Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Side 40
38
hafi batnað, því í höfuðstaðnum var sjúkra-
hús, Sjúkrahús Reykjavíkur við Þingholts-
stræti, sem jafnframt var kennslustofnun
fyrir læknanema, en svo var þó ekki. Ekki
kemur fram í skýrslum sjúkrahússins að
Björn hafi stundað sjúklinga sína þar. Að-
búnaðurinn í sjúkrahúsinu var í mesta
máta frumstæður. Var sjálf skurðstofan
eina kennslustofa skólans og var þar
hvorki vatns- né skolpleiðsla. Sjúkrarúm
voru fá og aðsókn dræm. Sjúklingar voru
venjulega 30—40 á ári.
Björn heldur áfram að gera augnskurði
sína í heimahúsum, heima hjá sjúklingum
eða þar sem þeir voru gestkomandi í bæn-
um, enda því vanur frá Akranesi. Smit-
gát hafði Björn á valdi sínu allt frá því
hann hóf störf hér heima og var viðburður
að auga spilltist af ígerð eftir aðgerð. Vegna
eðlis augnaðgerða var unnt að beita smit-
gát jafnvel við frumstæðustu aðstæður,
eins og að jafnaði hafa verið þar sem
Björn gerir aðgerðir. Smitgát við holskurði
var aftur á móti lítt unnt að framkvæma,
nema á sæmilega búnu sjúkrahúsi, enda
fleygði holskurðartækni ört fram, er
sjúkrahúsaðstaða á Landakoti kom til sög-
unnar. Það er ekki fyrr en Landakotsspítal-
inn tekur til starfa nær níu árum eftir að
Björn sezt að í Reykjavík, að hann gerir
augnaðgerðir á sjúkrahúsi.
Þrátt fyrir tilkomu nýs sjúkrahúss,
Landakotsspítala, gerir Björn enn margar
aðgerðir heima hjá sjúklingum. Legukostn-
aður, sem var kr. 1,50 á dag, auk læknis-
hjálpar og ótti við að leggjast inn á spítala,
mun einkum hafa ráðið því.
Greinarhöfundur hefur haft til meðferð-
ar konu, sem Björn skar upp 4. október
1902 á heimili venzlafólks hennar við Berg-
staðastíg í Reykjavík. Var hún 13 ára er
aðgerðin var gerð. Framkvæmdur var húð-
flutningur af upphandlegg á efra augna-
lok vegna örvefsmyndunar í húð, sem hún
féjck eftir heimakomu og gat ekki lokað
auganu og þurfti að hylja augað með lepp.
Var skurðborðið þrjár kommóður, sem rað-
að var saman. Tókst aðgerðin með ágætum
og greri skinnbótin vel og gat hún lokað
auganu eftir aðgerðina.
Sagði sjúklingur höfundi, að fjárhags-
ástæður hefðu ráðið því að hún var ekki
skorin upp á hinum nýja Landakotsspítala.
Þegar hafinn var undirbúningur nýrrar
spítalabyggingar, sem gaf fyrirheit um
bætta aðstöðu til skurðlækninga, fara þeir
Björn Ólafsson, augnlæknir og Guðmundur
Magnússon, docent til útlanda í nokkurra
mánaða námsdvöl. Voru þeir þremenning-
ar að frændsemi og nánir samstarfsmenn,
því að Björn aðstoðaði Guðmund oft við
meiri háttar aðgerðir.
Lögðu þar leið sína m.a. til Lundúna og
Berlínar og koma heim í marz 1902, um
svipað leyti og hornsteinn er lagður að
nýrri spítalabyggingu í túni Landakots.
Mun þessi ferð þeirra félaga vera sú fyrsta,
er starfandi læknar hérlendis fara til frek-
ara náms.
Er Landakotsspítalinn tekur til starfa
á morgni þessarar aldar verða þáttaskil í
sögu læknisfræðinnar hér á landi en skrið-
ur var þó kominn á þá byltingu, er varð
í handlækningum nokkrum árum áður.
Forsenda þessara framfara var auðvitað
smitgátin, sem Björn og Guðmundarnir
höfðu á valdi sínu.
Landakot verður nú höfuðsetur vísinda-
legrar læknisfræði sunnanlands og nú fyrst
er kleyft að leggja í ýmsar læknisaðgerðir
er áður var torvelt að framkvæma s.s.
holskurði.
Verkleg kennsla læknanema í kliniskum
greinum flyzt að Landakoti og þar taka
til starfa þeir læknar, er gátu sér beztan
orðstír í byrjun aldarinnar fyrir lærdóm
og hæfni. Hinir fyrstu voru Guðmundur
Magnússon, Guðmundur Björnsson og
Björn Ólafsson. Árið 1905 bætast þeir
Steingrímur Matthiasson og Sæmundur
Bjarnhéðinsson í hópinn. Matthías Einars-
son hefur starf á Landakoti árið 1906 og
Guðmundur Hannesson 1907. Dr. Jónas
Jónassen leggur örfáa sjúklinga inn á
spítalann árin 1903 og 1904.
Ársmeðaltal sjúklinga á Landakotsspítala
var 310 árin 1903—1909, þau ár sem Björn
Ólafsson starfaði þar.
Samkvæmt lækningadagbókum Björns
gerir hann a.m.k. 140 meiri háttar augn-
aðgerðir á árunum 1903—1909, þar af 97
aðgerðir á Landakoti. Fjöldi aðgerða eykst
lítið sem ekkert enda þótt betri aðstaða fá-
ist á hinu nýja sjúkrahúsi, enda náði Björn
góðum árangri við hinar frumstæðu aðstæð-
ur, sem hann var vanur að starfa við.