Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 88

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 88
86 sjám eru linsukerfin alveg aðskilin og er það til mikilla þæginda, þar sem tveir læknar geta þá unnið við mismunandi stækkanir, þannig að aðstoðarlæknirinn h.efur minni stækkun og þar með betra heildaryfirlit. Einnig er það kostur við þessar nýrri gerðir að hægt er að breyta afstöðu smásjánna innbyrðis eftir þörfum. Lýsing getur verið skástæð, öxulstæð (co- axial) og rauflampalýsing (slit lamp). Öx- ulstæða lýsingin er best við aðgerðir á meðfæddu dreri (cataracta) til þess að sjá augnbotnsendurskinið og við glákuaðgerðir í forhólfshorni augans. Rauflampalýsingin er mjög mikilvæg við skoðun á aðgerðar- svæði á glæru, sérstaklega við glæru- ígræðslu, og einnig er hún mjög þýðingar- mikil þegar smásjá er notuð við gler- hlaupsaðgerðir. ÞRÓUN ÁHALDA. Það er ekki svo ýkja langt síðan að fín- gerðum vinnubrögðum við augnaðgerðir voru takmörk sett af grófleika fáanlegra áhalda. Það var ekki fyrr en í lok fjórða áratugs þessarar aldar, með tilkomu nýrra málmblandna, að mögulegtvar að framleiða fíngerð áhöld, sem voru hentugri við ná- kvæmar skurðaðgerðir á glæru. Fyrst eft- ir að smásjáraðgerðir komu til sögunnar var talinn kostur, að áhöldin í heild væru sem smæst, en margir kjósa nú aftur stærri handföng, sem fara vel í hendi, en oddur- inn á að vera eins fíngerður og mögulegt er, til þess að valda ekki óþarfa vefjaskaða og til þess að skyggja ekki á við smásjár- vinnuna. Á síðustu árum hafa komið fram mörg endurbætt smááhöld, sem eru létt, 2. mynd: — Áhöld fyrir smásjáraðgerðir. sterk og mött og má í því sambandi sér- staklega nefna áhöld úr titanblöndu, sem er álitið besta efnið (mynd 2). Einnig hafa komið fram nýjar gerðir skurðhnífa með demantsoddi, sem eru mjög beittir og henta því vel. ÞRÓUN SAUMEFNA. Það var einnig á fjórða áratugnum, sem byrjað var að nota fíngerða saumþræði í glæru, í fyrstu kvenmannshár, en síðan fíngert silki og gerviþræði. í fyrstu voru þessi endurbættu áhöld og saumefni not- uð við aðgerðir á glæru og reyndust vel. Þeir saumþræðir, sem nú eru mest notaðir og ekki eru sjálfeyðandi eru 8/0 silki (virg- in silk) og 10/0 perlon, en helstu sjálfeyð- andi efni eru collagenþráður og polygly- colinsýruþráður (dexon)- Við smásjárað- gerðir er hinn fíngerði einþátta perlonþráð- ur bestur. Hann er mjög grannur eða 30 micron í þvermál og því vart sjáanlegur með berum augum. Einnig þurfa nálar að vera fíngerðar, helst ekki lengri en 4—-5 mm. FYLGITÆKI SMÁSJÁRINNAR í sambandi við þróun smásjáraðgerða hafa smám saman komið fram margs kon- ar tæki, sem eru tengd smásjánni. Má þar nefna myndavél, kvikmyndatökuvél og lit- sjónvarpstökuvél, sem eru gagnlegar við kennslu. Ör þróun hefur verið í gerð vél- knúinna áhalda til nota við aðgerðir á fremri hluta augans. Einnig hafa verið hönnuð vélknúin skurðtæki og önnur áhöld fyrir glerhlaupsaðgerðir. Hannaður hefur verið augasteinsbrjótur (phacoemulsifica- tionstæki), sem notaður er við drerað- gerðir. Að lokum mætti nefna skurðmæli- sjá (metroscope), sem notuð er við sjón- lagsbætandi skurðaðgerðir (refractive sur- gery). Á augndeild Landakotsspítala er aðgerð- arsmásjá af Zeiss-gerð. Hún er fest á gólf- stand og er með rennistækkun og raf- stýrðri stillingu á brennivídd. Einnig er hliðarskjár fyrir aðstoðarmann, en við- fangslinsan er sameiginleg. Smásjáin var ifullkcmin á sínum tíma og er ennþá góð til margra nota. Tekin hefur verið sú stefna af fjárhagsástæðum að endurbæta hana með viðbótarútbúnaði í stað þess að fá nýja. Nauðsynlegt er þó að fá innan tíð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.