Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Síða 40
38 hafi batnað, því í höfuðstaðnum var sjúkra- hús, Sjúkrahús Reykjavíkur við Þingholts- stræti, sem jafnframt var kennslustofnun fyrir læknanema, en svo var þó ekki. Ekki kemur fram í skýrslum sjúkrahússins að Björn hafi stundað sjúklinga sína þar. Að- búnaðurinn í sjúkrahúsinu var í mesta máta frumstæður. Var sjálf skurðstofan eina kennslustofa skólans og var þar hvorki vatns- né skolpleiðsla. Sjúkrarúm voru fá og aðsókn dræm. Sjúklingar voru venjulega 30—40 á ári. Björn heldur áfram að gera augnskurði sína í heimahúsum, heima hjá sjúklingum eða þar sem þeir voru gestkomandi í bæn- um, enda því vanur frá Akranesi. Smit- gát hafði Björn á valdi sínu allt frá því hann hóf störf hér heima og var viðburður að auga spilltist af ígerð eftir aðgerð. Vegna eðlis augnaðgerða var unnt að beita smit- gát jafnvel við frumstæðustu aðstæður, eins og að jafnaði hafa verið þar sem Björn gerir aðgerðir. Smitgát við holskurði var aftur á móti lítt unnt að framkvæma, nema á sæmilega búnu sjúkrahúsi, enda fleygði holskurðartækni ört fram, er sjúkrahúsaðstaða á Landakoti kom til sög- unnar. Það er ekki fyrr en Landakotsspítal- inn tekur til starfa nær níu árum eftir að Björn sezt að í Reykjavík, að hann gerir augnaðgerðir á sjúkrahúsi. Þrátt fyrir tilkomu nýs sjúkrahúss, Landakotsspítala, gerir Björn enn margar aðgerðir heima hjá sjúklingum. Legukostn- aður, sem var kr. 1,50 á dag, auk læknis- hjálpar og ótti við að leggjast inn á spítala, mun einkum hafa ráðið því. Greinarhöfundur hefur haft til meðferð- ar konu, sem Björn skar upp 4. október 1902 á heimili venzlafólks hennar við Berg- staðastíg í Reykjavík. Var hún 13 ára er aðgerðin var gerð. Framkvæmdur var húð- flutningur af upphandlegg á efra augna- lok vegna örvefsmyndunar í húð, sem hún féjck eftir heimakomu og gat ekki lokað auganu og þurfti að hylja augað með lepp. Var skurðborðið þrjár kommóður, sem rað- að var saman. Tókst aðgerðin með ágætum og greri skinnbótin vel og gat hún lokað auganu eftir aðgerðina. Sagði sjúklingur höfundi, að fjárhags- ástæður hefðu ráðið því að hún var ekki skorin upp á hinum nýja Landakotsspítala. Þegar hafinn var undirbúningur nýrrar spítalabyggingar, sem gaf fyrirheit um bætta aðstöðu til skurðlækninga, fara þeir Björn Ólafsson, augnlæknir og Guðmundur Magnússon, docent til útlanda í nokkurra mánaða námsdvöl. Voru þeir þremenning- ar að frændsemi og nánir samstarfsmenn, því að Björn aðstoðaði Guðmund oft við meiri háttar aðgerðir. Lögðu þar leið sína m.a. til Lundúna og Berlínar og koma heim í marz 1902, um svipað leyti og hornsteinn er lagður að nýrri spítalabyggingu í túni Landakots. Mun þessi ferð þeirra félaga vera sú fyrsta, er starfandi læknar hérlendis fara til frek- ara náms. Er Landakotsspítalinn tekur til starfa á morgni þessarar aldar verða þáttaskil í sögu læknisfræðinnar hér á landi en skrið- ur var þó kominn á þá byltingu, er varð í handlækningum nokkrum árum áður. Forsenda þessara framfara var auðvitað smitgátin, sem Björn og Guðmundarnir höfðu á valdi sínu. Landakot verður nú höfuðsetur vísinda- legrar læknisfræði sunnanlands og nú fyrst er kleyft að leggja í ýmsar læknisaðgerðir er áður var torvelt að framkvæma s.s. holskurði. Verkleg kennsla læknanema í kliniskum greinum flyzt að Landakoti og þar taka til starfa þeir læknar, er gátu sér beztan orðstír í byrjun aldarinnar fyrir lærdóm og hæfni. Hinir fyrstu voru Guðmundur Magnússon, Guðmundur Björnsson og Björn Ólafsson. Árið 1905 bætast þeir Steingrímur Matthiasson og Sæmundur Bjarnhéðinsson í hópinn. Matthías Einars- son hefur starf á Landakoti árið 1906 og Guðmundur Hannesson 1907. Dr. Jónas Jónassen leggur örfáa sjúklinga inn á spítalann árin 1903 og 1904. Ársmeðaltal sjúklinga á Landakotsspítala var 310 árin 1903—1909, þau ár sem Björn Ólafsson starfaði þar. Samkvæmt lækningadagbókum Björns gerir hann a.m.k. 140 meiri háttar augn- aðgerðir á árunum 1903—1909, þar af 97 aðgerðir á Landakoti. Fjöldi aðgerða eykst lítið sem ekkert enda þótt betri aðstaða fá- ist á hinu nýja sjúkrahúsi, enda náði Björn góðum árangri við hinar frumstæðu aðstæð- ur, sem hann var vanur að starfa við.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.