Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 35

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 35
33 við flestar eða allar gjör- og/eða hjarta- gæzludeildir. Undanfarin ár hafa farið fram athuganir á mörgum sjúkrahúsum um árangur slíkra deilda. Hafa mörg yfirlit birzt og ckki þörf á að geta nema sumra. TABLE III SELECTED REFERENCES ON DEATH RATES FROM ACUTE MYOCARDIAL INFARCTION ( BM - BEFORE CON - STANT MONITORING; WM - WITH C.M.) YEAR STUDY B.M % W.M.% 1974 ASTVAD’ 38-6 414 1967 KILLIP 7 30-0 280 1971 CHRISTIANSEN2 410 18-0 1971 HOFVENDAHL4 350 170 1976 PETERSEN 35-8 24-3 254 20-6 1969 CHURCH3 34-0 180 1974 JUUL6 26-1 1976 O'ROURKE 8 260 14-2 1977 HUNT5 280 120 BSP9 290 lsp 210 234 LKT (OUR STUDY) 20-8 22-9 Á töflu III er getið nokkurra greina, sem birzt hafa um árangur og meðferð krans- æðastíflu fyrir og eftir tima gjörgæzlu- og/eða hjartagæzludeilda. Astvado.fi. (Bispebjerg) (1) báru þann- ig saman hóp 1108 sjúklinga með bráða kransæðastíflu, er fékk fyrstu meðhöndl- un á hjartagæzludeild þeirra, við 603 sjúk- linga, er þeir höfðu áður haft á venjulegri lyflæknisdeild. Niðurstaða þeirra var sú að enginn markverður munur hefði orðið á dánartíðni þessara tveggja hópa, en dánar- hlutfallið í fyrri hópnum var 38,6% og 41,4% í þeim síðari. Sömuleiðis lækkaði dánarhlutfall að- eins úr 30% í 28% hjá Killip og Kimbal (7) við breytingu úr venjulegri deild í hjartagæzludeild. Aðrir hafa sýnt fram á talsverða lækk- un á dánarhlutfalli við að taka upp hjarta- gæzludeildir, svo sem Christiansen o.fl. (2) og Hovendal (4). Petersen o.fl. (Glostrup) (10) hafa birt athuganir sinar á samanburði fjögurra tímabila í þróun hjartagæzludeildar sinnar og nær fyrsta tímabilið yfir 7 ár fyrir opn- un deildarinnar. Dánarhlutfall var þá 35,8%. Seinni 3 tímabilin stóðu í 2 ár hvert eftir opnun hjartagæzludeildarinnar og var dánarhlutfallið 24,3%, 25,4% og lækkaði niður i 20,6% síðustu 2 árin (1971—1973). Þeir þakka þennan árangur fyrst og fremst betri fyrirbyggingu á hjartsláttaróreglu, þar sem tiðni hjartastanz og losts var ó- breytt og dánartíðni þeirra, sem fengu hjartalost breyttist ekki. Þeir hafa sjúk- linga sína í 3 vikur í hjartagæzludeildinni. O’Rourke o.fl. (St. Vincent’s Hospital, Melbourne) (8) hafa ritað um reynslu sína af því, sem þeir kalla „New generation coronary care unit“ og bera saman 2 ár (1973—1975) á henni (620 sjúklingar) við venjulega hjartagæzludeild er þeir höfðu áður. Dánarhlutfallið var áður 26% en fór niður í 14,2%. Á nýju deildinni eru tök á að fylgjast að staðaldri með þrýstingi í lungnaslagæð og aðstæður eru til að setja upp „intraaortic ballon counterpulsation pumps“. Þeir telja sig geta komið dánartöl- unni niður í 5% með því að útiloka alla eldri en 65 ára. Fram kemur og í grein þeirra, að siúklingar koma ekki beint inn á hjartagæzludeildina, heldur fyrst á slysa- varðstofu spítalans og þeir sem deyja þar eru ekki taldir með. Hunt o.fl. (Royal Melbourne Hospital) (5) hafa birt skýrslu yfir dánarhlutföll sín á 12 ára tímabili (1963—1975) og hef- ur lækkunin orðið úr 28% niður i 12%. Þessir sjúklingar voru allir á hjartagæzlu- deild, en tölurnar miðaðar við 28. dag á spitalanum. Að auki virðist sem þeir sjúk lingar, sem lífgaðir hafa verið við eftir hjartastanz hafi verið fluttir af hjarta- gæzludeildinni yfir á gjörgæzludeild ef þeir þurftu á öndunarhjálp að halda. Á almennum spítala, þar sem eingöngu starfa heimilislæknar, gátu Church o.fl. (3) lækkað dánarhlutfallið úr 34% i 18% er þeir opnuðu 4ra rúma gjörgæzludeild með vel þjálfuðu hjúkrunarliði. Þá hefur Juul (Ábenrá) (6) birt skýrslu um 142 sjúklinga á almennri lyflæknis- deild, en sem þó hefur verið fylgzt með á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.