Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 37

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1978, Page 37
35 dóu, létust meir en viku eftir komu á sjúkrahúsið. í seinni skýrslu Landspítal- ans dóu 5 af 22 sjúklingum meira en 3 vik- um eftir innlögn. í okkar hópi dóu 48 sjúk- lingar af 128 á fyrsta sólarhringnum eða 37,5%, en 28 sjúklingar 2 vikum eða meir eftir komu. Meðallegutími sjúklinga á gjör- gæzludeildinni er að jafnaði um 6 dagar. Stór hluti sjúklinganna deyr því eftir að vera kominn af gjörgæzlu- eða hjartagæzlu- deildunum. STEFNA SPÍTALANS Landakotsspítali tók strax þá stefnu að halda gjörgæzludeild frekar en hjarta- gæzludeild. Spitali, sem fæst við bráða sjúkdóma, bæði skurðtæka og lyflæknis- fræðilega, getur nú til dags ekki komizt hjá því að hafa gjörgæzlu. Hefði því þurft að hafa tvær deildir, ef menn vildu að- skilja þetta tvennt. Eins og vaktakerfi spítalanna er hér í bænum, má reikna með, að yfirgnæfandi mestur hluti sjúklinga með kransæðastiflu komi inn á svokölluð- um ,,acute“-vöktum, sem spítalinn hefur 3ju hverja viku. Ef reikna má með því, að meðallegutími þessara sjúklinga á gjör- gæzlu og/eða hjartagæzludeild sé innan við viku, þá má sjá að léleg nýting fengist á rúmum á slíkri deild, ef þau væru ekki tekin til annarra nota milli vakta. Sömu- leiðis má segja, að tækjabúnaður þurfi að vera sá sami á báðum deildunum og þjálf- un starfsfólks lík. Gjörgæzludeildin er að dómi ailra lækna snítalans ómissandi þáttur í starfsemi hans. Þægindi við gæzlu er afar mikil, þótt vissu- lc?a hafi sýnt sig, að sama árangri má ná með því að hafa kransæðasjúklinga á víð og dreif í spítalanum, svo fremi sem sér- stök vakt er þá yfir hverjum, en svo var áður. í flestum skýrslum hafa menn reynt að gera sér grein fyrir því, hvort hlutfall sé milli dánartölu og þess. hve snemma sjúk- lingar koma á sjúkrahúsið. Auk þess hvað verkir hafa staðið lengi fyrir komu á spítal- ann, ef það gæti gefið bendingu um að brevtinga væri þörf á flutningskerfi, vakt- þjónustu í bænum og þvíumlíku. Oft hef- ur verið talið, að stór hluti þessara sjúk- linga deyi heima, áður en þeir komist á spítala og hefur það orðið tilefni nokkurra TABLE VII TIME INTERVAL FROM ONSET OF SYMPTOMS UNTIL ARRIVAL AT HOSPITAL. TIME . 1966 NO. 1970 % 1971 - N0 1975 % 0 - 5 HOURS 68 32 112 31 6-11 HOURS 40 19 75 20 12-23 HOURS 35 17 44 12 > 24 HOURS 47 22 88 24 UNCERTAIN / UNKNOWN 4 2 19 5 EPISODE IN HOSPITAL 17 8 28 8 auglýsingaherferða, hjartabíla og í öðrum löndum ,,mobile coronary care units“. Á töflu VII má sjá, að enginn marktækur munur er á því, hversu fljótt sjúklingar hafa komið á spítalann á þessum tveimur 5 ára tímabilum, sé miðað við 5 klst. Sama er að segja, ef miðað er við fyrsta dægrið eða fyrsta sólarhringinn. Sjá má að 64,8% sjúklinganna koma inn á spítalann á fyrsta sólarhringnum, en aðeins 23% eftir meira en sólarhring. I skýrslum Landspítalans hafa heldur fleiri komið fyrr inn seinni árin. Samkvæmt Juul (6) koma hans sjúk- lingar fyrr inn en hjá ckkur, en 65% eru kcmnir innan 12 klst. frá því einkenni byrja og 75% innan sólarhrings. Eigi að síður er dánartala hans 26,1% og er þá sleppt þeim, sem koma inn dánir og ekki tekst að endurlífga. Hjá Juul dóu allir sjúklingar, sem vcru í hjartalosti við komu cg má sjá, að hjá okkur voru 23 sjúkling- ar af þeim, sem dóu, lostnir við komu. MEÐFERÐ. Lögð hefur verið áherzla á rúmlegu í byrjun siúkrahúsvistarinnar. Sá tími hef- ur þó stytzt með árunum. Þegar þessi at- hugun byrjar, voru sjúklingar hafðir í rúminu í 10-—14 daga, en nokkuð mismun- andi eftir því hvað sjúkdómurinn var þung- ur og hvaða læknir stundaði sjúklinginn. Nú eru flestir sjúklingar teknir fram úr eftir u.þ.b. viku og einn læknir leyfir sjúk- lingum sínum að fara fram úr strax og þeir eru orðnir verkjalausir. Þótt áherzla sé lögð á hvíld í byrjun sjúkdómsins hafa sjúklingar alltaf verið látnir hreyfa sig í rúmi, borða sjálfir og snyrta sig strax og ástand þeirra hefur leyft. Venjulega hafa L

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.