Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Side 55

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Side 55
53 Þorkell Bjarnason, Tómas Árni Jónasson, Óli Hjálmarsson LOFTBLÖÐRURIRISTLI. (Pneumatosis cystoides coli.) Sextíu og fjögurra ára karlmaður var innlagður á Landakotsspítala 1977 vegna ristilóþæginda, sem reyndust stafa af loft- blöðrum í ristli (pneumatosis cystoides coli). Hér á eftir er gerð grein fyrir sjúk- dómi þessum, helstu mögulegum orsökum og skýrt frá sjúklingnum og súrefnismeð- ferð þeirri er hann fékk. INNGANGUR, EINKENNI, GREINING. Loftblöðrur í þörmum (pneumatosis cys- toides intestinalis) er sjúkdómur, sem fyrst var lýst af Du Vemoi á fyrri hluta 18. ald- ar(-). Þótt sjúkdómurinn sé sjaldgæfur, hefur yfir þúsund sjúklingum verið lýst(1). Algengasti aldurinn er milli þrítugs og fimmtugs, en hefur fundist á öllum aldri. Sjúkdómur þessi einkennist af loftfyllt- um blöðrum í vegg þarma ýmist undir serosa laginu eða undir slímhúðinni. Blöðr- ur þessar innihalda lyktarlaust, gerlasnautt loft, eru þaktar ófullkomnu lagi af endothel frumum að innan og eru misstórar, frá nokkrum mm upp í nokkra cm í þvermál. í garnaveggnum ber lítið á bólgufrumu- iferð, þó stöku sinnum einstaka risafrum- um. Algengasta staðsetning sjúkdómsins er í smágirni, þar næst í ristli og er lengd svæðis frá 2 cm til metra. Sjaldgæfari stað- setning er vélinda, magi, hengið, eitlar, sigband lifrar, lifrar- og magaband, þind, gallblaðra. leggöng og þvagblaðra. Fyrir kemur að loftblöðrur undir serosa springa og valda lofti í kviðarholi (pneumoperi- toneum), en vanalega án lífhimnubólgu. Stífla á görn er sialdgæf þótt stærstu blcðrurnar geti þrengt verulega að holi garnarinnar. Sjúkdóminn má greina með röntgen- rannsókn, ristilspeglun, kviðarholsskurði eða krufningu. Frá Röntgendeild, Lyfjadeild, Svæfingardeild Röntgengreiningu var fyrst lýst árið 1946 ('•'). Loftblöðrur má oft greina á yfir- litsmynd af kviðarholi og sjást þá blöðr- ur sem fylgja þarmaveggnum eða eru í klösum. Við skuggaefnisrannsókn sjást á- valar, misstórar innbunganir í skuggaefnis- súluna og svarandi til þeirra má sjá loft á milli skuggaefnissúlunnar og ytri brún- ar þarmaveggsins. Ef um stórar blöðrur er að ræða, koma fram þrengsli á görn. Við speglun á ristli sjást innbunganir, sem geta líkst sepum (polypum) og er slím- húðarþekja yfirleitt eðlileg að sjá, en loft- ið á bak við getur breytt lit, svo að verði grá-bláleitur og svipar að útliti stundum til adenoma villosum. Blöðrurn- ar eru stinnar átöku, en falla saman ef stungið er á þeim. Fyrir kemur að blöðrur þrengi svo að holi ristils, að speglun sé ekki möguleg. ORSAKIR. Um orsakir þessa sjúkdóms er ennþá margt óljóst, en í meiri hluta sjúklinganna er sjúkdómurinn talinn fylgikvilli annars sjúkdóms. Algengast er samband við sjúk- dóma, sem orsaka stíflu í þörmum að hluta (partial obstruction). Sársjúkdómur í pylorus með stíflu hefur verið talið algeng- ast. Stífla (mynd 1 A) er talin valda aukn- um þrýstingi ofan við og þrýstist þá intra- luminal loft í gegn um eðlilega slímhúð eða rifur í slímhúðarlaginu inn í þarma- vegginn. Þaðan fer loftið í gegnum þarma- vegginn að serosa og síðan niður eftir þarmaveggnum langa leið frá upprunalegu stíflunni. Önnur ástæða, sem talin er algeng, er lungnaþemba (mynd 1 B). Þá er talið að lungnablaðra rifni, með þeirri afleiðingu að loft þrýstist meðfram berkjum og æð- um inn í miðmæti og þaðan niður í retrc- peritoneum og þá eftir henginu niður í þarma.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.