og í gegnum sömu nál sprautað upplausnarefni, sem leysir upp kjarnahlutana og eyðir þannig hlaupinu. Þessi meðferð kallast chemonu- cleolysis. Til þess að leysa upp kjarnahlut- ana er notað efnið chymopapain. Þessi nýja meðferð hefur gefið discografiunni aukið gildi. í samráði við Dr. Bjarna Jónsson hafa discografiur verið gerðar á röntgendeild Landakotsspitala síðan 1974 með það i huga að taka upp hina nýju meðferð. Þær hafa verið gerðar með hliðarástunguaðferðinni, eins og henni er lýst í bréflegum upplýs- ingum til Dr. Bjarna af bandarískum ortoped, E.J. Nordby.8 Sjúklingurinn liggur á vinstri hlið á svampkodda, þannig að hryggur verði skakkur til hægri. Hann er festur niður með böndum úr heftiplástri. Tengilína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.