Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Blaðsíða 17

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 15 Hlutverk týrósín fosfórunar í innri boðkerfum æðaþels. Haraldur Halldórsson, Kristín Magnúsdóttir, Anna Helgadóttir og Guðmundur Þorgeirsson. Rannsóknarstofu í lyfjafræði, Háskóla íslands og Lyflækningadeild Landspítalans. Ymis áverkunarefni örva æðaþelsfrumur til að mynda prostacýklín og köfnunarefnisoxíð þegar þau bindast viðtökum sem miðla boðum með því að virkja G-prótein, sem aftur virkja inósitol-fosfólípíð boðkerfið. Þar eð boðefni þess kerfis geta einnig myndast eftir örvun týrósínkínasa höfum við kannað hver áhrif pervanadats, sem er týróst'n-fosfatasa hindri, hefur á týrósín fosfórun °g myndun inósitol fosfata, prostacýklíns og köfnunarefnisoxíðs. Einnig höfum við kannað áhrif thrombíns og histamíns á týrósín fosfórun. Æðaþelsfrumur voru ræktaðar úr bláæðum naflastrengja þar til þær mynduðu samfellt frumulag. Með því að beita SDS/PAGE, rafflutningi (westem blotting) og greiningu með sértækum mótefnum fundum við að 5-40 ÞM pervanadats oliu týrósín fosfórun ýmissa próteina, þar á meðal PLCy og MAP-kínasa. Pervanadatið örvaði einnig myndun inósitol fosfata, prostacýklíns og köfnunarefnis- oxíðs. Thrombín og histamín ollu nokkurri týrósín fosfórun sem væntanlega er miðlað gegnum G-prótein. Þegar frumur voru meðhöndlaðar með thrombíni ásamt pervanadati í litlum skammti fékkst fram meiri inósitol fosfat svörun og týrósín fosfórun heldur en summan af hvorri örvuninni um sig. Slík samverkan sást ekki eftir örvun með histamíni og pervanadati. Þessar niðurstöður sýna að æðaþelsfrumur örvast við týrósín fosfórun og þær benda einnig til að eftir örvun með sumum áverkunarefnum, en ekki öðrum, eigi sér stað tjáskipti milli boðleiða, þ.e. týrósín fosfórunar og boðleiða sem virkja G-prótein. eitt hundrað g lakkrísát á dag HEFUR VERULEG ÁHRIF Á 11-B-HYDROXY- STEROID DEHYDROGENASA í NÝRUM OG BLÓÐÞRÝSTING. Jóhann Ragnarsson, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, Leifur Franzson, Gunnar Sigurðsson. Lyflækningadeild 9g rannsóknadeild Borgarspítala, læknadeild Háskóla Islands, Reykjavík. Það er vel þekkt að mikið magn af lakkrís getur valdið verulegum háþrýstingi og lækkuðu kalíum í sermi. Rannsóknir hafa jafnframt sýnt frani á að þetta verður vegna áhrifa "glycyrrhetinic acid" á 11-B-hydroxysteroid dehydrogenasa í nýrum sem breytir virku cortisoli í óvirkt cortisone. Tiigangur þessarar rannsóknar var hins vegar að kanna hvort lakkrísát í því magni sem margir neyta hafi áhrif á virkni þessa hvata og áhrif á blóðþrýsting. Þrjátíu sjálfboðaliðar, 19 konur og 11 karlar á aldrinum 20-33 ára sem öll höfðu eðlilegan blóðþrýsting, borðuðu 100 g af lakkrís (nákvæmlega mælt) daglega í fjórar vikur. Blóðþrýstingur var mældur um tveggja vikna skeið áður en lakkrísátið hófst og í fjórar vikur að loknu lakkrísáti. Slagbilsþrýstingur hækkaði að meðaltali um 6.5 mmHg (p<0.001) að meðaltali í hópnum í lok lakkrísáts en mesta hækkun var 19 mmHg. Kalíum í sermi lækkaði að meðaltali um 0.24 mmol/L (p<0.001) með mestri lækkun um 1 mmol/L. Tuttugu þátttakendur söfnuðu sólarhringsþvagi fyrir og við lok lakkrísáts og hlutfall cortisone/cortisol í þvagi var mælt (gaschromatography-mass spectrometry) sem endurspeglar virkni 11-B-HSD í nýrum. Þetta hlutfall var að meðaltali 1.39±0.45 SD fyrir lakkrísál en hækkaði marktækt í 2.15+0.9 (p<0.001) við lok lakkrísáts sem endurspeglar verulega bælingu á ll-B-HSD sem umbreytir conisol í cortisone. Þessar riiöurstöður benda því til að lakkrísát í því magni sem margir neyta daglega kunni að hafa talsverð áhrif á 11-B-HSD með marktækri hækkun á blóðþrýstingi og lækkun á kalíum í semii.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.