Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 27
25
Mynd 3: — C: Hryggþófahlaup. D: Hrygg-
þófahlaup og hryggþófarifa.
þófahlaup, 4) Hryggþófarifa (myndir 2 og
3). í sama hryggþófa geta allar hinar
sjúklegu breytingar farið saman.
Erfitt getur verið að greina hrörnun á
byrjunarstigi. Eins og áður er sagt getur
kjarnmn verið mismunandi að stærð og
mitti er ekki alltaf til staðar. Sjúkdóms-
greiningin hryggþófahrörnun er ekki örugg
nema hryggþófinn sé lægri en eðlilegt er.1
Hryggþófarnir afmarkast af línum sem
tengja saman aðliggjandi liðbolsbrúnir. Ef
skuggaefnið fer út fyrir þau mörk, sem
afmarka hryggþófann, er greiningin hrygg-
þófahlaup. Algengast er að hlaupið verði
posterolateralt í hrygggöng, en það getur
einnig orðið beint aftur á við, til hliðanna
eða fram á við. Hlaupin geta einnig orðið
lóðrétt í aðliggjandi endaplötur. Ef skugga-
efnið fer aftur í hrygggöng og dreifir úr sér
fyrir framan mænusekk og myndar þar
rák, samsíða hrygggöngum, gefur það til
kynna rifu í trefjabaug og aftara langband.
Greiningin er þá hryggþófarifa.
Röntgengreiningin hryggþófahlaup felur
í sér bæði bungandi hryggþófa og hlaup
undir eða í gegnum aftara langband. Stund-
um má greina eyður í skuggaefnið, sem
safnast fyrir aftan mörk hryggþófans, og þá
draga þær ályktanir, að þófahlutar hafi far-
ið gegnum trefjabaug og aftur í hrygggöng.
Þegar hryggþófahlaup hefur verið greint
á röntgenmynd á eftir að gera sér grein
fyrir hvaða klíniska þýðingu það hefur. Ef
hlaupið bungar meira en 3,5 mm aftur í
hrygggöng, telur Collis það gefa til kynna,
að kjarnahlutar hafi gengið út úr hryggþóf-
anum. Líkurnar fyrir þrýstingi á taugaræt-
ur eru þá miklar. Ef útbungunin er minni
vill hann notfæra sér sársaukasvörun sjúk-
lingsins. Hún er af öðrum talin óáreiðan-
leg, eins og tekið er fram hér að framan.
I vafatilfellum verður læknir sá er annast
sjúklinginn að draga ályktanir af klínisk-
um einkennum sjúklingsins og haga með-
ferð með tilliti til þeirra, ekki síður en
af niðurstöðum röntgenrannsókna.
Skurðaðgerð var gerð á 14 sjúklingum.
sem höfðu verið rannsakaðir með disco-
grafiu og voru 29 hryggþófar athugaðir, en
á 27 þeirra hafði verið gerð discografia. í
aðeins einu tilfelli var hryggþófi athugað-
ur, sem var eðlilegur við discografiu. Þessi
hryggþófi var eðlilegur við innankönnun.
Við aðgerð á áðurnefndum 27 hryggþóf-
um komu í ljós 4 frí hryggþófahlaup og 5
bungandi hryggþófar, sem þrýstu að tauga-
rótum. f 8 tilfellum fundust sjúklegar
breytingar í hryggþófum, sem ollu þó ekki
þrýstingi á taugarætur. Þessir hryggþófar
voru ýmist bungandi, mjúkir eða mjúkir og
bungandi. Botninn undir taugarót var í 8
tilfellum sléttur og hryggþófaflöturinn að
aftan virtist eðlilegur.
Við discografiu greindust 8 af 9 hrygg-
þófahlaupum, sem þrýstu á taugarætur.
Hrörnunarbreytingar á discografiu voru
oftast augljóslega meiri í þeim hryggþóf-
um, sem voru mjúkir, bungandi eða mjúkir
og bungandi en í hinum, sem höfðu slétt-
an bakflöt. í einu tilfelli var röntgengrein-
ingin stórt hryggþófahlaup, þar sem innan-
könnun sýndi aðeins bungandi hryggþófa.
Discografian gaf i 25 tilfellum af 27 rétta
mynd af ástandi hryggþófanna. Þar sem
greiningin reyndist ekki rétt, var um að