Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 81

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 81
79 1. Sjúklingurinn hefur ekki thyrotoxi- cosu, en hefur augneinkenni, sem gætu stafað af skjaldkirtilssjúkdómi. 2. Til að greina milli hækkaðrar geisla- joðupptöku, t.d. við Hashimoto’s thyroiditis eða joðskortsstruma annarsvegar, en þá ættu svörin við prófinu að vera eðlileg, og thyrotoxicosu hinsvegar, en þá tekst bæl- ingin ekki. Geislajoðpróf og skann hafa verið gerð hér á landi á ísotopastofu Landspítalans síðan 1960. Margir ísotopar hafa verið reyndir en nú er algengast að nota 181I. Þegar joð, sem merkt hefur ver- ið með I131 er tekið inn, blandast það fljótt öðru joði í líkamanum. Tvö líffæri fjar- lægja joð aðallega úr blóðrásinni, skjald- kírtillinn og nýrun. Prófið byggist á því, að viss skammtur er gefinn og upptakan mæld í skjaldkirtl- inum eftir vissan tíma. Skammturinn og tímasetningin er breytileg frá einni rann- sóknarstofu til annarrar og normalgildin hafa sumsstaðar breyzt með árunum (9, 12). Hér er mælt eftir 4 klst. og 24 klst. og hafa normalgildin reynzt 2—21% eftir 4 klst. og 6—36% eftir 24 klst. Þessi rannsókn hefur verið mikið notuð til þess að greina thyrotoxicosu og hefur vissulega þann kost, að um beina mælingu á starf- semi skjaldkirtils er að ræða. Þá er gengið út frá því, að skjaldkirtillinn taki ekki eingöngu til sín óeðlilega mikið af joðinu, heldur að hann skili því jafnharðan út í blóðið aftur sem virkum hormon. Slíkt er þó ekki alltaf og þarf því að gæta þess, að ekki sé eitthvað, sem truflar mælinguna og meta prófið í samræmi við klinik. Betri mælingar á thyrotoxicosu eru nú til, en geislajoðupptakan er gagnleg í sambandi við T3-suppression próf (sjá fyrr). Neðri mörk upptöku eru lág og mörkin milli normal og subnormal eru óljó'S. Því er geislajoðpróf gagnslítið við greiningu á hypothyrosu. Ekki er aðeins hægt að mæla gamma geislana, heldur líka að fá myndrit (skann) af þeim. Isotopaskann af skjaldkirtli er gagnlegt til að siá hvort hnútar í skjaldkirtli safna í sig meira af joði en vefurinn í kring (eru heitir) eða minna (eru kaldir). Þá útkomu verður að meta, þegar a- kvörðun er tekin um uppskurð á skjald- kirtli vegna hnúta. Tíðni krabbameins í stökum, köldum hnútum er talin vera frá 8—44%, sennilega nálægt 20—25%, en afar lág í heitum hnútum (5, 11). Heitir hnútar geta hins vegar valdið thyrotoxicosu, sem hefur aðra sjúkdóms- mynd heldur en þá, sem sést við Mb. Basedow, þ.e. toxiskt adenom (Plummer’s sjúkdómur). Samkvæmt þessu eru aðalgildi geislajoð- prófs nú: 1. Að gera myndrit og leita að heitum og köldum hnútum. 2. Til undirbúningsmælinga fyrir með- höndlun með geislavirku joði. 3. Til að gera T.-i-suppressions próf. 4. Leita að meinvörpum frá krabba meini í skjaldkirtli. FLUTNIN GUR SKJALDKIRTILSHORMÓNA. Tr og Ts flytjast um líkamann bundin proteini. Thyroxin Binding Globulin (TBG) er helzta bindiprotein þessara hornv óna, en auk þess má geta Thyroxin Binding Prealbumis (TBPA) og albumis. Yfirborð rauðra blóðkorna bindur einnig Tr og T3. TBG hefur mesta hneigð (affinity) til þess að binda Ti og T.-i. Um það bil 99,95% af heildarmagni Ti er bundið proteinum og aðeins 0,05% er óbundið. Hins vegar er 99,5% af heildar- magni T3 bundið og 0,5% frítt. Hið ó- bundna hcrmón er sá hlutinn, sem er virk- ur. Með þeim aðferðum. sem venjulega eru notaðar til mælinga á Ti og T.'i, mælist bæði bundið og cbundið hormón. Breyt- ingar á TBG-magni í blóðinu geta því haft veruleg áhrif á niðurstöður þessara mæl- inga, sérstaklega á Ti. Liggi t.d. fyrir nið- urstöður Ti-mælinga, er það útilokað á grundvelli þeirra að greina á milli hyper- thyrcsu og T'-hækkunar vegna aukningar á TBG og á sama hátt á milli hypothyrosu og minnkunar á TBG, hvort sem orsökin er fækkun eða breyting á bindistöðum á TBG eða raunveruleg minnkun á styrk þess (concentration). Hjá rúmlega 50% af euthyroid sjúkling-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.