Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 21
19
það hefur enn verið gefið frjálst*. Mér leist
þann veg á discographiurnar, að ástæða
væri til þess að reyna hvernig þær gæf-
ust í okkar höndum.
Oít er enginn vafi á, að um þrýsting á
rót er að ræða og þarf þá ekki frekari að-
gerðir til þess að greina hann. En öðru
hvoru koma sjúklingar með verk, sem sýn-
ist vera vegna þrýstings á rót, en ekki önn-
ur einkenni eða ekki svo skýr, að fullyrt
verði um orsökina. Þá er gott að hafa aðr-
ar rannsóknir til stuðnings. Þegar ég svo
komst í kynni við discographiu þótti mér
þar vera komin rannsóknaraðíerð, sern
væri þess virði að reyna. Þar er skugga-
efni spýtt inn í þófakjarnann og hægt að
gera sér hugmynd um ástand hans, hvort
þófinn bungar inn í mænugang eða hvort
hluti af kjarnanum hefur brotist í gegnum
trefjabaug.
Síðan í nóv. 1974 hefur þessi rannsókn
verið gerð nokkrum sinnum í Landakots-
spítala, þar sem klinisk einkenni þóttu
ckki taka af skarið, að um rótarþrýst-
ing væri að ræða. Verður þeim rannsókn-
um lýst af yfirlækni Röntgendeildar spít-
alans, Kristjáni Jónassyni.
Ég vil aðeins drepa á eitt tilfelli. Það var
16 ára gamall piltur með sáran verk niður
vinstri fót. Hann hafði svolítið daufara
snertiskyn svarandi til L5 vinstra megin
og vafasama extensora paresis. Hnéskelja-
viðbrögð voru greinileg og jöfn beggja
megin en ekki var örgrannt um að vinstra
hásinavviðbragðið væri veikara en það
hægra. Lasegue H = V + við 70°. Með því
að einkenni voru ekki skýrari og sjúkling-
ur óvenjulega ungur til þess að hafa þófa-
hlaup, var ráðist í discographiu. Hún sýndi
svo ekki varð um villst, að þófakjarni hafði
þrýstst aftur í mænugang neðan við L4
(mynd 1).
Við aðgerð fannst þar stórt þófahlaup.
Sjúklingur varð verkjalaus strax eftir að-
gerð.
Ég býst við, að ég leiti á náðir disco-
graphiu framvegis ef ég er í vafa um hrygg-
þófahlaup.
* Á hausti 1976 var ég aftur staddur í Boston og
tjáði Dr. Huddlestone mér þá að heilbrigðis-
stjórn Bandaríkjanna hefði afturkallað leyfi til
innspýt.ingar á chymopapaini.
Mynd 1.
SUMMARY
The etiology of low back pain and sciatica is
discussed. A comparison is drawn between lumbar
discography and myelography in relation to the dia-
gnosis of a herniated lumbar disc.
HEIMILDIR:
1. Ford, Lee T. & Key, Albert: An Evaluation of
Myclography in the Diagnosis of Intervertebral
Disc Lesions in the Low Back.
J. of Bonc & Joint Surg., 32A: 257-266, 1950.
2. Goldner. Leonard J., Durham, N.C. Bréfleg-
ar upplýsingar.
3. Hirsch, Cari: Studies on the Pathology of Low
Back Pain.
•T. of Bone & Joint Surg.,41B:237-243, 1959.
4. Hirsch, Carl: Efficiency of Surgery in Low
Back Disorders.