Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 35

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 35
33 við flestar eða allar gjör- og/eða hjarta- gæzludeildir. Undanfarin ár hafa farið fram athuganir á mörgum sjúkrahúsum um árangur slíkra deilda. Hafa mörg yfirlit birzt og ckki þörf á að geta nema sumra. TABLE III SELECTED REFERENCES ON DEATH RATES FROM ACUTE MYOCARDIAL INFARCTION ( BM - BEFORE CON - STANT MONITORING; WM - WITH C.M.) YEAR STUDY B.M % W.M.% 1974 ASTVAD’ 38-6 414 1967 KILLIP 7 30-0 280 1971 CHRISTIANSEN2 410 18-0 1971 HOFVENDAHL4 350 170 1976 PETERSEN 35-8 24-3 254 20-6 1969 CHURCH3 34-0 180 1974 JUUL6 26-1 1976 O'ROURKE 8 260 14-2 1977 HUNT5 280 120 BSP9 290 lsp 210 234 LKT (OUR STUDY) 20-8 22-9 Á töflu III er getið nokkurra greina, sem birzt hafa um árangur og meðferð krans- æðastíflu fyrir og eftir tima gjörgæzlu- og/eða hjartagæzludeilda. Astvado.fi. (Bispebjerg) (1) báru þann- ig saman hóp 1108 sjúklinga með bráða kransæðastíflu, er fékk fyrstu meðhöndl- un á hjartagæzludeild þeirra, við 603 sjúk- linga, er þeir höfðu áður haft á venjulegri lyflæknisdeild. Niðurstaða þeirra var sú að enginn markverður munur hefði orðið á dánartíðni þessara tveggja hópa, en dánar- hlutfallið í fyrri hópnum var 38,6% og 41,4% í þeim síðari. Sömuleiðis lækkaði dánarhlutfall að- eins úr 30% í 28% hjá Killip og Kimbal (7) við breytingu úr venjulegri deild í hjartagæzludeild. Aðrir hafa sýnt fram á talsverða lækk- un á dánarhlutfalli við að taka upp hjarta- gæzludeildir, svo sem Christiansen o.fl. (2) og Hovendal (4). Petersen o.fl. (Glostrup) (10) hafa birt athuganir sinar á samanburði fjögurra tímabila í þróun hjartagæzludeildar sinnar og nær fyrsta tímabilið yfir 7 ár fyrir opn- un deildarinnar. Dánarhlutfall var þá 35,8%. Seinni 3 tímabilin stóðu í 2 ár hvert eftir opnun hjartagæzludeildarinnar og var dánarhlutfallið 24,3%, 25,4% og lækkaði niður i 20,6% síðustu 2 árin (1971—1973). Þeir þakka þennan árangur fyrst og fremst betri fyrirbyggingu á hjartsláttaróreglu, þar sem tiðni hjartastanz og losts var ó- breytt og dánartíðni þeirra, sem fengu hjartalost breyttist ekki. Þeir hafa sjúk- linga sína í 3 vikur í hjartagæzludeildinni. O’Rourke o.fl. (St. Vincent’s Hospital, Melbourne) (8) hafa ritað um reynslu sína af því, sem þeir kalla „New generation coronary care unit“ og bera saman 2 ár (1973—1975) á henni (620 sjúklingar) við venjulega hjartagæzludeild er þeir höfðu áður. Dánarhlutfallið var áður 26% en fór niður í 14,2%. Á nýju deildinni eru tök á að fylgjast að staðaldri með þrýstingi í lungnaslagæð og aðstæður eru til að setja upp „intraaortic ballon counterpulsation pumps“. Þeir telja sig geta komið dánartöl- unni niður í 5% með því að útiloka alla eldri en 65 ára. Fram kemur og í grein þeirra, að siúklingar koma ekki beint inn á hjartagæzludeildina, heldur fyrst á slysa- varðstofu spítalans og þeir sem deyja þar eru ekki taldir með. Hunt o.fl. (Royal Melbourne Hospital) (5) hafa birt skýrslu yfir dánarhlutföll sín á 12 ára tímabili (1963—1975) og hef- ur lækkunin orðið úr 28% niður i 12%. Þessir sjúklingar voru allir á hjartagæzlu- deild, en tölurnar miðaðar við 28. dag á spitalanum. Að auki virðist sem þeir sjúk lingar, sem lífgaðir hafa verið við eftir hjartastanz hafi verið fluttir af hjarta- gæzludeildinni yfir á gjörgæzludeild ef þeir þurftu á öndunarhjálp að halda. Á almennum spítala, þar sem eingöngu starfa heimilislæknar, gátu Church o.fl. (3) lækkað dánarhlutfallið úr 34% i 18% er þeir opnuðu 4ra rúma gjörgæzludeild með vel þjálfuðu hjúkrunarliði. Þá hefur Juul (Ábenrá) (6) birt skýrslu um 142 sjúklinga á almennri lyflæknis- deild, en sem þó hefur verið fylgzt með á

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.