Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Side 116

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Side 116
106 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 AHRIF SEROTONINS I YTRI OG INNRI V 53 SJONHIMNU. Ársæll Arnarsson1, Þór Eysteinsson1 og Thomas Frumkes2. Rannsóknastofa í Lífeðlisfræði1; Department of Psychology, Queens College CUNY2. Fáar lffeðlisfræðilegtir rannsóknir hafa verið gerðar á hlutverki serótóníns í sjónhimnu, þótt lífefnafræðileg staðsetning þess í griplufrumum liggi fyrir (Ehinger, 1982). Utanfrumuskráningar frá sjóntaugafrumum (ganglion cells) hafa sýnt að serótónín (5HT) og 5HT(i.3) agonistar stækka Á-svörun en draga úr AF- svörun. Á hinn bóginn hafa 5HT(i_3) antagonistar þveröfug áhrif. Þessar niðurstöður hafa verið túlkaðar sem nierki um bein áhrif serótónín á taugamót í innri sjónhimnu. Þessi rannsókn ber saman áhrif serótóníns í innri og ytri sjónhimnu og athugar einnig áhrif þess á sjónhimnurit (ERG), sem er heildarsvörun sjónhimnu við ljósi. Innanfrumuskráningar og ERG voru teknar úr yfirflæddum augnbollum froskdýra (Xenopus laevis og Necturus maculosus). Sýnunum var komið fyrir í ljósheldu Faraday-búri, ertingartíma stjórnað með Ijóslokara og skráð með örskautum. 0,1-1,0 mM 5HT afskautar láréttar frumur (horizontal eells) og minnkar ljóssvörun. 2-5 mM 5HT minnkaði spennu b-bylgju sjónhimnuritsins, en hafði engin áhrif á d-bylgjuna. 1 mM styrkur af 5HT upptökuhamlaranum zimelidine hafði sömu áhrif. Almennt er talið að b-bylgjan sé lýsandi fyrir svörun Á-tvískautafrumur (ON-bipolar cells), en d-bylgjan lýsi virkni AF-tvískautafruma (OFF-bipolar cells). 1 innri sjónhimnu voru áhrifin mjög misjöfn. I stórum hluta griplufruma (amacrine cells) jók 1 mM 5HT Á- virkni, en minnkaði AF-virkni. Hinsvegar var einnig skráð frá töluverðum hóp fruma, þar sem 5HT hafði engin eða öfug áhrif. Niðurstöður okkar gefa til kynna að serótónín hafi margþætt áhrif í innri sjónhimnu, en að áhrifin í ytri sjónhimnu einskorðist við Á-svörun. Það er einnig ljóst að serótónínergar frumur taka þátt í svokölluðu „push-pulT-kerfi, þar efnið getur hvort heldur aukið eða minnkað svörun í ákveðnum frumum, allt eftir því hvort tengsl þeirra við frumur sem sýna ljóssvörun séu bein eða í gegnum keðju af frumum sem ýmist nota hamlandi eða örvandi boðefni. Verkefnið er styrkt af Rannsóknarnámssjóði Menntamálaráðuneytisins (Á.A), Vísindasjóði (Þ.E.) og National Science Foundation U.S.A. (T.F.). EINANGRUN OG EIGJNLEIKAR TVEGGJA \J 54 KARIJOXÝLESTERASA ÚR LAMBALIFUR Jón M. Einarsson, Kristmundur Sigmundsson, Rannveig Guðleifsdóttir, og Hörður Filippusson. Lífefnafræðistofu Háskóla Islands, Læknagarði B-esterasar (eða ali-esterasar) er sá undirfiokkur karboxýlesterasa sem hindraður er af organófosfötum. Ef undanskildir eru kólínesterasar (EC 3.1.1.7 og EC 3.1.1.8) eru eftir í þessum flokki fjögur ensím, oft nefnd B1, B2, B3 og B4 esterasi (EC 3.1.1.1). Af þeim eru B3 og B2 esterasi mestmegnis tjáðir í lifur og hafa þessi tvö form verið talin hugsanlega tjáð af sama geni. Þau eru talin tengjast á vatnsfælinn hátt við himnur í grófa frymisnetinu. Hlutverk þeirra f efnaskiftum frumunnar er ennþá að mestu leyti óþekkt, þrátt fyrir miklar rannsóknir. Tilgangur þessarar rannsóknar var að einangra B2 og B3 esterasa og bera saman eiginleika þeirra til þess að reyna að varpa ljósi á skyldleika þeirra og hugsanlega starfsemi. Bæði ensfmin voru einangruð úr lambalifur með ferlum sem lýst verður nánar. Mjög miserfitt reynist að einangra þau vegna ólíkra eiginleika þeirra en einangrunin leiddi að lokum til hreinnar afurðar og aðskilnaðar á B2 og B3 esterasa. Helstu niðurstöður voru þessar: 1) B3 esterasi er sennilega settur saman úr fjórum 58 kDa undireiningum (SDS-PAGE) og greinist 210 kDa í heilu lagi (hlaupsíun og 8-25% gradient native PAGE). B2 esterasi samanstendur af einni 63 kDa einingu (SDS-PAGE og 8-25% gradient native PAGE). Marktækur munur er á mólmassa esterasanna eða um 5 kDa (SDS-PAGE). 2) Munur kom fram í hvarfefnasérhæfni, B2 esterasi hafði meiri sérhæfni. Þegar athuguð var sækni (1/Km) þeirra í 12 mismunandi estera (naphthyl, ethyl og phenyl esterar) reyndist B3 esterasi þekkja 9 estera (3 naphthyl, 5 ethyl og 1 phenyl ester) en B2 esterasi aðeins 3 naphthyl estera. 3) Bæði próteinin eru sykruprótein þ.e. þau bindast fast á Concanavalin-A agarósa. Sykrugerð þeirra beggja reynist vera N-tengdar fjölsykrur, ríkar í mannósa (sykruklipping með Endo-H greint á native og SDS- PAGE). 4) Afgerandi munur kom fram í vatnsfælni þeirra. Hreinn B3 esterasi er vel vatnsleysanlegur en hreinn B2 esterasi er mjög vatnsfælinn og himnusækinn. Mjög erfitt reynist að einangra B2 esterasa og að halda honum í vatnslausn vegna þessa. Það er því Ijóst að þessir tveir esterasar eru mjög ólíkir. B3 esterasi gæti verið lausbundið himnuprótein (peripheral membrane protein) en B2 esterasi er líklega fastbundið himnuprótein (integral membrane protein). Þelta er athyglisvert í ljósi þess að ný rannsókn á ensíminu asýl Co-A: kólesteról-asýl- transferasa úr svíni (ACAT) sem hvetur myndun kólesterólesters úr kólesteróli sýnir aö ACAT hefur sömu amínósýruröð og karboxýlesterasi í lifur. Við teljum líklegt að hér sé um B2 esterasa að ræða og verður nú leitað svara við því.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.