Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Qupperneq 31

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Qupperneq 31
29 NUHBER OF PATIENTS rf 403 151 ? 174 130 120 110 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 AGE: _____30-49_______50-59 60-69 70-79 80- FIG. 2 PATIENTS BY AGE AND SEX HVATAMÆLINGAR. Fyrstu árin létum við mæla GOT og GPT og voru þær mælingar gerðar á Rann- sóknarstofu Borgarspítalans. Stöku sinn- um voru jafnframt gerðar mælingar á LDH. Venja var að gera GOT-mælingu 3 daga í röð, en þvi var fljótlega hætt, þar sem oft var engin þörf á því, ef mæling var þegar orðin afgerandi eða hjartarafrits- breytingar ótviræðar. Síðan árið 1970 hafa verið gerðar mæl- ingar á HBDH á Rannsóknarstofu Landa- kctsspítala og notaðar frekar en mæling- ar á GOT eða LDH. HBDH gefur til kynna hækkun á þeim tveim iosenzymum LDH, sem ferðast lv'aðast í rafsviði og eru mest einkennandi fyrir hjartavöðvann. HBDH fer að hækka 12 klukkustundum eftir að hjartadrepið verður, nær hámarki á 48—72 klukkustundum og getur hald ist hækkað í 2—3 vikur. Mæling á því hefur þannig yfirburði yfir GOT-mæl- ingar: Það hækkar jafn hratt, nær há- marki jafn hratt, en er meira sérkennandi fyrir hjartað og hækkunin helzt lengur. Þessi mæling getur þvi hjálpað við grein- ingu á kransæðastíflu, sem er nokkurra daga gömul og gæti það líka haft þýðingu hjá utanspítala sjúklingum. Árið 1972 voru teknar upp mælingar á CPK á spítalanum. Mæling þessi var val- in vegna þess, að hún gefur fljótar upp- lýsingar, efnið byrjar að hækka í blóði strax 3 klukkustundum eftir að hjarta- drepið verður, nær hámarki á 24 klukku- stundum og helzt hækkað í 72 klukku- stundir. Það hefur því reynzt vel að mæla CPK á fyrsta degi sjúkdómsins og stað- festa niðurstöður með mælingu á HBDH næsta dag. Þess ber að gæta, að ýmislegt annað en hjartadrep getur valdið hækkun á CPK cg á það raunar við um alla hvata, sem að ofan eru nefndir. Til eru 3 isoenzym af CPK og er eitt þeirra, MB, einkum ein- kennandi fyrir hjartavöðvann. Það er ekki enn mælt hér á landi, en mæling á því mun verða tekin upp á Landakotsspítala bráðlega. Hvatamælingar hafa verið notaðar, þegar þurfa hefur þótt, en ekki lögð á- herzla á „routinu“-mælingar. Einkum hafa hvatar ekki verið mældir dag eftir dag eftir að sjúkdómsgreiningin hefur verið gerð. Hvatar voru mældir einu sinni eða oft- ar hjá 520 sjúklingum af 577 og hækkaðir, þannig að það hefur hjálpað við sjúkdóms- greiningu hjá 441 eða 84,8% af þeim sem mælt var hjá. KRUFNINGAR. Ekki hefur verið regla né lagaskylda að kryfja þá sjúklinga, sem andast á Landa- kotsspítala og þótt krufningsstofa hafi alla tíð verið í sjúkrahúsinu, var aðstaða til krufninga ekki góð fyrr en árið 1972. Fram að þeim tíma þurfti því að senda líkin á Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg og semja um krufningu hverju sinni. Árið 1972 var tekið að kryfja á spítalanum sjálfum og hafa meinafræðingar frá Rann- sóknarstofu Háskólans annast það. Á fyrra 5 ára tímabili þessarar skýrslu, 1966 — 1970, létust 44 sjúklingar og voru 11 þeirra krufðir eða 25%, en á árunum 1971 — 1975 létust 83 sjúklingar og 35 þeirra voru krufðir eða 41,6%. Sé miðað við opnun krufningarstofu á spítalanum sjálfum, þá dóu 69 sjúklingar á árunum 1972 — 1975 og af þeim voru 34 krufðir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.