Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Blaðsíða 8
6
Svo myndarlega var að því staðið, að það er
enn notað og tekur við frárennsli frá þeirri
byggð, sem risið hefur á túnunum norðan
spítalans.
Var þá ekki einasta, að systurnar væru
forgöngumenn um spítalabyggingu með þeim
myndarbrag, að allir undruðust sem sáu,
heldur voru þær líka brautryðjendur í holI-
ustuháttum og hreinlæti með vatnsleiðslu inn
í spítalann og skolpleiðslu frá honum.
------- • -------
Spítalinn varð brátt of lítill. Var þá horfið
að því ráði að taka herbergi starfsfólks fyrir
sjúkrastofur. 1911 voru rúmin orðin 60, en
1931 voru þau 70. 1933 var byrjað á við-
byggingu við spítalann, eftir teikningu Sig-
urðar Guðmundssonar. Erum vér stödd í þvi
húsi nú og var þessi salur kapella systranna.
Á hausti 1935 var þeirri byggingu lokið og
rúmaði hún 30 sjúklinga. Auk þess var í hús-
inu Röntgendeild og vistarverur systra. Enn
var þar eldhús í kjallara og birgðageymslur,
þvottahús, straustofa og saumastofa, svo og
stofur fyrir Ijóslækningar og matstofa systra.
Var fyrsti sjúklingurinn vistaður þar 22. sept-
ember, en næsta dag voru öll rúm fullskipuð.
Eftir þessa viðbót var hægt að nýta íbúðir
systra, sem verið höfðu í rishæð gamla
hússins, fyrir sjúklinga og bættust þar við
20 rúm.
Árið 1950 var bætt við 18 sjúkrarúmum í
vesturálmu. Hafði verið reft yfir flatt þak
á húsinu og fengu systurnar íbúð þar, en
híbýli þeirra á 2. hæð voru tekin fyrir sjúkra-
stofur. 1960 var tekin í not barnadeild á 3.
hæð þessarar sömu byggingar. Höfðu áður
verið þar íbúðir starfsfólks.
Á ofanverðu ári 1956 var enn tekið til við
byggingar og byrjað á austurálmu spítalans,
sem koma skyldi í stað timburhússins gamla.
Að þessu sinni var ekki ætlun að fjölga
sjúkrarúmum.
Systurnar höfðu lofað því 1902 að byggja
spítala í samræmi við kröfur tímans. Þær
efndu það og höfðu lengst af haldið í horf-
inu við auknar kröfur. En nú var svo komið,
að starfsemi spítalans var búin að sprengja
utan af sér stakkinn og auk þess lá eldhætt-
an í gamla timburhúsinu eins og mara á
stjórn spítalans.
Nýbyggingin kom í gagnið í áföngum. Var
fyrst flutt í sjúkradeild á 1. hæð í janúar
1962. Var síðan smáflutt úr gamla spítalan-
um eftir því sem fram vatt innréttingu nýja
hússins og síðast var flutt í skurðstofur í
mars 1963. Þegar gamla húsið hafði verið
rifið var reist einnar hæðar bygging á hluta
af gamla hússtæðinu og eru þar skrifstofur
og aðalinngangur. Því var lokið á jólaföstu
1966. Nú eru 180 sjúkrarúm í spítalanum.
Það tók áratug að fullgera þessa byggingu.
Hún var teiknuð af Einari Sveinssyni og
Gunnari Ólafssyni en Gunnar féll frá áður
en byggingin var komin á rekspöl. Við stór-
hýsi af þessu tagi koma ætíð upp mörg
vandamál, sem þarf að leysa jafnótt og bygg-
ingin gengur fram. Allt mæddi það á Einari
Sveinssyni. Það var mikil fyrirhöfn og stórar
fjárhæðir, sem hann sparaði systrunum. Og
launin, sem hann tók fyrir alla þessa vinnu
voru ekki nema nafnið tómt. Án hans hefði
spítalabyggingin orðið systrunum enn þyngri
róður.
------- ® --------
Nú fannst öllum, bæði læknum og systr-
um, að nóg væri olnbogarúm og myndi verða
svo nokkuð lengi. Svo mikil voru viðbrigðin
að komast úr spennitreyjunni.
En það var stutt gaman. Spitalavinna hefur
breyst svo á undanförnum áratugum, að er
með ólíkindum. Stoðdeildir aukast og stækka
og þurfa orðið meira rúm í nýtísku spítala,
en sjúkradeildir. Ekkert lát er á þeirri þróun.
Elfur tímans streymir fram óstöðvandi.
Aukning rannsóknastofuvinnu hefur aukist
svo, að ekki verður líkt við annað en spreng-
ingu. Má geta þess, að 1936 þegar ég byrjaði
mína læknisæfi í þessu húsi voru rannsókna-
stofustörf unnin af kandidat með annarri
vinnu og sama máli gegndi um Landspítal-
ann, sem þá hafði starfað í hálfan tug ára.
Nú vinna á rannsóknastofum Landakotsspít-
ala 33 menn allan daginn. Og þó annað þætti
hlýða þá um lengd vinnudags en nú er títt
og þó sjúkrarúm séu nokkuð fleiri, þarf ekki
frekar vitna við um aukninguna.
Nú eftir áratug frá síðustu viðbót er veru-
lega farið að þrengja að starfseminni, þó
ekki sé tii vandræða enn. Má þó segja, ad
hver smuga í spítalanum sé gjörnýtt. Hefur
því þegar verið nokkuð um það hugsað hvern
veg mætti bregðast við þeim vanda þó ekki
sé nú stund til þess að segja frá því. Það
bíður síns tíma.