Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Side 37

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Side 37
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 33 tjáning á cystatin c í meinferli arfgengs heilablóðfalls Yalur Emilsson1, Leifur Þorsteinsson1, Ólafur Jensson1 og Gunnar Guðmundsson2. 1 Erfðafræðideild Blóðbankans og - Taugalækningadeild, Landspílalinn. Reykjavík. Heilablóðfall vegna cystatin C (CC) mýlildis erfist ríkjandi og ókynbundið. Sjúkdómurinn einkennist af CC lLeu68->Gln) mýlildi sem sest í miðlag heilaslagæða og skemmir æðavegginn. Endurteknar blæðingar inn í heilavefinn. leiða síðan til dauða oftast um þrítugsaldur. CC letur virkni próteasa, virknt sem getur farið úr böndum við vefjaskemmdir og bakteríusýkingar. í þessu ágripi lýsum við líkani sem spáir samverkandi áhrifum mýlildis og minnkaðrar latefnavirkni í meinferli heilablóðfalls. Mælingar á magni CC próteins í mænuvökva og í floti frumurækta úr sjúklingum, sýna 3 falda lækkun á styrk CC miðað við samanburðarsýni. Við höfum mælt tjáningu CC mRNA í blóðátfrumum (monocyte/macrophage) úr sjúklingum. Niðurstöður benda til þess að stökkbreytingin hafi ekki áhrif á tjáningu eða endingartíma CC mRNA. Þess vegna drögum við þá ályktun að stökkbreytingin hafi fýrst °g fremst áhrif á farnað próteinsins. Hér gæti t.d. mikil myndun mýlildis lækkað vessastyrk CC í sjúklingum. Tjáning CC mRNA í einstökum gerðum blóðfmma var borin saman við tjánmgu CC mRNA í 16 ólíkum vefjagerðum. Vel stöðluð mæling sýnir að CC mRNA er Uáð í öllum 16 vefjagerðunum, en í mjög breytiiegu magni. Mest er tjáning í eistum, brisi og heila en lægst eða 12 falt Isgri í fylgju og nýra. Öflug tjáning CC í brisi en lág í nýra em ekki í samræmi við eldri niðurstöður. Af einstökum blóðfrumum, mælist tjáning CC mRNA í átfrumum verulega lág í samanburðinum, sem kemur á óvart því átfrumur hafa verið taldar mikilvægar í framleiðsluaukningu CC í heila. Tjáning CC var hins vegar mest í blóðflögum (platelet) og talsverð í eitilfrumum (lymphocyte). Umtaisverð tjáning CC í eitilfrumum stangast á við eldri niðurstöður sem sýndu að ekkert CC er framleitt í eitilfrumum. I samantekt sýna niðurstöður okkar að CC er framleitt í öllum vefja- og frumugerðum en magninu trúlega stjórnað sérhæft og staðbundið. I Ijósi ofangreindra niðurstaðna höfum við athugað þátt frumuhvatans TGF-Bl (transforming growth factor beta 1) í tjáningu CC mRNA í ræktuðum átfrumum. Vitað er að TGF-Bl hvetur tjáningu á CC í taugafrumum (astrocytes) músa. og stuðlar að sérhæfingu þeirra. Við sýnum fram á að viðbót TGF-Bl í átfrumuræktir leiðir til 9 faldrar hámarkstjáningu CC mRNA. Hér væri hægt að hugsa sér hámarkstjáningu CC staðbundna, t.d. við vefjaskemmd en mikilvægi átfruma og frumuhvata í sára- og vefjagræðslu er vel þekkt. Eftirfarandi líkan er því sett fram: I upphafi, leiðir mýlildið til skemmda á frumum í miðlagi heilaslagæða. Þar með er hal'ið ferli vefjagræðslu þar sem átfrumur og blóðtlögur eru virkjaðar og framleiðsla á frumuhvötum eykst. Við frumuskaða losna einnig úr læðingi próteasar. Aukin framleiðsla