Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 31
29
NUHBER OF
PATIENTS
rf 403 151
? 174
130
120
110
100
90
80
70
60
50
40
30
20
10
AGE: _____30-49_______50-59 60-69 70-79 80-
FIG. 2 PATIENTS BY AGE AND SEX
HVATAMÆLINGAR.
Fyrstu árin létum við mæla GOT og
GPT og voru þær mælingar gerðar á Rann-
sóknarstofu Borgarspítalans. Stöku sinn-
um voru jafnframt gerðar mælingar á LDH.
Venja var að gera GOT-mælingu 3 daga
í röð, en þvi var fljótlega hætt, þar sem
oft var engin þörf á því, ef mæling var
þegar orðin afgerandi eða hjartarafrits-
breytingar ótviræðar.
Síðan árið 1970 hafa verið gerðar mæl-
ingar á HBDH á Rannsóknarstofu Landa-
kctsspítala og notaðar frekar en mæling-
ar á GOT eða LDH. HBDH gefur til kynna
hækkun á þeim tveim iosenzymum LDH,
sem ferðast lv'aðast í rafsviði og eru mest
einkennandi fyrir hjartavöðvann. HBDH
fer að hækka 12 klukkustundum eftir
að hjartadrepið verður, nær hámarki
á 48—72 klukkustundum og getur hald
ist hækkað í 2—3 vikur. Mæling á því
hefur þannig yfirburði yfir GOT-mæl-
ingar: Það hækkar jafn hratt, nær há-
marki jafn hratt, en er meira sérkennandi
fyrir hjartað og hækkunin helzt lengur.
Þessi mæling getur þvi hjálpað við grein-
ingu á kransæðastíflu, sem er nokkurra
daga gömul og gæti það líka haft þýðingu
hjá utanspítala sjúklingum.
Árið 1972 voru teknar upp mælingar á
CPK á spítalanum. Mæling þessi var val-
in vegna þess, að hún gefur fljótar upp-
lýsingar, efnið byrjar að hækka í blóði
strax 3 klukkustundum eftir að hjarta-
drepið verður, nær hámarki á 24 klukku-
stundum og helzt hækkað í 72 klukku-
stundir. Það hefur því reynzt vel að mæla
CPK á fyrsta degi sjúkdómsins og stað-
festa niðurstöður með mælingu á HBDH
næsta dag.
Þess ber að gæta, að ýmislegt annað en
hjartadrep getur valdið hækkun á CPK
cg á það raunar við um alla hvata, sem að
ofan eru nefndir. Til eru 3 isoenzym af
CPK og er eitt þeirra, MB, einkum ein-
kennandi fyrir hjartavöðvann. Það er ekki
enn mælt hér á landi, en mæling á því
mun verða tekin upp á Landakotsspítala
bráðlega.
Hvatamælingar hafa verið notaðar,
þegar þurfa hefur þótt, en ekki lögð á-
herzla á „routinu“-mælingar. Einkum hafa
hvatar ekki verið mældir dag eftir dag eftir
að sjúkdómsgreiningin hefur verið gerð.
Hvatar voru mældir einu sinni eða oft-
ar hjá 520 sjúklingum af 577 og hækkaðir,
þannig að það hefur hjálpað við sjúkdóms-
greiningu hjá 441 eða 84,8% af þeim sem
mælt var hjá.
KRUFNINGAR.
Ekki hefur verið regla né lagaskylda að
kryfja þá sjúklinga, sem andast á Landa-
kotsspítala og þótt krufningsstofa hafi alla
tíð verið í sjúkrahúsinu, var aðstaða til
krufninga ekki góð fyrr en árið 1972. Fram
að þeim tíma þurfti því að senda líkin á
Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg
og semja um krufningu hverju sinni. Árið
1972 var tekið að kryfja á spítalanum
sjálfum og hafa meinafræðingar frá Rann-
sóknarstofu Háskólans annast það.
Á fyrra 5 ára tímabili þessarar skýrslu,
1966 — 1970, létust 44 sjúklingar og voru
11 þeirra krufðir eða 25%, en á árunum
1971 — 1975 létust 83 sjúklingar og 35
þeirra voru krufðir eða 41,6%. Sé miðað
við opnun krufningarstofu á spítalanum
sjálfum, þá dóu 69 sjúklingar á árunum
1972 — 1975 og af þeim voru 34 krufðir