Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 53

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 53
Stefán Ólafsson, Aðalsteinn Ásgeirsson, Björn Guðbrandsson GREINING OG MEÐFERÐ ÓVANALEGS ÓTILA HJÁ 13 MÁNAÐA DRENG.¥ 51 Á þeim 17 árum, sem Barnadeild Landa- kotsspítala hefir starfað, hafa mjög fá börn verið vistuð á deildinni vegna ótila (corpus alienum) í koki eða vélinda. Slíkir ótilar eru þó ekki óalgengir hjá börnum, en fæst þeirra eru lögð inn á sjúkrahús. Algengustu ótilarnir, (nálar, fiskbein, hlutar úr kjúklingabeinum), sem standa fastir í koki, eru fjarlægðir af læknum og börnin síðan aftur send heim. Hlutir sem fara niður í vélinda, ganga venjulega ad vias naturales. Oft er þar um peninga að ræða og jafnvel nokkuð stór- ar myntir ganga allt í gegn og skila sér með hægðum. Hér verður sagt frá fyrirbæri, sem kom til kasta deildarinnar á s.l. sumri, sem er all óvenjulegt, bæði vegna þess, hve ein- staklingurinn var ungur og eins vegna þess, hve gangur sjúkdómsins var sérkenni- legur. SJÚKRASAGA. Drengur, sem fæddur er í júní 1976, var lagð- ur inn á barnadeildina í júlí 1977. Foreldrar hans leituðu til eins okkar, B.G., á stofu um miðjan júli og voru aðaleinkennin frá barka. Var hann með hrjúfan hósta, einstaka sinnum sogkenndan. Hóstinn kom á kvöldin, begar hann var lagður niður. Hann hafði ekki haft hita og ekki er vitað um meðferð fyrri en B.G. sá hann. Hann hafði ekki haft önnur einkenni, en lýst hefir verið, sérlega ekki kyngingar- örðugleika. Drengurinn var fremur grannur, ekki veik- indalegur. Ekkert athugavert var að sjá í munnholi eða koki, en hann var með eyrna- bólgu beggja megin. Lungu voru hrein beggja megin og engin mismunur á hlustun. Grunur lék á, að hann væri með kíghósta og var hann settur á Erythromyein 200 mg x 2. Hann kom viku seinna í eftirlit, eins og um hafði verið talað og hafði ástand þá ekkert breyst: Foreldrar sögðu að ennþá kæmi þessi sogkenndi, leiðinlegi hósti. Ákveðið var að taka mynd af öndunarfær- um. Kom þá í ljós kringlóttur, röntgenfastur * Frá Barnadeild Landakotsspitala. hlutur, sem staðsettur var í hálsinum, að því er virtist, ofarlega í vélinda. Var drengurinn því vistaður á deildinni og ákveðið að fjarlægja ótilann í svæfingu daginn eftir komu (21.7.1977). Gerð var oesophagos copia (St. Ól.): Mjög erfitt var að koma rörinu niður, vegna bjúgs efst í vélindanu og við minnstu snert- ingu blæddi mikið úr slímhúðinni. Hluturinn, sem fram hafði komið á Rtg-myndum, sást ekki í scopinu og var þá ákveðið að staðsetja hann i sjánvarpsskyggningu. Tókst þá að stað- setja ótilann, sem grafinn var í framvegg vélindans ofarlega. Erfiðlega gekk að ná taki á honurn, vegna þess hve þunnur hann var, en þegar hann hafði verið dreginn fram, kom í ljós málmþynna með skörpum brúnum, 2,2 cm i þvermál og 0,5 mm á þykkt. Ástand sjúklings eftir aðgerðina var gott. Lögð var niður magasonda og auk næringar í æð, var drengurinn nærður um slönguna í viku eftir aðgerðina. Þá var slangan tekin upp, enda var hann þá farinn að kyngja eðli- lega. Engir fylgikvillar komu fram eftir aðgerðina, en þeir eru mjög algengir eftir slíkar aðgerðir, enda þarf veggur í vélinda, sem þegar er sollinn eða særður, mjög lítið til þess að rofna og myndast þá loftbrjóst og/eða bólga í miðmæti. 1 öryggisskyni voru drengnum því gefin fúkalyf. Hann fór heim á níunda degi og var þá hress. Móður hans var ráðlagt að gefa honum mjúka fæðu næstu vikurnar og mikið fljót-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.