Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Side 50

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Side 50
46 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 E 63 UMFERÐ OG ÁFENGI 1966-1993. Gylfi Ásmundsson, Geðdeild Landspítalans. I þeirri athugun, sem hér er greint frá, er reynt að finna að hve miklu leyti breytingar á heildarneyslu áfengis, tíðni ölvunaraksturs og tíðni umferðarslysa tengjast yftr tiltekið árabil. Gögn þau sem lögð eru til grundvallar eru tölur frá Umferðarráði um fjölda ökutaekja í landinu, fjölda umferð-arslysa og fjölda þeirra sem teknir hafa verið grunaðir um ölvunarakstur. Haldbærar tölur um fjölda umferðarslysa eru til frá 1966 og um ölvunarakstur frá 1968. Magn áfengisneyslu í landinu er síðan byggt á sölutölum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. I fyrri rannsókn á þessum tengslum, var gerð grein fyrir þróuninni 1966-80. Niðurstaðan af þeirri athugun var sú að heildarneysla áfengis hafði mikla fylgni við bæði umferðarslys og ölvunarakstur. Einkum voru þó sterk tengsl á milli umferðarslysa og neyslu sterks áfengis. Ef gert væri ráð fyrir áframhaldandi þróun í drykkjuvenjum Islendinga á þann veg að hlutfall sterkra áfengistegunda minnkaði, en heildameysla áfengis ykist þó ekki, var því spáð að umferðarslysum fækkaði. Niðurstöður þessarar athugunar sýna að hve miklu leyti sú spá hefur gengið eftir og þá sérstaklega hver áhrif þess að leyfa sölu á áfengum bjór hefur haft á þessa þróun. Eftir verulega aukningu á heildarneyslu um skeið með tilkomu bjórsins er neyslan nú svipuð og á árunum næst á undan. Hlutfall sterks áfengis hefur hins vegar minnkað verulega. Eftir að bjór var leyfður snemma árs 1989 hefur umferðarslysum fækkað, en að öðru leyti eru svipuð tengsl á milli áfengisneyslu og þátta í umferðinni og áður höfðu komið fram. RANNSÓKN Á KONUM f ÁFENGISMEÐFERÐ E 64 Ása Gudmundsdóttir, Geódeild Landspítalans. Á sfðustu áratugum hefur hlutfall kynjanna í nýgengi áfengismisnotkunar breyst mjög, borið saman við nýgengi annarra geðtruflana, sem hefur staðiö nokkum veginn í stað síðan 1953. Rannsóknir á ævilfkum hafa sýnt hærri tíðni þunglyndis, kvíða og sálvefrænna vandamála meðal kvenna, en karlar hafa hærri tíðni áfengismisnotkunar og/eða ffknar. Erlendar rannsóknir hafa fram undir þetta sýnt að mun færri konur en karlar fá meðferð vegna áfengisvandamála. Hlutfallið er mun lægra en lægstu tölur um nýgengi og algengi áfengis- og vímuefnamisnotkunar kvenna. Skýringar hafa beinst að þvf að tilfinningar eins og skömm og sektarkennd tengd drykkju kvenna hafa komið í veg fyrir að þær leituðu aðstoðar. Þróunin á íslandi hefur verið önnur en í flestum öðrum löndum, þvf hér hafa hlutfallslega fleiri konur leitað meðferðar en kannanir á misnotkun þeirra á áfengi gefa til kynna. Frá 1974 til 1990 hefur hlutfall kvenna meðal þeirra sem fengið hafa meðferð aukist frá 15 96 í 25 96. >að er í samræmi við niðurstöður kannana, en þær gefa til kynna að konur drekki um fjórðung alls áfengis sem neytt er. Klfniskar athuganir benda til að fslenskar konur sem misnota áfengi haft ekki minni sálræn vandamál en konur annars staðar og upplift ekki síður tilfinningar eins og sektarkennd og skömm, þrátt fyrir að ekki virðist vera neinar sérstakar hindranir fyrir konur að leita sér meðferðar við áfengisvandamálum. Haftn hefur verið rannsókn á konum sem leita sér áfengismeðferðar á meðferðardeild á Landspftala. Markmið rannsóknarinnar er í fyrsta lagi að fá mynd af áfengisneysluvenjum og hlutverki áfengis í lífi kvennanna. í öðru lagi er tilgangurinn að fá upplýsingar um tilfinningalega og sálfélagslega þætti sem almennt eru taldir einkenna konur í áfengismeðferö. Spumingalisti er lagður fyrir allar konur sem koma til meðferðar á deildinni. Ætlunin er að bera niðurstöðumar saman við aðrar klínískar rannsóknir á konum sem misnota áfengi og nýta niðurstöðumar í gerð meðferðaráætlana og markmiðssetningu fyrir konur í áfengismeðferð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.