Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 86
84
Óli Björn Hannesson
SMÁSJÁRAÐGERÐIR VIÐ AUGNLÆKNINGAR
Ný glákuaðgerð kynnt
Á síðustu tveim áratugum hafa orðið
miklar tækniframfarir í augnskurðlækn-
ingum og þar á ég við smásjáraðgerðir
(microsurgery), sem hafa verið að ryðja
sér braut í vaxandi mæli. Við skurðlækn-
ingar á augum hafa augnlæknar lengi not-
að gleraugu með stækkunarútbúnaði
(loupe), sem stækkar tvöfalt og jafnvel
upp í fjórfalt, hefur þetta verið nauðsyn-
legt vegna smæðar liffærisins, og eykur
verulega nákvæmni við augnaðgerðir. Hins
vegar hafa með aukinni tækni verið hannað-
ar aðgerðarsmásjár (operating micro-
scopes), sem hafa bætt enn mjög mikið þá
möguleika sem felast í miklum mun ná-
kvæmari vinnu við þetta viðkvæma líffæri,
enda er stækkunin með aðgerðarsmásjá frá
sexfaldri stækkun upp í um fimmtugfalda
stækkun. Kemur þetta einkum að mjög
góðum notum við innri aðgerðir á auga
(intraocular) og við aðgerðir á meiðslum á
fremri hluta augans.
Ég kynntist þessari tækni árið 1967 í
sérnámi mínu, og fannst mér hún strax
mjög hagnýt, og þar sem við notuðum þar
að staðaldri aðgerðarsmásjá við allar innri
aðgerðir á auga, var auðvelt að öðlast
staðgóða þjálfun í þessari nýju aðgerðar-
tækni. Þegar ég hóf störf við Landakots-
spítala árið 1972, hafði spítalinn nýverið
fengið aðgerðarsmásjá að giöf og hef ég
notað hana síðan við áðurgreindar aðgerðir.
Eins og að framan er getið, hafa fram-
farir á bessu sviði orðið miklar á síðustu
tveim áratugum. Það var strax ljóst, að
hér var kcmin tækni, sem bauð upp á
möguleika á nýjum aðgerðum cg nákvæm-
ari vinnubrögð við þekktar aðgerðir
sérstaklega við slysasár á glæru (cornea),
bannig að endanlegur árangur. m.t.t. sjón-
hæfni augans. yrði betri en áður. f fyrstu
mættu smásjáraðgerðir nokkrum andbyr
og fannst ýmsum augnlæknum að tæknin
væri of flókin og aðgerðir tækju of lang-
an tima. Þessar raddir komu frá þeim,
sem ekki höfðu reynt þessa nýju tækni
að neinu marki, og höfðu ekki gert sér
grein fyrir möguleikum smásjáraðgerða.
Þeir, sem aðhylltust smásjáraðgerðir, tóku
þessum mótbárum með skilningi og unnu
ótrauðir áfram að sínum hugðarefnum með
slíkum árangri, að fáum blandast nú hug-
ur um, að þeir voru á réttri leið. Þrátt
fyrir tæknilega þróun og framfarir í augn-
skurðlækningum, má þó ekki gleymast,
að það er hugur og hönd augnskurðlækn-
isins, sem skiptir mestu máli. Og með
þetta að leiðarljósi skulum við líta nokkru
nánar á hin helstu tæknilegu vandamál,
sem eru samfara þessarri nýju aðgerðar-
tækni.
Árið 1966 var haldin fyrsta alþjóðaráð-
stefnan um smásjáraðgerðir við augnlækn-
ingar. Hittust þá frumkvöðlarnir í Tubin-
gen í Þýskalandi og var það fyrsta „Sympo-
sium of the Ophtalmic Microsurgery
Study Group“. Slíkar ráðstefnur hafa síð-
an verið haldnar á tveggja ára fresti víðs-
vegar um heim, m.a. einu sinni á Norður-
löndum, það var árið 1972 í Lundi í Sví-
þjóð. Á ráðstefnum þessum hafa viðfangs-
efnin verið krufin til mergiar, menn miðl-
að af reynslu sinni og gerðar tilllögur um
tæknilegar endurbætur, bæði hvað varðar
aðgerðarsmásjána og skurðáhöldin. Rædd-
ar hafa verið nýjar aðgerðir og vandamál
teim tengd með góðum árangri, og hefur
því þessi nýia tækni tekið miklu meiri
framförum á síðustu árum, en menn hafði
órað fyrir.
ÞFÓUN A ÐGERÐARSMÁSJÁRINNAR
Um árið 1950 komu fyrst fram aðgerð-
arsmásjár. Árið 1952 var framleidd aðgerð-
arsmásjá, sem ætluð var til otologiskra að-
gerða og colposcopiu. Þess má geta hér,