Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 55

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 55
53 Þorkell Bjarnason, Tómas Árni Jónasson, Óli Hjálmarsson LOFTBLÖÐRURIRISTLI. (Pneumatosis cystoides coli.) Sextíu og fjögurra ára karlmaður var innlagður á Landakotsspítala 1977 vegna ristilóþæginda, sem reyndust stafa af loft- blöðrum í ristli (pneumatosis cystoides coli). Hér á eftir er gerð grein fyrir sjúk- dómi þessum, helstu mögulegum orsökum og skýrt frá sjúklingnum og súrefnismeð- ferð þeirri er hann fékk. INNGANGUR, EINKENNI, GREINING. Loftblöðrur í þörmum (pneumatosis cys- toides intestinalis) er sjúkdómur, sem fyrst var lýst af Du Vemoi á fyrri hluta 18. ald- ar(-). Þótt sjúkdómurinn sé sjaldgæfur, hefur yfir þúsund sjúklingum verið lýst(1). Algengasti aldurinn er milli þrítugs og fimmtugs, en hefur fundist á öllum aldri. Sjúkdómur þessi einkennist af loftfyllt- um blöðrum í vegg þarma ýmist undir serosa laginu eða undir slímhúðinni. Blöðr- ur þessar innihalda lyktarlaust, gerlasnautt loft, eru þaktar ófullkomnu lagi af endothel frumum að innan og eru misstórar, frá nokkrum mm upp í nokkra cm í þvermál. í garnaveggnum ber lítið á bólgufrumu- iferð, þó stöku sinnum einstaka risafrum- um. Algengasta staðsetning sjúkdómsins er í smágirni, þar næst í ristli og er lengd svæðis frá 2 cm til metra. Sjaldgæfari stað- setning er vélinda, magi, hengið, eitlar, sigband lifrar, lifrar- og magaband, þind, gallblaðra. leggöng og þvagblaðra. Fyrir kemur að loftblöðrur undir serosa springa og valda lofti í kviðarholi (pneumoperi- toneum), en vanalega án lífhimnubólgu. Stífla á görn er sialdgæf þótt stærstu blcðrurnar geti þrengt verulega að holi garnarinnar. Sjúkdóminn má greina með röntgen- rannsókn, ristilspeglun, kviðarholsskurði eða krufningu. Frá Röntgendeild, Lyfjadeild, Svæfingardeild Röntgengreiningu var fyrst lýst árið 1946 ('•'). Loftblöðrur má oft greina á yfir- litsmynd af kviðarholi og sjást þá blöðr- ur sem fylgja þarmaveggnum eða eru í klösum. Við skuggaefnisrannsókn sjást á- valar, misstórar innbunganir í skuggaefnis- súluna og svarandi til þeirra má sjá loft á milli skuggaefnissúlunnar og ytri brún- ar þarmaveggsins. Ef um stórar blöðrur er að ræða, koma fram þrengsli á görn. Við speglun á ristli sjást innbunganir, sem geta líkst sepum (polypum) og er slím- húðarþekja yfirleitt eðlileg að sjá, en loft- ið á bak við getur breytt lit, svo að verði grá-bláleitur og svipar að útliti stundum til adenoma villosum. Blöðrurn- ar eru stinnar átöku, en falla saman ef stungið er á þeim. Fyrir kemur að blöðrur þrengi svo að holi ristils, að speglun sé ekki möguleg. ORSAKIR. Um orsakir þessa sjúkdóms er ennþá margt óljóst, en í meiri hluta sjúklinganna er sjúkdómurinn talinn fylgikvilli annars sjúkdóms. Algengast er samband við sjúk- dóma, sem orsaka stíflu í þörmum að hluta (partial obstruction). Sársjúkdómur í pylorus með stíflu hefur verið talið algeng- ast. Stífla (mynd 1 A) er talin valda aukn- um þrýstingi ofan við og þrýstist þá intra- luminal loft í gegn um eðlilega slímhúð eða rifur í slímhúðarlaginu inn í þarma- vegginn. Þaðan fer loftið í gegnum þarma- vegginn að serosa og síðan niður eftir þarmaveggnum langa leið frá upprunalegu stíflunni. Önnur ástæða, sem talin er algeng, er lungnaþemba (mynd 1 B). Þá er talið að lungnablaðra rifni, með þeirri afleiðingu að loft þrýstist meðfram berkjum og æð- um inn í miðmæti og þaðan niður í retrc- peritoneum og þá eftir henginu niður í þarma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.