Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Side 78

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Side 78
70 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 KAWASAKI SJÚKDÓMUR Á E 111 ÍSLANDI Pétur B. Júlíusson1, Árni V. Þórsson2, Hróðmar Helgason1. Barnadeild Lands- spítala1, barnadeild Landakotsspítala2. Kawasaki sjúkdómur er barnasjúkdómur sem einkennist af hita án þekktrar orsakar, útbrotum, tárubólgu, breytingum í munnslímhúð (jarðaberjatunga, hálsbólga, sprungnar varir) og á útlimum (bjúgur, roði á iljum og lófum, húðflögnun). Sjúk- dómurinn veldur einnig bráðri bólgu í meðalstórum æðum, sérlega þó kransæðum og getur leitt til myndunar aneurysma þar. Gjöf mótefna getur hindrað tilkomu kransæðasjúkdóms og stytt sjúkdóms- ganginn. Meðhöndlun með aspiríni er einnig ráðlögð. Fyrsta tilfellið á íslandi var greint 1981. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga fjölda greindra tilfella hérlendis, skoða klíníska mynd sjúklinganna og tilkomu hjartasjúkdóms. Rannsóknin var aftursæ, skoðaðar voru sjúkraskrár sjúklinga og ómskoðunarsvör. Tuttuguogfjórir sjúklingar hafa greinst með sjúkdóminn, 17 drengir og sjö stúlkur. Fórir greindust 1981 en aðeins einn næstu fimm árin á eftir. Fjórtán greindust á árunum 1990-93. Engin tengsl virðast vera milli sjúklinganna. Fjórir sjúklinganna (16.6%) fengu kransæðabreytingar. Þessir sjúklingar voru drengir og fengu þeir allir mótefni. Breytingarnar hafa síðan gengið til baka hjá öllum nema einum. Fyrstu fimm sjúklingarnir fengu ekki mótefni. Ekki var gerð hjartaómun hjá fyrstu fjóru meðan á veikindum stóð en tveir þeirra voru ómskoðaðir nokkrum árum síðar og reyndust hafa eðlilegar kransæðar. Mótefni voru að meðaltali gefinn á sjötta degi frá upphafi einkenna. Helstu niðurstöður eru þær að hlutfall drengja er fá sjúkdóminn er hærra en lýst er almennt. Sjúkdómurinn virðist ganga í bylgjum hér en slíkt er vel þekkt. Hlutfalh sjúklinga er fá kransæðasjúkdóm er svipað og lýst er og einnig sá tími er tekur að greina sjúkdóminn. E 112 B-LACTAM-AMINOGLYCOSIÐ I SAMSETNENGUM GEGN P. AERUGINOSA í VÖÐVASÝKTUM ÓNÆMISBÆLDUM MÚSUM. Margrét Valdimarsdóttir, Sigurður Einarsson, Helga Erlendsdóttir, Sjgurður Guðmundsson. Landspítalinn & Háskóli Islands, Reykjavík. Inngangur. Klíniskt gildi eftirvirkni sýklalyfja tengist skömmtun þeirra þar sem gefa má lyf sem langa eftirvirkni hafa sjaldnar en áður. Sýklalyf í samsetningum eru oft notuð við meðferð sýkinga Þau eru hins vegar skömmtuð eins og þegar lyfin eru notuð ein sér. Gætu því áhrif lyfjasamsetninga á eftirvirkni breytt skömmtunarvenjum lyfja, og dregið þannig úr aukaverkunum og kostnaði. Við höfum áður sýnt fram á verulega lengingu eftirvirkni in vitro og in vivo í vöðvasýktum músum af völdum lyfja í samsetningum miðað við lyfin eins sér. Við bárum því saman bestu skammta og skammtabil samsetninga ceftazidíms & tobramýcíns (C-T, sem ekki veldur lengingu eftirvirkni og jafvel styttir hana) við samsetningu imipenems & tobramýcíns (I-T, sem veldur marktækri lengingu eftirvirkni um 3-4 klst.). Aðferðir. Notaðar voru ICR mýs, -25 g aé þyngd, ónæmisbældar með gjöf cyclophosphamíðs. Þær voru sýktar með dælingu 105-10Ö cfu P. aeruginosa ATCC 27853 í læri. Meðferð var síðan hafin 2 klst. síðar og stóð í 24 klst. Mismunandi heildarskammtar celtazidíms (C) á 24 klst. voru 75, 150 og 300 mg/kg, imipenems (I) 100, 200 og 400 mg/kg og tobramýcíns (T) 32 mg/kg. Lyfin voru ýmist gefin á 1, 3, 6, 12 eða 24 klst. fresti. C eitt sér var þannig gefið með 13 mismunandi skömmtum og skammtabilum, I með 15, T með 5, en C-T með 34 og I-T með 37. Skammtur T var valinn þannig að hann olli engu drápi þegar lyfið var notað eitt sér og skammtar C og I þannig að tími þéttni lyfjanna yfir MIC var sambærilegur. Músunum var síðan slátrað eftir 24 klst. meðferð, lærvöðvar fjarlægðir, malaðir, raðþynntir í ísköldu saltvatni og dreift á Mueller-Hinton agar til bakteríutalningar. Nidurstödur. Með I-T var unnt að nota lengra skammtabil imipenems (12-24 klst.) en með C-T (1-6 klst.) án þess að drápsvirkni væri tapað við sambærilegan þéttnitíma yfir MIC. Þetta er líklega vegna hagstæðari áhrifa I-T á eftirvirkni en C-T. Mestu virkni I-T (-3 logio dráp/24 klst.) var náð þegar þéttnitími I yfir MIC var einungis 20- 30% af skammtabili, en mestu virkni C-T (2-3 logio dráp/24 klst.) hafði á hinn bóginn vart verið náð við þéttnitíma C sem var 60-70% af skarnmtabili. Alyktun. Þessar niðurstöður benda til að skammta megi B-lactam lyf og amínóglýcósíð gegn gram-neikvæðum stafbakteríum á annan hátt þegar þau eru notuð í samsetningum en þegar þau eru notuð ein sér.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.