á TGF-BI veldur staðbundinnni hámarksframlciðslu á CC í átfrumum. CC er ællað að letja aukna virkni próteasa. Þar sem stökkbreytingin leiðir til lækkunar CC vegna mýlildismyndunar, er ekki nægjanlegt magn CC til að halda sundrunarvirkni próteasa í skefjum. Þess vegna myndast vítahringur, er flýtir fyrir frekari vetjaskemmdum. Þessi breytta atburðarás leiðir að lokum til heilablóðfalls, þar sem samverkandi áhrif mýlildis og minnkaðrar latefnavirkni eru að verki. Þetta gæti skýrt hvers vegna heilablóðfall vegna CC mýlildis dregur menn fyrr til dauða en í öðrum þekktum formum mýlildis sjúkdóma. E 37 kortlagning meingens sem VELDUR ARFGENGRI SJÓNURÝRNUN (ATROPHIA AREATA). Ragnheiður Fossdal*, Loftur Magnússon-, James L. Weber^, og Ólafur Jensson' ' Lrfðafræðidcild Bióðbankans, Landspítalinn, Reykjavík, 'Augnlæknaslofa, Kaupangi, Mýrarvegi, Akureyri og ' Marshfield Medical Research Foundation, Marshfield, Wl 54449, USA. Arfgeng sjónurýrnun. atrophia areata (AA), er uugnsjúkdómur með ríkjandi ókynbundinn erfðahátt, sem cr greinanlegur við augnskoðun frá unga aldri. Kristján Sveinsson augnlæknir lýsti fyrstur þessum sjúkdómi í íslenskri fjölskyldu árið 1939(1). Hann einkennist af svæðisbundinni rýrnun á sjónu ásamt fækkun á æðum í æðu sem ágerist með aldrinum. Breytingar á rtugnbotninum fiokkast undir "helicoid peripapillary uhorioretinal degeneration". Þær koma alltaf fram í báðum uugum og hafa einkennandi lögun sem greinist út frá sjóntaugarendanum (papillunni). Sjúklingurinn getur misst Lssjón (central vision) ef augnbotnsrýrnunin nær inn á gula blettinn (macula). Með sameindaerfðafræðilegum aðferðum hefur erfðaefni mannsins nú að verulegum hluta verið kortlagt. bekkt eru fieiri en 1400 set (erfðamörk) um allt litninga- b'engið með mikinn arfgengan breytileika sem notaðurcr við leit að meingenum sjúkdóma eins og AA. Með tengsla- gfeiningu (linkage analysis) eru reiknaðar líkur á að arfgerð erfðamarksins og svipgerð sjúkdómsins erfist saman. Tilgangur rannsóknarinnar er að finna litninga- svæðið sem hýsir meingen sjúkdómsins þannig að hægt sé að einangra genið og skilgreina lífefnafræði sjúkdómsins. Rannsókn var gerð á hluta fjölskyldu sem skilgreind var 1981 (2). DNA vareinangrað út blóði 33 einstaklinga, þar af voru 20 með sjúkdóminn, 10 heilbrigðir og þrír makar. Tengslagreining sjúkdómsins og 112 erfðamarka á 22 litningum gaf til kynna að mestar líkur væru á staðsetningu meingens AA á litningi 11. Alls höfum við greint 18 erfðamörk á þessum litningi og fundið að meingenið er á 15 cM svæði á 11 p 15 sem afmarkast af D11S1323 með Zmax=3.04 theta=0.07 (nær litningsenda) og D11S902 með Zmax=3.51 theta=0.07 (nær þráðhafti). Staðsetning meingens þessa sjaldgjæfa sjúkdóms er mikilvægur þáttur í kortlagningu gena, sem valda margvíslegum svipgerðum augnbotnssjúkdóma meðal manna. 1. Sveinsson, K. (1939) Chorioiditis areata Acta Ophthalmologca, 17, 73-80. 2. Magnusson, L. (1981) Atrophia areata. A variant of peripapillary chorioretinal degeneratton Acta Ophthalmol (Copenh), 59, 659-64. L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.