Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Qupperneq 21

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Qupperneq 21
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 19 I.IÐAN KOLKS SEM BIÐUR EFTIR hjartaskurðaðoerð Lovísa Baldursdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Landspítala, op Helga Jónsdóttir, lektor í námsbraut í hjúkrunarfræði, Margt bendir til þess að líðan fólks sem bíður eftir hjartaskurðaðgerð á íslandi sé ekki góð. Á árunum 1987- 1989 voru tekin óformleg viðtöl við 200 hjartaskurð- sjúklinga meðan þeir dvöldu á Landspítalanum eftir aðgerð. Meðal þess sem sjúklingar tjáðu sig um var það hversu erfitt væri að bíða eftir kalli í aðgerð. Byggt á þeim niðurstöðum var ákveðið að gera könnun á líðan fólks sem bíður eftir hjartaskurðaðgerð. Ekki eru fyrir hendi upplýsingar erlendis frá sem eru fyllilega sambærilegar við íslenskar aðstæður. Við núverandi aðstæður er erfitt að stytta biðtíma fólks eftir hjartaskurðaðgerð á íslandi, en hann má líklega gera bærilegri á ýmsan hátt. Eftirfarandi rannsóknaspurningar voru settar fram: A. Hvemig eru félagslegar aðstæður fólks sem bíður eftir hjartaskurðaðgerð? B. Hvernig er líkamleg h'ðan fólks sem bíður eftir hjartaskurðaðgerð? C. Hvemig er andleg líðan fólks sem bíður eftir hjartaskurðaðgerð? D. Hvaða óskir og þarfir hefur fólk sem bíður eftir hjartaskurðaðgerð fyrir þjónustu, stuðning og upplýsingar? Mælitæki rannsóknarinnar er póstlagður spurningalisti sem þróaður var af höfundum ásamt Arnóri Guðmundssyni þjóðfélagsfræðingi. Eftir að spurninga- listinn hafði verið forprófaður var hann sendur tvisvar sinnum, með 10 mánaða millibili, til allra sem voru á biðlista fyrir kransæðaaðgerð á ákveðnum degi í hvort skipti (N=73). Endurkomutíðni er 83%. Rannsóknin náði ekki til veikustu sjúklinganna á biðlistanum, þar sem p q þeir hafa forgang og komast oftast í aðgerð innan tveggja c ^ vikna. Meðalaldur þátttakenda er 62 ár, 74% karlar og 26% konur. Niðurstöður sýna að rúmlega 90% þátttakenda telja að hjartasjúkdómur þeirra hafi áhrif á vinnu þeirra og daglegt líf. Algengustu einkenni vanlíðunar eru þreyta (72%), mæði (46%), hjartverkur (38%) og breytingar á skapi (35%). Tæpur helmingur þátttakenda (44%) er ekki við störf og svipað hlutfall telur sjúkdóm hafa slæm áhrif á fjárhag. Mun stærra hlutfall eða 76% geta um áhyggjur af fjárhag, þar af 22% um miklar áhyggjur. Mikill meirihluti telur veikindin hafa veruleg áhrif á h'ðan maka eða nánasta aðstandanda, einkum á andlega líðan (80%). Upplýsingar sem þátttakendur telja sig hafa fengið á biðtíma er takmarkaður. Lftið hlutfall þeirra hefur fengið upplýsingar um kynlíf, streitu, aðgerð, endurhæfingu, þjálfun og hreyfingu. Hins vegar eru þetta atriði sem virðast mikilvæg. Þannig telja 87% þátttakenda sig finna fyrir streitu en einungis 12% þeirra höfðu fengið upplýsingar þar að lútandi. Á sama hátt veit rúntlega helmingur svarenda ekki eða er óöruggur með hvað hann má reyna á sig. Þátttakendur eru ekki trúaðir á að hjúkrunarfræðingar eða læknar geti gert mikið til að bæta líðan þeirra á biðtíma. Tæpur helmingur (42%) var óviss um hvað hægt