Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Page 80

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Page 80
72 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 POLYMERASE CHAIN R£ACTION (PCR) TIL E 115 GREININGAR Á ENTEROVEIRUSÝKINGUM í MIÐTAUGAKERFI. Einar G. Torfason og Már Kristjánsson. Rannsóknastofu H.í. í veirufræði og stnitsjúkdómadeild Borgarspítalans. PCR hefur verið þýtt sem kjarnsýrumögnun eða genmögnun. Um er að ræða sértæka fjölföldun (mögnun) DNA. Stuttir kjarnsýrubútar (primerar) stýra upphafi eftirmyndunar og tryggja þannig að mögnunin sé sérvirk. Ef magna á RNA þarf fyrst að umrita það yfir í cDNA. Erfðaefni enteroveira er mRNA, nálægt 7.500 basapörum að lengd, sem byrjar á u.þ.b. 750 basapara stýrisvæði. I stýrisvæðinu eru vel varðveittar sérvirkar basaraðir sem henta vel til stjórnunar á því, hvað á að magna. Vegna þess hve lítið magn kann að vera af veirunni í sýninu, og til að tryggja enn frekar enteroveiru-sérvirkni prófsins, notum við svonefnt semi- nested próf, sem þýðir að fyrst er magnað á venjulegan hátt, en síðan magnað áfram í öðru prófi, þar sem skipt hefur verið um primer öðrum megin, þannig að nýja afurðin verður styttri en afurð fyrra prófsins. Öll mænuvökvasýni sem borizt Itafa Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði frá ársbyrjun 1993 hafa verið prófuð fyrir enteroveirum með PCR- tækni. Óráðið er hvort verkefnið verður gert upp nú í árslok eða haldið áfram að safna gögnum. Árangur veiruræktunar úr mænuvökva er yfirleitt rýr. Því var reynt að meta næmi og sérvirkni PCR prófsins með samanburði við endanlegar sjúkdóms- greiningar þegar öll helztu gögn um sjúklinginn lágu fyrir. Sá sem tók saman gögn úr sjúkraskýrslunum (M.K.) vissi að jafnaði ekki um PCR-niðurstöður meðan hann var að því (blinded). Ef sjúklingurinn uppfyllti skilyrðin fyrir "aseptic meningitis” (AM) eða "meningoencephalitis” (ME) var gengið út frá því að um enteroveirusýkingu væri að ræða. Þeir sem ekki uppfylltu áðurnefnd skilyrði voru taldir vera með eitthvað annað en enteroveirusýkingu. Þessi flokkun í .enteroveirusýkingar” og .annað" var svo notuð við útreikninga á næmi og sérvirkni. Þetta er að vísu óréttlátt gagnvart prófinu, því talið er að enteroveirur séu í mesta lagi orsakavaldur í 80% AM- og ME-tilfella. Búið er að taka saman gögn fyrir 16 mánuði, sýni frá 129 sjúklingum. Næmi (sensitivity) prófsins virðist vera nálægt 77%, sérvirkni (specificity) 90%, jákvætt spágildi (positive predictive value) 63% og neikvætt spágildi 95%. Hafa ber í huga að gefnar forsendur í þessu verkefni eru prófinu mjög í óhag. Prófið er kærkomin viðbót við þær tiltölulega takmörkuðu greiningaraðferðir sem fyrir eru. Ætla má að prófið nýtist við ákvarðanatöku um meðferð sjúklinga. Næmi og sérvirkni virðast uppfylla sanngjarnar lágmarkskröfur. Prófið virðist henta bezt þegar mikið er um enteroveirusýkingar í miðtaugakerfi. E GREININGAR Á INFLÚENSU, 1. OKTÓBER 1987 116 TIL 30. SEPTEMBER 1994. Sigriður Elefsen, Þorgerður Árnadóttir, Ásdís Stein- grímsdóttir, Sigrún Guðnadóttir, Valgerður Sigurðar- dóttir, Rannsóknastofu Háskóla íslands í veirufræði. Hér á landi má gera ráð fyrir að inflúensa sé árviss, en hún getur verið misskæð frá ári til árs. Litið til síðustu ára, sker veturinn 1987/88 sig úr. Þá var inflúensa óvenju skæð, 44 voru skráðir látnir af völdum inflúensu 1988 (Heilbrigðisskýrslur 1988.). Gerð verður grein fyrir inflúensu sem greinst hefur frá október 1987 til september 1994. Á Rannsóknastofu H.í. í veirufræði eru notaðar tvær meginleiðir til greiningar inflúensusýkinga, mælingar á mótefnum í blóði og veiruleit í sogi frá nefkoki. Fyrir hendi eru tvær gerðir mótefnaprófa, komplementbindingspróf(CF-próOoghemagglutination- inhibition próf (Hl-próf). CF-próf greinir milli mótefna gegn inflúensu A og B. Hl-próf greinir einnig milli mótefna gegn undirtegunda (A(H1N1), A(H3N2)) inflúensu veira, auk þess að vera næmara. Til greininga þarf tvö blóðsýni, þ.e. bráða- og batasýni tekin með allt að tveggja vikna millibili. Veiruleit með óbeinni flúrskinslitun (indirect immunofluorescence IF-litun) er beitt til greininga sýkinga í ungum börnum. Með IF-litun er hægt að greina milli inflúensu A og B. Haustið 1993 var tekið upp enzyme immunoassay (EIA) himnu próf (Directigen) samhliða IF-litun, en með því er hægt að greina inflúensu A i nefkoksskoli og sogi og þáeinnig hjá fullorðnum og öldruðum. Eins og með IF-litun er aðeins hægt að beita EIA himnu prófi á fyrstu dögum sýkingar. Frá 1992 hafa inflúensuveirur verið einangraðar úr nefkokssogum frá sjúklingum með inflúensu og veirustofnar sendir til inflúensumiðstöðvar Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í London. Flest sýnanna sem berast til rannsókna er koma frá stærstu sjúkrahúsunum. Einnig berast sýni frá heilsugæslustöðvum víðs vegar að af landinu og stundum frá öðrum stofnunum eins og öldrunarheimilum. Frá 1987/88 hefur inflúensa A(H3N2) verið ríkjandi í faröldrum annars hvers vetrar, 87/88, 89/90, 91/92 og 93/94, en A(H1N1) 88/89 og 90/91 og B 92/93. Flesta veturna greindust fyrstu tilfelli um áramót, en undantekningu sýndi hún veturna 87/88 þegar inflúensa greindist ekki fyrr en í apríl og 93/94, en þá greindust fyrstu tilfelli í október. Þótt aldursdreifing væri nokkuð breytileg milli faraldra, greindist inflúensa hjá öllum aldurshópum hverju sinni nema 90/91, en þá greindist hún ekki hjá 60 ára og eldri. Niðurstöður rannsókna staðfesta að inflúensa er árviss, en það getur verið breytilegt hvenær hún er á ferðinni, um hvaða gerðir er að ræða og hvaða aldurshópar verða verst úti.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.