Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Blaðsíða 7
Stefnir] '
Til lesandanna.
5
því, að hingað berist nema veikur niður af því lífi, sem
ólgar úti í stóru þjóðlöndunum. Vonar Stefnir, að honum
takist smám saman aði komast upp á lag með, að færa les-
öndum sínum nokkrar frásagnir af þessu, og verða þeim
sá leiðsögumaður, sem þeir jafnan bíði með óþreyju.
3. Loks mun svo Stefnir flytja bæði greinir og sögur
og myndir til fróðleiks og skemtunar. Hann er svo stór, að
hann getur flutt mikið af hverju þessu. Og ef honum tekst
að eignast nógu marga og góða vini um alt land, mun hon-
um enn vaxa styrkur og megin til þess að rækja starf sitt,
sér og þeim til ánægju. Stefnir er ráðinn í því að verðla ekki
gróðafyrirtæki, heldur láta alla velgengni, sem honum kynni
að hlotnast, koma fram í meiri stærð, betri frágangi og yfir-
leitt því, að verða æ betri og betri gestur, hvar sem hann
kemur.
í næsta hefti meðal annars:
Grein eftir Jón Þorláksson í framhaldi af greininni
í þessu hefti.
Framhald af þingfréttum.
Erlend grein með rnyndum.
Saga með myndum.
í þvi hefti byrjar framhaldssaga, mjög skemtileg.