Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Síða 33

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Síða 33
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 31 NÝGENGI KRABBAMEINA MEÐAL SJÓMANNA Á ÍSLANDI Vilhjálmur Rafnsson, Hólmfriður Gunnarsdóttir Atvinnusjúkdómadeiid Vinnuefiirlits ríkisins og Rannsóknastofa í heilbrigðisfræði, Háskóla íslands inngangur Rannsóknir á farmönnum og fiskimönnum hafa sýnt háa tíðni krabbameina í öndunarfærum sem talin er stafa af því að þeir hafi orðið fyrir mengun asbests eða nriklum reykingum. í öðrum rannsóknum hafa sést merki um asbestmengun á lungnamyndum sjómanna og enn aðrar rannsóknir hafa greint frá mesótelíóma hjá sjómönnum. Magakrabbamein hefur einnig verið tíðara hjá sjómönnum en öðrum. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga nýgengi krabbameina meðal íslenskra sjómanna með áherslu á krabbamein í maga og lungum. efni og aðferðir Þetta er aftursýn hóprannsókn. Rannsóknarhópurinn var fenginn frá Lífeyrissjóði sjómanna en í honum yoru 27 884 karlar sem greitt hafði verið fyrir í sjóðinn á árunum 1958 til 1986. Með leyfi Tölvunefndar var skrá yfir sjómennina samankeyrð á kennitölum við Dánarmeinaskrá og Krabbameinsskrá. Á þennan hátt fundust þau krabbamein sem greinst höfðu hjá sjómönnunum. Væntigildi voru reiknuð á grunni ntannára í rannsóknarhópnum og nýgengitölum krabbameina hjá öllum íslenskum körlum, sem fengnar voru frá Krabbameinsskrá. Síðan var reiknað staðlað nýgengihlutfall og 95% öryggismörk. £ 33 Nýgengihlutfallið var einnig reiknað með hliðsjón af því i hve mörg ár hafði verið greitt fyrir mennina í sjóðinn. NIÐURSTÖÐUR Fleiri krabbamein höfðu greinst meðal sjómannanna en væntigildi sagði til um (758 krabbamein á móti væntigildinu 688.43) sem gaf staðlaða nýgengihlutfallið 1.10, öt7ggismörk 1.03-1.18. Það var meira af krabbameinum í maga, endaþarmi, barkakýli, lungum og húð (annað en sortuæxli) en vænta mátti, nýgengihlutföllin fyrir þessi krabbamein voru 1.29, 1.44, 1.77, 1.61 og 1.51. Þegar nýgengi krabbameina var athugað með hliðsjón af því hve lengi menn höfðu greitt til sjóðsins kom í ljós að staðlað nýgengihlutfall lungnakrabbameins var hátt í öllum hópunum. Magakrabbamein var því tíðara því lengur sem menn höfðu verið í sjóðnum og sama gilti um hvítblæði. ÁLYKTANIR Ekki eru til upplýsingar um asbestsmengun i íslenskum skipum. Þó er vitað að það hefur verið mikið notað við smíði skipa og viðhald. Samkvæmt reykingakönnunum reykja sjómenn hér á landi ekki meira en aðrir. Lungnakrabbamein og magakrabbamein var tíðara í þessum hópi sjómanna en meðal allra íslendinga. Hvort um er að kenna efnamengun, reykingum eða matarvenjum verður ekkert sagt um með vissu af niðurstöðum þessarar rannsóknar. danarmein og nýgengi krabbameina MEÐAL LÆKNA í SAMANBURÐI VIÐ LÖGFRÆÐINGA Vilhjálmur Rafnsson, Hólmfríður Gunnarsdóttir ðtvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins og Rannsóknarstofa í heilbrigðisfræði, Háskóla íslands. inngangur Erlendar rannsóknir á dánarmeinum og nýgengi krabbameina meðal lækna hafa sýnt lægri tíðni hjá þeim en öðrum körlum þegar um ræðir heildardánartíðni og öll krabbamein. Þetta hefur oft verið skýrt með því að læknar njóti þess að standa ofarlega í þjóðfélagsstiganum. Þess vegna hafa nýrri (annsóknir borið lækna saman við hópa sem taldir eru ' svipaðri þjóðfélagsstöðu. í þeim rannsóknum hafa ajálfsmorð, hjartasjúkdómar, lungna- og neilakrabbamein verið tíðara meðal lækna en annarra. Markmið þessarar rannsóknar var að bera saman latkna og lögfræðinga með hliðsjón af dánarmeinum °8 krabbameinum, með áherslu á sjálfsmorðum, hjartasjúkdómum, heila-, lungna- og blóðkrabbameini. EFNI og aðferðir Pctta er aftursýn hóprannsókn sem gerð var á 862 ‘®knum og 678 lögfræðingum sem skráðir voru í Læknatali og Lögfræðingatali. Með tölvutengingu á kennitölum var afdrifa hópanna leitað í Dánarmeinaskrá og Krabbameinsskrá. Væntigildi voru 'Undin með margfeldi mannára í rannsóknarhópunum °8 dánartalna og nýgengitalna fyrir íslenska karla. Síðan voru reiknuð út stöðluð dánar- og oýeengihlutföll og þau borin saman milli hópanna með hlutfallslegum samanburði. Auk þessa voru dánarmein og krabbamein athuguð eftir sérgreinum læknanna. E 34 NIÐURSTÖÐUR Hlutfallslega færri læknar en lögfræðingar höfðu dáið og var dánartíðni meðal læknanna einkum lægri vegna krabbameina, magakrabbameins, heilablóðfalla og öndunarfærasjúkdóma. Sjálfsmorð voru á hinn bóginn um 60% tíðari meðal lækna en lögfræðinga. I heild voru krabbamein tíðari meðal lögfræðinga en lækna en heilakrabbamein var þó um 150% tíðara meðal lækna en löglærðra og hjá læknum var ristilkrabbamein tölfræðilega marktækt tíðara en hjá öðrum íslenskum körlum. Læknar sem ekki höföu fengið sérfræðiviðurkenningu höföu hærri dánartíðni en starfsfélagar þeirra sem orðið höföu sérfræðingar. Læknar án sérfræðiviðurkenningar höföu marktækt hærri dánartíðni vegna heilakrabbameins og sjálfsmorða en aðrir Islendingar og lögfræðingar. Ekki var meir um hjartasjúkdóma, lungna- og blóðkrabbamein meðal lækna en annarra. Þeir læknar sem voru sérfræðingar í lyflækningum og skyldum greinum höföu tölfræðilega marktækt hærra nýgengi ristilkrabbameins en aðrir karlar. ÁLYKTANIR Niðurstöðumar staðfesta heldur lægri heildar dánartíðni lækna en lögfræðinga en þær benda hins vegar til meiri sjálfsmorðshættu meðal lækna. Innbyrðis em læknamir ólíkir, þeir sem ekki verða sérfræðingar hafa hærri dánartíðni einkum vegna heilakrabbameina og sjálfsmorða. Af þessari rannsókn verður há tíðni sjálfsmorða og ákveðinna krabbameina ekki skýrð og er þörf frekara rannsókn,. iil þess.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.