Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Blaðsíða 112

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Blaðsíða 112
102 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 AFTURVIRK RANNSOKN A ALGENGI y 45 OFKÓLNUNAR Á ÍSLANDI 1981-1990. Gunnar Ragnarsson, Gunnlaugur Geirsson, Jón Baldursson, Jóhann Axelsson. Læknadeild H.I., Rannsóknastofa H.I. í réttarlæknisfræði, Slysa- og sjúkravakt Borgarspítalans, Rannsóknastofa H.I. í lífeðlisfræði. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna algengi og áhrifaþætti ofkólnunarslysa hér á landi á þessu tímabili. Skoðuð verður meðhöndlun sjúklinga og áhrif kólnunar á líkamsstarfsemi þeirra. Ofkólnun er hér skilgreind sem kjarnahiti <35°C. Kannaðar eru sjúkraskrár þeirra sem hafa hlotið greininguna ofkælingu (N991.6) og notið meðferðar á sjúkrastofnun. Þeirri vinnu er lokið á Borgarspítalanum. Leitað hefur verið samþykkis til að gera samskonar könnun á hinum deildaskiptu sjúkrahúsunum og á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Krufningaskýrslur þeirra sem hafa dáið úr ofkólnun eru skoðaðar. Þar Iiggur saga til grundvallar greiningu því hitamæling er sjaldnast gerð. Aformað er að leita gagna hjá Hagstofu Islands (dánarmeinaskrá) til að meta fjölda þeirra sem hafa látist af völdum ofkólnunar en ekki verið krufðir. Veðurfar á slysstað verður kannað í gögnum Veðurstofu Islands. Einnig er stuðst við gagnabanka lögreglunnar og Morgunblaðsins. Fundist hafa 49 tilfelli ofkólnunar, af þeim létust 30. Fyrstu niðurstöður benda til að fleiri karlar en konur ofkælist og eru þeir flestir á aldursbilinu 21-40 ára. Neysla áfengis og misnotkun lyfja eða fíkniefna ásamt sögu um geðræn vandamál tengjast oft ofkólnun. Slysin verða flest í eða nálægt þéttbýli. Stór hluti þeirra sem komast lífs af hafa lent í sjó (athuga ber að þeir sem látast í sjó eða vatni eru yfirleitt greindir drukknaðir). Afengis-, lyfja- eða vímuefnanotkun og geðræn vandamál stuðla að dómgreindarskerðingu og geta valdið röngum viðbrögðum við kulda. Það ásamt óhagstæðum umhverfisskilyrðum (lágum umhverfishita, miklum vindstyrk, vætu o.fl.) hraðar hitatapi líkamans og eykur líkur á lífshættulegu falli kjarnahita. Efnið óskast kynnt sem veggspjald GRIPTÆKNI TENGD ÖRSÍUN TIL V 46 HREINVINNSLU PRÓTEINA Hörður Filippusson. og, Kristmundur Sigmundsson. Lífefnafræðistofu Háskóla Islands. Nokkur dæmi eru til um notkun gripefna (biospecific affinity ligands) í örsíunarkerfum til hreinvinnslu lífefna. Frumtilraunir bentu til þess að til að skilja eiginleika og takmörk slíkrar tækni væri nauðsynlegt að smíða vel skilgreinda fjölliðu og að líkja eftir hegðun hennar með hermilíkani. Vatnsleysin samfjölliða akrýlamíðs og N-arkýlóýl- m-aminobenzamidíns var smfðuð við aðstæður sem leiddu til myndunar langra fjölliðukeðja með mikinn mólmassa. Fjölliðan var hreinsuð með örsíun og rannsökuð með frumefnamælingu, seigjumælingum og IR- og 'H-NMR- spektróskópíu. Fjölliðan var einnig rannsökuð með tilliti til gripeiginleika gagnvart trypsini og áhrifa mólstærðar og umhverftsþátta á gripfestu. Fjölliðan var prófuð við hreinvinnslu trypsins með gripgreiningar-örsíun. Notaðar voru síuhimnur með síunarnafngildi (nominal molecular weight cutoff) 100 kD og 300 kD, í Minitan UltraFiltration Cell (Millipore). Leidd var út jafna sem lýsir nokkrum helstu eiginleikum einfalds gripgreiningar-örsíunarkerfis og var hún notuð til að spá fyrir um útskolunarferla. Niðurstöður úr þessu hermiltkani bentu til þess að mikilvægt væri að nota himnur með hátt stunarnafngildi, vegna tafeinkenna himnanna. Rannsökuð voru áhrif nokkurra þátta, þar á meðal stærð og lausnarstyrk fjölliðu, samsetning buffers, himnugerð, dæluhraða og þrýstings á vökvaflæði í kerfinu. Rannsökuð var hegðun kerfisins við hreinvinnslu trypsins úr blöndu trypsins og chymotrypsins. Er notuð var fjölliðulausn að styrk 5 g/1 var bindigeta kerftsins 11 mg/ml, sem er allgott í samanburði við fastfasakerfi. Heimtur trypsins úr tveggja ensíma lausn voru yfir 80%. Utskolunarferlar voru í góðu samræmi við niðurstöður henmilíkansins. Kerfið hefur verið notað til hreinvinnslu trypsins úr grófútdráttarlausn úr lambabrisi. Við þá vinnslu koma upp vandamál tengd eiginleikum örsíunarhimna, sem benda til að heppilegra væri að nota enn grófari síuhimnur- og stærri fjölliður eða öragnir.. Tilraunir eru hafnar með slík kerfi sem byggjast á notkun öragna úr tefloni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.