Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Page 55

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Page 55
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 49 lífsmunstur fólks með langvinna lungnasjúkdóma Helga Jónsdóttir, námsbraut f hjúkrunarfræði, Háskóla Islands Rannsókn þessi er hluti stærri rannsóknar á lífsreynslu fólks með langvinna lungnasjúkdóma og var gerð í ljósi ákveðinnar kenrúngar um heilbrigði. í henni er lýst lífsmunstri fólks með langvinna lungnasjúkdóma (chronic obstructive pulmonary disease). Tekin voru 5 djúpviðtöl, með a.m.k. eins mánaða bili á milli viðtalanna, við 10 sjúklinga (6 karlmenn og 4 konur) með langvinna lungnasjúkdóma, og var í þeim byggt á heildrænum skilningi á manninum og túlkunarfyrirbærafræði. Þátt- takendur voru á aldrinum 38 til 78 ára og meðalaldur þeirra var 61 ár. Tveir unnu fulla vinnu, tveir hlutavinnu og 6 voru ófærir um að vinna. Allir höfðu haft lungnavandamál í meira en 15 ár. Tveir þátttakenda létust skömmu eftir að viðtölunum lauk. Lífsmunstri þátttakenda er lýst sem einangrun og •nnilokun. Þetta lífsmunstur endurspeglast jafnframt í eftirfarandi þemum: a) uppgjöf sem leið til að lifa af, b) lítt uppbyggjandi úrlausnir á erfiðum atburðum, c) erfiöleikar við að tjá sig og tengjast öðrum, d) togstreita á milli eigin þarfa og væntinga frá umhverfinu, e) skortur á orðum til að lýsa andþyngslum, 0 skert hreyfigeta, g) samspil tilfinningalegs ástands og andþyngsla, h) þung áhersla á gildi atvinnu. Niðurstöðurnar lýsa mikilli vanlíðan þátttakenda. Þær gefa vísbendingu um að hjúkrunarfræðingar þurfi að leggja enn frekari áherslu á að hjálpa fólki að takast á við dagleg vandamál sem upp koma í tengslum við veikindi þeirra og takmarka sig ekki við verklegar úrlausnir á líkamlegum vandamálum. líkamsþyngdarstuðull og lifun á oldrunarstofnunum. Eyvindur Kjelsvík, Helgi Sigvaldason, Nikulás Sigfússon, Ársæll Jónsson. Öldrunarlækningadeild Borgarspítala, Hjartavemd, Reykjavfk. Líkamsléttun fylgir oft almennum heilsubresti á gamals aldri. Samband þetta er oft flókið og til þess að kanna það nánar var gerð framvirk rannsókn á þyngdarstuðli (Body Mass Index), heilsufarsástandi og lifun yfir tveggja ára tímabil. Rannsóknarhópurinn samanstóð af öllum inni- liggjandi sjúklingum og vistmönnum á öldrunarlækninga- Heild, hjúkrunar- og vistheimilum tengdum Borgar- spítalanum í febrúar 1992. Mæld var líkamsþyngd, Itkamshæð og faðmur. Við mat á heilsufarsástandi var oiæld skilvitund og hreyfigeta og spurt sérstaklega um hjartaöng, sykursýki og króniskt berkjukvef. Hpplýsingar um lifun voru fengnar úr Horfinnaskrá Hagstofu Islands til loka febrúar 1994. Rannsóknarþýðið var 215 manns og 210 voru tannsakaðir. Konur töldust 163 (meðalaldur 86.3 ár) og 47 karlar (meðalaldur 85.4 ár). Klínfsk athugun leiddi í Ijós glöp hjá 55%, hreyfihömlun 72%, hjartaöng 5%, krónfskt berkjukvef 4% og sykursýki 2%. Þyngdar- stuðull (BMI) miðað við faðm í 202 sjúklingum var að meðalgildi 23.3 Kg/m2 (SD 4.9). Ofþyngd (BMI>30) greindist hjá 9%, eðlileg líkamsþyngd (20-30) hjá 67%, [riegurð (<20) hjá 24% og þar með alvarleg megrun eða hor (BMI<16) hjá 4%. Ekkert samband fannst á milli þyngdarstuðuls (BMI) og kynferðis, aldurs, blóðfitu eða sjúkdóma annarra en glapa. Öfug tengsl voru á milli þyngdarstuðuls og bæði glapa og hreyfihömlunar. Um helmingur hópsins hafði látist í febrúar 1994. Niðurstöður sýna að dánartíðni vex mjög hratt með lækkandi þyngdarstuðli undir meötaltali (BMI 23). Lífaldur, mikil og væg glöp og hjartaöng hafa einnig marktæk forspárgildi en hvorki hreyfihömlun né blóðfitur. E 70
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.