Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Side 70

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Side 70
64 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 LJÓSAÐLÖGUN SJÓNHIMNURITS £ gg "LITBLINDRA" Þór Eysteinsson Rannsóknastofu í lífeðlisfræöi. Vitað er að miklar breytingar verða í næmi keila við langvarandi aðlögun að rökkri eða ljósi. Mælt með raflífeðlisfræðilegum aðferðum eins og sjónhimnuriti (ERG) eða með skráningum frá keilum eða frumum sem fá taugaboð frá keilum sést að það tekur keilur um 10-15 mín. að aðlagast að stöðugri birtu ef sjónhimna hefur áður aðlagast að rökkri. Spurningum eins og hvort allar gerðir keila mannsaugans eru jafn mikilvægar í þessu fyrirbæri, og hvort það einskorðast við keilur er ósvarað. Því hefur t.d. verið haldið fram að ljósaðlögun keila sé vegna þess að stöðug birta dregur úr verkan stafa á næmi keila, þ.e. vegna samverkan stafa og keila (Miyake, ofl, 1989). Til að reyna að meta hlutfallslegt vægi einstakra keila í ljósaðlögun sjónhimnurits hefur það hér verið mælt í einstaklingum með skerta starfsemi keila, þ.e. "litblindum” einstaklingum er sumir (protanopes) sýna enga samverkan stafa og keila, mælt með öðrum aðferðum (Goldberg ofl, 1982). Aðferðir. Litaskyn sjálfboðaliða var metið með litaskynsprófum (Ishihara, Farnsworth D-15). Fengnir voru einstakligar með eðlilegt litaskyn, eða með skert næmi M- eða L-keila. Sjónhimnurit var skráð með hornhimnuskautum. Eftir 30 mín aðlögun í rökkri var kveikt á stöðugu 2.2 log cd/m^ hvítu bakgrunnsljósi í "Ganzfeld" ljósertara til ÁHRIF INNRI SJÓNHIMNU Á E 100 ELECTRORETINOGRAM. Ársæll Arnarsson og Þór Eysteinsson. Rannsóknastofa í Lífeðlisfræði. Sjónhimnurit endurspeglar flókna heildarsvörun sjónhimnunnar við ljósáreiti, en virðist eiga upptök sín í ljósstýrðum breytingum í K+ magni sem breytist vegna starfsemi taugafruma eða ljósviðtaka. Þegar hefur verið sýnt fram á að hamlandi taugaboðefnið GABA (0,5-5,0 mM) og agonistar þess, minnka bæði b- og d-bylgju sjónhimnurits í xenopus (Arnarsson og Eysteinsson, 1993). GABA-antagonistinn picrotoxin (0,5-2,0 mM) hefur öfug áhrif. Við höfum rannsakað frekar þessi áhrif GABA á sjónhimnurit til þess að ákvaröa frá hvaða frumum þau eru komin. Notast var við sjónhimnurit (electroretinogram) og innanfrumuskráningar úr yfirflæddum augnbikurum Xenopus laevis. Sýnunum var komið fyrir í ljósheldu Faraday-búri, ertingatíma stjórnað með ljósloka og skráð með örskautum. Við höfum komist að því að nipecotic sýra (1 mM), sem er upptökuhamlari GABA, hefur svipuð áhrif á sjónhimnurit eins og GABA. GABAa antagonistinn bicuculline (0,5-2,0 mM) eykur a-, b- og d-bylgjurnar. Stærð b- og d-bylgna breytist mjög svipað, þ.e. GABA og nipecotic sýra minnka báðar bylgjurnar, en picrotoxin og bicuculline stækka þær. 0,1 mM styrkur af GABAb agonistanum Baclofen, sem eingöngu virkar á frumur í innri sjónhimnu (Slaughter og Bai, 1989), minnkar og seinkar bæði b- og d-bylgjunum. Glútamat-afleiðan APB þurrkar út b-bylgjuna og ljósaðlögunar, og tekin meðaltal af 20 ertingum með -0.27 log cd.sek/m^ hvítum ljósáreitum (ertingartíðni 2 Hz), með um mínútu millibili, í 20 mínútur. Samverkan stafa og keila (rod-cone interaction) var mæld með þröskuldsmælingu fyrir 25 Hz blikkandi ljósi eftir ljósaðlögun og við rökkuraðlögun. Niðurstöður. Allar gerðir litblindu sýna ljósaðlögun keila í sjónhimnuriti, með svipuðum tímastuðli fyrir aukningu í spennu b-bylgju. Aukning spennu er minni að magni hjá "dichromats" en "trichromats", bæði þeim með eðlilegt litarskyn og skert litarskyn. Hærri aukning í spennu i-bylgju (OFF-svar) fékkst hjá deuteranomalous trichromats en normal. Allir nema "protanopes" sýndu samverkan staf og keila, eins og áður hefur fundist. Ályktanir. Við hefðbundna töku ERG með hvítu ljósi við Ijósaðlögun verður aukning í svari hjá "litblindum", sem bendir til þess að bæði M- og L-keilur komi við sögu í því svari. Þar sem "protanopes" sýna einnig ljósaðlögun keila í ERG er ljósaðlögun keila og samverkan stafa og keila tvö aðskilin fyrirbæri, ólíkt því sem haldið hefur verið fram (Miyake ofl., 1989). kemur í veg fyrir áhrif GABA á d-bylgjuna, en hefur hinsvegar engin áhrif á stækkun picrotoxins á sömu bylgju. Bæði PDA og kynurenic sýra þurrka út d- bylgjuna, en ekki b-bylgjuna. GABA eykur hinsvegar spennu b-bylgjunnar eftir að búið er að fjarlægja d- bylgjuna með PDA eða kynurenic sýru, en bæði PDA og kynurenic sýra gera að engu áhrif picrotoxins á d- bylgjuna. NMDLA (lmM) sem eingöngu hefur áhrif á starfsemi innri sjónhimnu, dregur alla þætti sjónhimnuritsins niður um 30% og hamlar áhrifum GABA og picrotoxins á b- og d-bylgju. Þessar rannsóknir benda til þess að picrotoxin- næma GABA-kerfið (A og B-viðtakar) sem hefur áhrif á ERG, sé tengt innri sjónhimnu, en ekki einungis ytri sjónhimnu (A-viðtakar) eins og áður hefur verið talið. Einnig er ljóst að það eru tvö aöskilin kerfi í innri sjónhimnu sem tengist b- og d-bylgjunum. Verkefnið er styrkt af Rannsóknarnámssjóði Menntamálaráðuneytisins (Á.A.) og Vísindasjóði (Þ.E.).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.