væri að gera, 17% töldu að þeir gætu ekkert gert og 41 % að þessir aðilar gætu gert eitthvað. Þrátt fyrir að þátttakendur séu vantrúaðir á að heilbrigðisstéttir geti hjálpað til við að bæta líðan þeirra, telja rannsakendur að þörf fyrir hjúkrun sé mikil á biðtíma. Má þar einkum nefna ráðgjöf og stuðning. Oryggi stuttrar rúmlegu eftir hjartaþræðingu. Hrund Sch. Thorsteinsson, Sigurlaug Magnúsdóttir. Hjúkrunarfræðshtdeild og hjartadeild, Landspítalans. Megintilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort unnt vani að stytta rúmlegu og þar með sjúkrahúsdvöl eftir hjartaþræðingu, án þess að auka líkur á líkamlegum fýlgikvillum eða andlegri vanlíðan. Gerður var samanburður á áhrifum 24 klst. rúmlegu eftir hjartaþræðingu annars vegar og 6 klst. rúmlegu hins vegar. Urtakið var 109 einstaklingar, sem fóru í hjartaþræðingu á Landspítalanum, og höfðu ekki aukna áhættu varðandi fylgikvilla hjartaþræðingar. Hending var látin ráða hvort beitt var hefðbundinni 24 klst. rúmlegu (59 einstaklingar, hópur I) eða 6 klst. legu, fótavist í 2 klst. og síðan útskrift (50 einstaklingar, hópur II). Meðferð fyrir og í hjartaþræðingu var sambærileg hjá báðum hópunum. Meðalaldur einstaklinga í hópi I var 56,6 ár (SD 7,8), en 59,2 ár (SD 6,0) í hópi II (p=0.06) Meðallengd skyggnhima var 4,8 mín. (SD 2,9) hjá hópi I, en 5,5 min (SD 4,3) hjá hópi II (p=0.70). Einstaklingamir voru ýmist þræddir með French <6 eða 7 þræðingarleggjum og sliður var notað í 50 % tilfella. Nokkuð fleiri í hópi II voru þræddir með F-7 þræðingarlegg, eða 42% en 36,5% í hópi I. Stærð þræðingarleggja hafði ekki áhrif á mar í nára viku eftir þræðingu (p=0.71). Engir alvarlegir fylgikvillar komu fram í hjartaþræðingu. Fylgikvillar strax aö lokinni þræömgu voru qaldgætir. Af 109 einstaklingum fékk einn blæðingu strax eftir É 10 þræðmgu, fimm fundu fyrir dofa 1 fæti og emn kulda í fæti. Einn einstaklingur þurfti á endurinnlögn að halda innan tveggja sólarhringa frá hjartaþræðingu, vegna yfirliðs. Ríflega 90% þeirra sem fóru í hjartaþræðingu höfðu náð fiillri virkni viku síðar. Síðkomnir fylgikvillar hjartaþræðingar reyndust afar fatíðir að mari í nára (>5 cm) undanskildu. Þegar borin var saman tiðni mars í nára hjá einstaklingum í hópi I við hóp II reyndist hún eftirfarandi: mar í nára 8 klst. eftir þræðingu 1,7% á móti 4,0%; mar 24 klst. eftir þræðingu 12,0% i samanburði við 8,5%; mar viku eflir þræöingu 20,3% á móti 40,0% (p=0.02). Aldrei þurfti neina sérstaka meðferð vegna mars. Tveir sjúklingar (4%) sem tilheyrðu hópi II gátu ekki útskrifást á tilskyldum tima (þ.e. 8 klst. eftir þræðingu) vegna blæðingar í nára. Nokkuð bar á kvíða, áhyggjum, og óróleika fyrir hjartaþræðingu, en hjá langflestum batnaði andleg hðan strax að lokinni þræðingu Ekki virðist munur milli hópanna hvað þetta varðar, en úrvinnsht gagna er ekki að fiilht lokið. Fyrstu niðurstöður gefá til kynna að stutt rúmlega og sjúkrahúsdvöl að lokinni fyrirfram ákveðinni hjartaþræðingu er öruggur og hagkvæmur kostur fy.ir valinn hóp sjúklinga. Þessar niðurstöður eru í samrartni við erlendar rannsóknir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.