Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Síða 119

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Síða 119
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 109 MEÐFERÐ SÝKINGA AF VÖLDUM FJÖL- ÓNÆMRA PNEUMÓKOKKA HJÁ BÖRNUM Á SJÚKRAHÚSUM. Karl G. Kristinsson1. Ari Axelsson2. Pétur Júlíusson3, Þórólfur Guðnason2, Þröstur Laxdal3 Sýklafræðideild1 og barnadeild2 Landspítalans, bamadeild Landakots. Pneumókkar, með ónæmi fyrir öllum sýklalyfjum til inntöku, eru nú orðnir algengir á Islandi. Talið er mjög líklegt að þeir séu af einni stofngerð ættaðri frá Spáni. Penisillfn lágmarksheftistyrkur er um I mg/1. Vegna þessa er meðferð bráðrar eyrnabólgu og skútabólgu oft erfið, og þarfnast tilvísunar til háls-, nef- og eyrnalækriis og/eða innlögn á barnadeild til meðferðar með innstungusýklalyfjum. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta kostnað og árangur meðferðar þessara sýkinga á sjúkrahúsum. Öll börn (< 16 ára) sýkt af fjölónæmum pneumókokkum fyrir 1. janúar 1994, voru fundin úr skýrslum sýklafræðideildar Landspítalans. Síðan var kannað hver þeirra höfðu lagst inn á barnadeildir Lsp. og Lkt. og sjúkraskýrslur þeirra skoðaðar m.t.t. meðferðar, kostnaðar og árangurs meðferðar. Á þessu tímabili vom 62 böm lögð inn 75 sinnum til meðferðar á sýkingum af völdum fjölónæmra pneumókokka: eyrnabólgu 50, eyrnabólgu og skútubólgu 14, skútabólgu 6, lungnabólgu eina sér 2, lungnabólgu með eyrnabólgu 2 og með skútabólgu 1. Flest fengu meðferð með ceftríaxóni, 57; cefúroxími, 10; cefótaxími, 5 og ímipenemi, 5. Þrjátíu og einn V 59 fengu fleiri en eitt sýklalyf, og af þeim fengu 27 rífampisín á síðustu dögum meðferðar. Einn sjúklinganna lést af völdum lungnabólgu innan 24 klst. frá innlögn. Meðalaldur var 1.7 ár og voru 95% barnanna á aldrinum 6 mánaða til 3ja ára. Meðallegutími var 9.3 dagar, meðaltími á sýklalyfjum 8.6 dagar og meðalkostnaður sýklalyfja 19.150 krónur. Meðferð með ceftríaxóni virtist gefa betri árangur en með cefúroxími, en ekki skipti máli að bæta rífampisíni við 3. kynslóð kefalóspórína eða ímipenem. Árangur meðferðar var ekki betri hjá þeim sem fengu meðferð í >7 daga, heldur en þeim sem fengu skemmri meðferð. Útbreiðsla fjölónæmra pneumókokka leiðir til lengri veikinda og mikið aukins kostnaðar við meðferð. Meðferð með 3. kynslóð kefalóspórínum var árangursrík og virtist betri en meðferð með amoxýsillíni eða cefúroxími. Til að fá áreiðanlega vitneskju um hver sé besta meðferðin væri æskilegt að gera vel skipulagða framsýna rannsókn. CRYPTOSPORIDIUM A ÍSLANDI. Karl Skímisson, Matthías Eydal, Sigurður H. Richter. Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum Frá árinu 1986 hefur verið leitað að þolhjúpum ein- frumungsins Cryptosporidium í saursýnum manna sem send eru til sníkjudýraleitar að Keldum C). Eram til ársins 1994 hafði Cryptosporidium fundist í 35 (1,1%) af 3100 einstaklingum. Tíu voru yngri en þriggja ára, sex voru á aldrinum þriggja til sjö ára, tólf voru á aldrinum 8-16 ára en sjö voru full- orðnir. Til að kanna hvort Cryptosporidium væri landlægt, og hvort hægt væri að rekja sýkingar í mönnum til smitunar frá dýrum, var á árunum 1991 og 1992 leitað að Cryptosporidium þolhjúpum í saursýnum úr 27 dýrategundum. Athugaðir voru 503 einstaklingar og beindist leitin einkum að ung- viði (2) . Cryptosporidium fannst í dýrum um land allt. Sníkjudýrið fannst í fimm af 17 tegundum spendýra, þremur af sjö tegundum fugla en ekki í þtemur tegundum laxfiska. í spendýrum fannst Crypto- sporidium í 20 folöldum (sýkingartíðni 50%), 32 kálfum (49,2%), 22 lömbum (19,1%), einum kett- Hngi (11,1%) og þremur grísum (5,5%). í fuglum fannst Cryptosporidium í sex kjúklingum (20,7%), tveimur hröfnum (12,5%) og einum sílamáfi (7,7%). V 60 Sé tekið mið af hýsiltegundunum og stærð þolhjúp- anna er líklega um að ræða tegundina Crypto- sporidium parvum í spendýrunum en C. melea- gridis í fuglunum. Rannsóknin staöfesti að Cryptosporidium er landlægt sníkjudýr á íslandi og að menn gætu meðal annars smitast af ýmsum tegundum húsdýra og gæludýra. (t) Matthías Eydal, Sigurður H. Richter og Karl Skírnis- son. Gródýrið Cryptosporidium og sýkingar af völdum þess. Læknablaðiö 1990, 76: 264-266. (2) Karl Skírnisson, Matthías Eydal og Sigurður H. Richter. Gródýr af ættkvíslinni Cryptosporidium í dýrum á íslandi. Dýralæknaritið 1993, 8: 4-13.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.