Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Side 88

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Side 88
86 sjám eru linsukerfin alveg aðskilin og er það til mikilla þæginda, þar sem tveir læknar geta þá unnið við mismunandi stækkanir, þannig að aðstoðarlæknirinn h.efur minni stækkun og þar með betra heildaryfirlit. Einnig er það kostur við þessar nýrri gerðir að hægt er að breyta afstöðu smásjánna innbyrðis eftir þörfum. Lýsing getur verið skástæð, öxulstæð (co- axial) og rauflampalýsing (slit lamp). Öx- ulstæða lýsingin er best við aðgerðir á meðfæddu dreri (cataracta) til þess að sjá augnbotnsendurskinið og við glákuaðgerðir í forhólfshorni augans. Rauflampalýsingin er mjög mikilvæg við skoðun á aðgerðar- svæði á glæru, sérstaklega við glæru- ígræðslu, og einnig er hún mjög þýðingar- mikil þegar smásjá er notuð við gler- hlaupsaðgerðir. ÞRÓUN ÁHALDA. Það er ekki svo ýkja langt síðan að fín- gerðum vinnubrögðum við augnaðgerðir voru takmörk sett af grófleika fáanlegra áhalda. Það var ekki fyrr en í lok fjórða áratugs þessarar aldar, með tilkomu nýrra málmblandna, að mögulegtvar að framleiða fíngerð áhöld, sem voru hentugri við ná- kvæmar skurðaðgerðir á glæru. Fyrst eft- ir að smásjáraðgerðir komu til sögunnar var talinn kostur, að áhöldin í heild væru sem smæst, en margir kjósa nú aftur stærri handföng, sem fara vel í hendi, en oddur- inn á að vera eins fíngerður og mögulegt er, til þess að valda ekki óþarfa vefjaskaða og til þess að skyggja ekki á við smásjár- vinnuna. Á síðustu árum hafa komið fram mörg endurbætt smááhöld, sem eru létt, 2. mynd: — Áhöld fyrir smásjáraðgerðir. sterk og mött og má í því sambandi sér- staklega nefna áhöld úr titanblöndu, sem er álitið besta efnið (mynd 2). Einnig hafa komið fram nýjar gerðir skurðhnífa með demantsoddi, sem eru mjög beittir og henta því vel. ÞRÓUN SAUMEFNA. Það var einnig á fjórða áratugnum, sem byrjað var að nota fíngerða saumþræði í glæru, í fyrstu kvenmannshár, en síðan fíngert silki og gerviþræði. í fyrstu voru þessi endurbættu áhöld og saumefni not- uð við aðgerðir á glæru og reyndust vel. Þeir saumþræðir, sem nú eru mest notaðir og ekki eru sjálfeyðandi eru 8/0 silki (virg- in silk) og 10/0 perlon, en helstu sjálfeyð- andi efni eru collagenþráður og polygly- colinsýruþráður (dexon)- Við smásjárað- gerðir er hinn fíngerði einþátta perlonþráð- ur bestur. Hann er mjög grannur eða 30 micron í þvermál og því vart sjáanlegur með berum augum. Einnig þurfa nálar að vera fíngerðar, helst ekki lengri en 4—-5 mm. FYLGITÆKI SMÁSJÁRINNAR í sambandi við þróun smásjáraðgerða hafa smám saman komið fram margs kon- ar tæki, sem eru tengd smásjánni. Má þar nefna myndavél, kvikmyndatökuvél og lit- sjónvarpstökuvél, sem eru gagnlegar við kennslu. Ör þróun hefur verið í gerð vél- knúinna áhalda til nota við aðgerðir á fremri hluta augans. Einnig hafa verið hönnuð vélknúin skurðtæki og önnur áhöld fyrir glerhlaupsaðgerðir. Hannaður hefur verið augasteinsbrjótur (phacoemulsifica- tionstæki), sem notaður er við drerað- gerðir. Að lokum mætti nefna skurðmæli- sjá (metroscope), sem notuð er við sjón- lagsbætandi skurðaðgerðir (refractive sur- gery). Á augndeild Landakotsspítala er aðgerð- arsmásjá af Zeiss-gerð. Hún er fest á gólf- stand og er með rennistækkun og raf- stýrðri stillingu á brennivídd. Einnig er hliðarskjár fyrir aðstoðarmann, en við- fangslinsan er sameiginleg. Smásjáin var ifullkcmin á sínum tíma og er ennþá góð til margra nota. Tekin hefur verið sú stefna af fjárhagsástæðum að endurbæta hana með viðbótarútbúnaði í stað þess að fá nýja. Nauðsynlegt er þó að fá innan tíð-

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.