Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 37

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 37
35 dóu, létust meir en viku eftir komu á sjúkrahúsið. í seinni skýrslu Landspítal- ans dóu 5 af 22 sjúklingum meira en 3 vik- um eftir innlögn. í okkar hópi dóu 48 sjúk- lingar af 128 á fyrsta sólarhringnum eða 37,5%, en 28 sjúklingar 2 vikum eða meir eftir komu. Meðallegutími sjúklinga á gjör- gæzludeildinni er að jafnaði um 6 dagar. Stór hluti sjúklinganna deyr því eftir að vera kominn af gjörgæzlu- eða hjartagæzlu- deildunum. STEFNA SPÍTALANS Landakotsspítali tók strax þá stefnu að halda gjörgæzludeild frekar en hjarta- gæzludeild. Spitali, sem fæst við bráða sjúkdóma, bæði skurðtæka og lyflæknis- fræðilega, getur nú til dags ekki komizt hjá því að hafa gjörgæzlu. Hefði því þurft að hafa tvær deildir, ef menn vildu að- skilja þetta tvennt. Eins og vaktakerfi spítalanna er hér í bænum, má reikna með, að yfirgnæfandi mestur hluti sjúklinga með kransæðastiflu komi inn á svokölluð- um ,,acute“-vöktum, sem spítalinn hefur 3ju hverja viku. Ef reikna má með því, að meðallegutími þessara sjúklinga á gjör- gæzlu og/eða hjartagæzludeild sé innan við viku, þá má sjá að léleg nýting fengist á rúmum á slíkri deild, ef þau væru ekki tekin til annarra nota milli vakta. Sömu- leiðis má segja, að tækjabúnaður þurfi að vera sá sami á báðum deildunum og þjálf- un starfsfólks lík. Gjörgæzludeildin er að dómi ailra lækna snítalans ómissandi þáttur í starfsemi hans. Þægindi við gæzlu er afar mikil, þótt vissu- lc?a hafi sýnt sig, að sama árangri má ná með því að hafa kransæðasjúklinga á víð og dreif í spítalanum, svo fremi sem sér- stök vakt er þá yfir hverjum, en svo var áður. í flestum skýrslum hafa menn reynt að gera sér grein fyrir því, hvort hlutfall sé milli dánartölu og þess. hve snemma sjúk- lingar koma á sjúkrahúsið. Auk þess hvað verkir hafa staðið lengi fyrir komu á spítal- ann, ef það gæti gefið bendingu um að brevtinga væri þörf á flutningskerfi, vakt- þjónustu í bænum og þvíumlíku. Oft hef- ur verið talið, að stór hluti þessara sjúk- linga deyi heima, áður en þeir komist á spítala og hefur það orðið tilefni nokkurra TABLE VII TIME INTERVAL FROM ONSET OF SYMPTOMS UNTIL ARRIVAL AT HOSPITAL. TIME . 1966 NO. 1970 % 1971 - N0 1975 % 0 - 5 HOURS 68 32 112 31 6-11 HOURS 40 19 75 20 12-23 HOURS 35 17 44 12 > 24 HOURS 47 22 88 24 UNCERTAIN / UNKNOWN 4 2 19 5 EPISODE IN HOSPITAL 17 8 28 8 auglýsingaherferða, hjartabíla og í öðrum löndum ,,mobile coronary care units“. Á töflu VII má sjá, að enginn marktækur munur er á því, hversu fljótt sjúklingar hafa komið á spítalann á þessum tveimur 5 ára tímabilum, sé miðað við 5 klst. Sama er að segja, ef miðað er við fyrsta dægrið eða fyrsta sólarhringinn. Sjá má að 64,8% sjúklinganna koma inn á spítalann á fyrsta sólarhringnum, en aðeins 23% eftir meira en sólarhring. I skýrslum Landspítalans hafa heldur fleiri komið fyrr inn seinni árin. Samkvæmt Juul (6) koma hans sjúk- lingar fyrr inn en hjá ckkur, en 65% eru kcmnir innan 12 klst. frá því einkenni byrja og 75% innan sólarhrings. Eigi að síður er dánartala hans 26,1% og er þá sleppt þeim, sem koma inn dánir og ekki tekst að endurlífga. Hjá Juul dóu allir sjúklingar, sem vcru í hjartalosti við komu cg má sjá, að hjá okkur voru 23 sjúkling- ar af þeim, sem dóu, lostnir við komu. MEÐFERÐ. Lögð hefur verið áherzla á rúmlegu í byrjun siúkrahúsvistarinnar. Sá tími hef- ur þó stytzt með árunum. Þegar þessi at- hugun byrjar, voru sjúklingar hafðir í rúminu í 10-—14 daga, en nokkuð mismun- andi eftir því hvað sjúkdómurinn var þung- ur og hvaða læknir stundaði sjúklinginn. Nú eru flestir sjúklingar teknir fram úr eftir u.þ.b. viku og einn læknir leyfir sjúk- lingum sínum að fara fram úr strax og þeir eru orðnir verkjalausir. Þótt áherzla sé lögð á hvíld í byrjun sjúkdómsins hafa sjúklingar alltaf verið látnir hreyfa sig í rúmi, borða sjálfir og snyrta sig strax og ástand þeirra hefur leyft. Venjulega hafa L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.