Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Síða 51

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Síða 51
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 47 HVERJIR ERU í AA-SAMTÖKUNUM? Hildigunnur Ólafsdóttir. Geðdeild Landspítalans AA samtökin á íslandi hafa starfað óslitið frá 1954. Áætlað er að um 4000 manns sæki AA fundi árlega. Rannsóknin er hluti af fjölþjóðakönnun sem nær til átta landa og hefur eftirfarandi markmið: 1) Gera samanburðarrannsókn á AA samtökunum sem fjölþjóðahreyfingu 2) Skýra hvemig AA stefnan fellur að ólíkum menningarheimum 3) Kanna hvernig AA starfssemin er aðlöguð að mismunandi menningu og löggjöf. Tilgangur þess hluta rannsóknarinnar sem hér er kynntur er að kanna til hvaða hópa AA samtökin á íslandi höfða sérstaklega. Gagna hefur verið aflað með viðtölum við AA félaga og með spumingalistum sem 35 AA deildir og 205 AA félagar hafa svarað. Flestir sem ganga í AA samtökin gera það að lokinni meðferð á sjúkrastofnun. Hlutfall kvenna í AA samtökunum var 29% sem er hærra en hlutfall kvenna í meðferð á áfengisdeildum. Tæplega þriðjungur AA félaga er 30 ára eða yngri og endurspeglar aldurssamsetningin hinn hraða vöxt samtakanna á níunda áratugnum. Ekki verður annað séð en samtökin höfði til fólks úr öllum þjóðfélagshópum. Niðurstöður sýna að áfengisvenjur AA félaga eru mjög ólíkar áfengisvenjum þjóðarinnar en gefa til kynna mikla breidd innbyrðis. Áfengistengd heilbrigðis- vandamál, líkamleg og sálræn, hafa svo til allir reynt og ýmiss konar félagslegur vandi reyndist mjög algengur. Vaxandi AA hreyfing hefur í sínum röðum hátt hlutfall félaga sem aðeins hafa verið alls gáðir í stuttan tíma. Þetta leiðir til þess að reynsla vegna langrar þátttöku í AA flyst ekki frá einni kynslóð AA félaga til þeirrar næstu á eðlilegan hátt. Skortur verður á trúnaðarmönnum og fyrirmyndir verða fáar. Þrjú atriði einkenna íslenska AA félaga þegar þeir eru bornir saman við félaga í löndunum sem fjölþjóðarannsóknin náði til: Hvað þeir eru fjölmennir, hversu hátt hlutfall AA félaga hefur farið í meðferð og hvað stór hluti þeirra er ungur. E 65 TAUGASKEMMDIR og hjartasjukdomur HJÁ INSÚLÍNHÁÐUM SYKURSJUKUM Gísli Ólafsson. Ragnar Danielsen, Ástráður B. Hreiðarsson. Göngudeild sykursjúkra og lyflækningadeild Landspítalans, Reykjavík. Inngangur: Á undanförnum árum hafa breytingar í ósjálfráða taugakerfinu við sykursýki notið vaxandi athygli lækna, sérlega eftir að rannsóknir hafa sýnt að slíkar breytingar geta haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir sjúkiingana m.a. með aukinni hættu á skyndidauða. Fram hafa komið nákvæmar rannsóknaraðferðir sem auðvelda kortlagningu breytinganna hjá hinum sykursjúku. Hér á landi hafa verið gerða ítarlegar rannsóknir á fylgikvillum sykursýkinnar er lúta að skemmdum á augum og nýrum en litlar sem engar rannsóknir hafa átt sér stað á þeim þáttum er varða skemmdir í taugakerfi þessara sjúkiinga. Tilgangurinn með rannsókninni var að meta útbreiðslu skaða í ósjálfráða taugakerfinu hjá íslenskum sjúklingum með insúlínháða sykursýki og að kanna tengsl taugaskaðans við aðra fylgikvilla sykursýki svo og að meta áhrif blóðsykurstjórnunar og sjúkdómslengdar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var gerð á 41 karli • 8 - 50 ára með insúlínháða sykursýki, án sögu um hjarta- eða æðasjúkdóma, ásamt 18 heilbrigðum í viðmiðunarhópi. Gerð voru próf til mats á ósjálfráða taugakerfinu með tölvutækni skv. forskrift Ewings: breytingar á hjartslætti við djúpöndun, Valsalva próf og upprétta stöðu; og blóðþrýstingssveiflur mældar við stöðubreytingu og handgrip. Titringsskynjun var mæld með stöðluðu mælitæki (Biothesiomeier) og úreynsluprófað skv. forskrift Bruce. Blóð- og þvagrannsóknir til könnunar á nýmastarfsemi og E 66 blóðsykurstjórnun voru gerðar. Sykursjúkum var skipt í; hópa eftir lengd sjúkdómsins; <7 ár, >7 ár en <15 ár og loks >15 ár. Niðurstöður: Sykursjúkir höfðu hærri tíðni óeðlilegrat svörunar í ósjálfráða taugakerfinu en viðmiðunarhópurinr. (39 á móti 6%, p<0,01). Tíðni breytinga jókst með sjúkdómslengd (<7 ár. 8%; >7 áren <15 ár, 43%; >15 ár. 60%; p<0,05) og með slæmri blóðsykurstjómun (hærra HbAl) (p<0,05). Sykursjúkir með breytingar í ósjálfráða taugakerfinu voru yngri við greiningu (17±9 á móti 24±7 ár, p<0,05), höfðu haft sykursýki lengur (19± 10 á móti 9±6 ár, p<0,05), höfðu hærri tíðni augnbotnaskemmda (56 á móti 7%, p<0,05) og einkenna frá ósjálfráða taugakerfinu (56 á móti 7%, p<0,05). Titringsskynjun versnaði með aukinni lengd sykursýkinnar (p<0,05). Sama gilti fyrir stigun á heildarskemmdum í taugakerfi, augum og nýmm (p<0.001), er einnig jukust við slæma blóðsykurstjórnun (p<0,01). í áreynsluprófi gengu sykursjúkir skemur en viðmiðunarhópur á traðkmyllu (p<0,01). Einn sjúklinganna var með jákvætt áreynslupróf án einkenna og reyndist hafa útbreiddan kransæðasjúkdóm við hjartaþræðingu. Alyktun: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að insúlínháðir sykursjúkir em oft með óeðlilega starfsemi í ósjálfráða og útlæga taugakerfinu, jafnvel þó þeir séu einkennalausir. Taugabreytingar aukast með lengd sykursýkinnar og við slæma blóðsykurstjómun.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.