Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Qupperneq 87

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Qupperneq 87
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 79 HVAÐ ÁKVARÐAR HLUTVERK TAUGA SEM LIGGJA FRÁ HEILASTOFNI TIL MÆNU? Guðrún Pétursdóttir og Anna Guðný Ásgeirsdóttir. Námsbraut í hjúkrunarfræði og Rannóknarstofu í líffærafræði, Læknagarði. Taugar sem liggja frá heilastofni til mænu hafa bein og óbein áhrif á bæði sjálfráða og ósjálfráða taugakerfið og gegna meðal annars mikilvægu hlutverki við stjórn hreyfinga, hvort sem það eru ósjálfráð viðbrögð eða viljastýrðar hreyfingar. Eins og alls staðar í taugakerfinu ráðast áhrif þeirra af því hvaða frumum þær tengjast. Þær hreyfitaugar sem liggja frá mænu til hvers vöðva eiga upptök sín í skýrt afmörkuðum frumuklösum (motor pools) og taugasímarnir vaxa í knippum eftir ákveðnum leiðum að vöðvanum. Gild rök hníga að því, að það sé staðsetning frumubolsins í mænu sem ræður því hvaða braut laugasíminn velur og á hvaða vöðva hann endar. Þótt minna sé vitað um taugar ósjálfráða taugakerfisins, bendir margt til þess að hlutverk þeirra ákvarðist líka af staðsetningu frumubolsins. Þannig eru líkur á því, að hlutverk hreyfitauga í mænu ákvarðist af staðsetningu þeirra löngu áður en símarnir vaxa fram og þær ná að mynda tengsl við vöðvana. Hins vegar er það ekki fyrr en símar hreyfitauganna eru lagðir af stað og hlutverk þeirra löngu ákvarðað sem taugarfrá heila ná niður til mænu. Til þess að geta stjómað hreyfingum verða þessar taugar að rata markvisst á hreyfitaugar vöðva og vöðvahópa í mænu. Símarnir verða að vaxa eftir braut sem leiðir þá að réttu marki. Þeir verða að velja sér braut strax og þeir vaxa af stað uppi í heilastofni. Hvað ræður vali þeirra? Við erum að kanna hvort val þeirra ákvarðast af staðsetningu frumubolanna í heilastofni. Með því að nota litarefni sem berast eftir taugasímanum frá mænu upp í frumubolinn höfum við litað þessar taugar í hænufóstrum. Val á tilraunadýri byggist á því hversu auðvelt er að nálgast fóstriö í egginu; hve mikið er vitað um þroskun hreyfitauga í hænsnum, hversu margt er líkt með mænu fugla og spendýra, og á vægi heilastofns í stjóm hreyfinga hjá hænsnum, sem hafa ekki beinar conicospinal brautir. Meginniðurstöður okkar eru þær, að séu taugarnar skoðaðar nógu snemma á fósturskeiði, sést skýn samband milli staðsetningar frumubols og þeirrar brautar sem síminn vex eftir. Síðar í þroskanum færast frumuboiirnir og þetta mynstur riðlast. Á fyrstu dögum fósturþroskans má sjá einskonar liðskiptingu (rhombomeres) í heilastofninum. Heilaliðimir virðast gegna ákvarðandi hlutverki, m.a. er tjáning ákveðinna erfðavísa tengd sumum þeirra. Við erum að kanna hvort frumur sem velja sömu braut séu upprunnar í sama heilalið. Frumniðurstöður okkar benda til þess að mörk vestibulo- ocular, vestibulospinal og reticulospinal frumuhópa fari annars vegar saman við skil á milli heilaliða (þversum) og hins vegar skil milli afmarkaðra frumusúlna (langsum). Þetta bendir til þess að val á braut sé nátengt upphaflegri staðsetningu frumubols, - og þá hugsanlega einnig staðbundinni tjáningu ákveðinna erfðavísa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.